Körfubolti

Kobe er einn sá besti í sögunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. vísir/getty
Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, fór fögrum orðum um Kobe Bryant eftir að Kobe gaf það út að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir leiktíðina.

Kobe er að klára 20 ára feril með LA Lakers þar sem hann hefur unnið fimm meistaratitla. Hann er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi á eftir Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone.

„Hann var 17 valinn í Stjörnuliðið, var líka valinn sá besti í deildinni og vann fimm titla. Þess utan á hann tvö Ólympíugull og er þekktur fyrir að vinna mikið fyrir sínu. Kobe Bryant er einn sá besti í sögunni," sagði Silver.

„Það skiptir ekki máli hvort Kobe sé að spila í úrslitum deildarinnar eða að æfa skot á miðnætti. Ást hans á leiknum er takmarkalaus. Ég óska honum til hamingju með frábæran feril og þakka honum fyrir allar minningarnar."

NBA

Tengdar fréttir

Kobe kveður í lok leiktíðar

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, tilkynnti í nótt að hann muni leggja skóna á hilluna í lok leiktíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×