Ísland verði kennslustofa um áhrif loftslagsbreytinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 19:34 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Francois Hollande, forseti Frakklands, á Hringborði Norðurslóða á Íslandi á dögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði í dag loftslagsráðstefnuna sem fram fer í París í skugga hryðjuverkanna í borginni þann 13. nóvember síðastliðinn. „Í dag beinast augu heimsbyggðarinnar að París,“ sagði Sigmundur sem kvað París vera vonarvita. „Það er von mín að París muni leiða til samkomulags sem mun koma í veg fyrir geigvænlegar loftslagsbreytingar. Samkomualg sem mun uppfylla þá von að heimsbyggðin geti í raun sameinast í baráttu sinni við þennan mikla vanda.“Ísland verði kennslustofa um loftslagsbreytingar Hann sagði áhrif loftslagsbreytinga nú þegar sýnileg á Íslandi. „Jöklar okkar hopa. Við höfum ákveðið að efla eftirlit með jöklunum okkar og gera niðurstöðurnar sem og jöklana aðgengilegri fyrir gesti og almenning. Ísland mun á sinn hátt verða kennslustofa um áhrif loftslagsbreytinga. Ef ekki verður gripið til aðgerða gætu jöklar á Íslandi horfið að mestu leyti innan 100 ára,“ sagði Sigmundur og bætti við að svipaða sögu væri að segja af öllu Norðurheimskautasvæðinu. Eina leiðin til að sporna við þessari þróun væri að minnka útblástur koltvísýrings en í þeim efnum hefðu Íslendingar náð miklum árangri. „Við fáum nær 100% allrar orku til rafmagnsframleiðslu og húshitunar úr endurnýjanlegum orkugjöfum sem er stórt skref í átt að kolefnahlutlausu hagkerfi. En við verðum að gera meira,“ sagði Sigmundur. Því næst reifaði hann sóknaráætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.Íslendingar styðji metnaðarfullt Parísarsamkomulag Sigmundur sagði Íslendinga vilja setja gott fordæmi heimafyrir en um leið að stuðla að grænni framtíð á alþjóðavísu. „Við erum nú vonandi aðeins örfáum dögum frá því að ná sögulegum áfanga. Loftslagssamningi sem mun taka til nær alls útblásturs í heiminum sem og veita aðstoð við aðlögun og grænan vöxt í þróunarlöndum. Kolefnisjöfnun hagkerfa okkar er flókið og viðamikið verkefni en við verðum að nálgast það með jákvæðu, lausnarmiðuðu hugarfari. Markmið okkar í seilingarfjarlægð. Ísland styður metnaðarfullt Parísarsamkomulag sem mun halda okkur innan 2 gráðu markmiðsins,“ segir Sigmundur sem segir Íslendinga ætla að gera sitt í átt að kolefnasnauðri framtíð. Loftslagsmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði í dag loftslagsráðstefnuna sem fram fer í París í skugga hryðjuverkanna í borginni þann 13. nóvember síðastliðinn. „Í dag beinast augu heimsbyggðarinnar að París,“ sagði Sigmundur sem kvað París vera vonarvita. „Það er von mín að París muni leiða til samkomulags sem mun koma í veg fyrir geigvænlegar loftslagsbreytingar. Samkomualg sem mun uppfylla þá von að heimsbyggðin geti í raun sameinast í baráttu sinni við þennan mikla vanda.“Ísland verði kennslustofa um loftslagsbreytingar Hann sagði áhrif loftslagsbreytinga nú þegar sýnileg á Íslandi. „Jöklar okkar hopa. Við höfum ákveðið að efla eftirlit með jöklunum okkar og gera niðurstöðurnar sem og jöklana aðgengilegri fyrir gesti og almenning. Ísland mun á sinn hátt verða kennslustofa um áhrif loftslagsbreytinga. Ef ekki verður gripið til aðgerða gætu jöklar á Íslandi horfið að mestu leyti innan 100 ára,“ sagði Sigmundur og bætti við að svipaða sögu væri að segja af öllu Norðurheimskautasvæðinu. Eina leiðin til að sporna við þessari þróun væri að minnka útblástur koltvísýrings en í þeim efnum hefðu Íslendingar náð miklum árangri. „Við fáum nær 100% allrar orku til rafmagnsframleiðslu og húshitunar úr endurnýjanlegum orkugjöfum sem er stórt skref í átt að kolefnahlutlausu hagkerfi. En við verðum að gera meira,“ sagði Sigmundur. Því næst reifaði hann sóknaráætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.Íslendingar styðji metnaðarfullt Parísarsamkomulag Sigmundur sagði Íslendinga vilja setja gott fordæmi heimafyrir en um leið að stuðla að grænni framtíð á alþjóðavísu. „Við erum nú vonandi aðeins örfáum dögum frá því að ná sögulegum áfanga. Loftslagssamningi sem mun taka til nær alls útblásturs í heiminum sem og veita aðstoð við aðlögun og grænan vöxt í þróunarlöndum. Kolefnisjöfnun hagkerfa okkar er flókið og viðamikið verkefni en við verðum að nálgast það með jákvæðu, lausnarmiðuðu hugarfari. Markmið okkar í seilingarfjarlægð. Ísland styður metnaðarfullt Parísarsamkomulag sem mun halda okkur innan 2 gráðu markmiðsins,“ segir Sigmundur sem segir Íslendinga ætla að gera sitt í átt að kolefnasnauðri framtíð.
Loftslagsmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira