Flugferðum easyJet frá Belfast og London í kvöld hefur verið frestað um sólarhring og sömu sögu er að segja um flug Wizz Air frá Póllandi.
Óveðrið sem von er á víðast hvar um landið nú síðdegis hefur sett svip sinn á millilandaflug. Flugi Icelandair frá Kaupmannahöfn og London sem fyrirhuguð voru seint í kvöld hefur verið aflýst. Flugferðum easyJet til og frá Belfast og London í kvöld hefur verið frestað um sólarhring og sömu sögu er að segja um flug Wizz Air til og frá Póllandi.
Öll Ameríkuflug Icelandair síðdegis eru enn á áætlun skv. upplýsingum á Kefairport.is. Sömu sögu er að segja um Evrópuflug Icelandair síðdegis. Fyrr í dag var flugi Atlantic Airways til og frá Vagar í Færeyjum aflýst.
Allar upplýsingar um komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli má finna hér.
