Körfubolti

Drekarnir í basli með botnliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hlynur í leik með íslenska liðinu.
Hlynur í leik með íslenska liðinu. Vísir
Sundsvall Dragons minnkaði forystu Södertälje á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í fjögur stig með naumum sigri á botnliði Umeå, 79-76.

Hlynur Bæringsson var að venju áberandi í liði Drekanna og skoraði ellefu stig auk þess að taka fjórtán fráköst.

Umeå hefur aðeins unnið tvo leiki þetta tímabilið en leiddi framan af í leiknum í kvöld. Staðan í hálfleik var 46-34, heimamönnum í vil.

Sundsvall spilaði hins vegar frábæran varnarleik í fjórða leikhluta og hélt þá Umeå í aðeins átta stigum. Það dugði liðinu til að síga fram úr á lokamínútunum og kláruðu Drekarnir leikinn af vítalínunni.

Sundsvall Dragons er nú með sextán stig eftir ellefu leiki en Södertälje Kings ber nafn með rentu og er enn ósigrað á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×