Körfubolti

Drekarnir töpuðu mikilvægum stigum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Vísir
Sundsvall Dragons atti kappi við BC Luleå í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar.

Drekarnir komust aldrei á skrið í leiknum og Luleå vann að lokum nokkuð öruggan sigur, 83-64. Heimamenn stungu af í öðrum leikhluta sem þeir unnu með 30 stigum gegn tólf.

Hlynur Bæringsson var að venju í stóru hlutverki hjá Sundsvall Dragons en hann skoraði sjö stig í kvöld, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann spilaði í rúmar 37 mínútur.

Drekarnir sitja því eftir í fimmta sæti deildarinnar og eru með átta stig, átta stigum á eftir toppliði Södertälje Kings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×