Skilaboð frá toppAra Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Ég hef skrifað um margt sem að mér snýr í blöðin en afar sjaldan um heilbrigðismál. Nú ætla ég að taka til mín nýleg orð Sigmundar Davíðs forsætisráðherra. Ég er nefnilega toppari - sem sagt Ari sem hef gaman af háum toppum og bý við þá gæfu að vera vel heilsuhraustur. En ég þekki til margra sem eru það ekki og ég hef snertifleti við fólk í heilbrigðisgeiranum. Burtséð frá því að vera toppari hvað heilsu og áhugamál snertir vil ég koma skilaboðum til Sigmundar og margra annarra sem um heilbrigðismálin véla, til hliðar við stóru orðin sem tíðkast: Gagnrýnin á hann og aðra snýst ekki um innræti þingmanna eða nudd hvort þessi ríkisstjórn hafi gert betur en sú síðasta. Hún snýst um að hjartans kerfi þjóðarinnar, heilsugæslan og spítalakeðjan, er ekki aðeins rekið undir ásættanlegri getu heldur liggur leið þess áfram niður á við. Hún snýst um gagnrýni á rangar ákvarðanir um fjármögnun brýnnar samfélagsþjónustu í heilbrigðisgeiranum. Hún beinist að afneitun á skýrum, hóflegum og rökstuddum lágmarkskröfum svo tryggja megi öryggi allra er veikjast og meiðast. Hvorki Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson né Vigdís Hauksdóttir geta fundið lækni, svo dæmi sé tekið, innan kerfisins sem er ósammála kröfunum. Eða telur ekki skyldu ríkisvaldsins að virða þær og horfa opnum augum inn í spítalana sem eru að kikna. Þetta eru ekki freklegar kröfur þrýstihóps eða tuð sérhagsmunafólks. Beiðnirnar eiga sér almennan samfélagsstuðning. Sá sem kveinkar sér undan þeim eða vísar þeim hofmóðugur frá er ekki í jarðsambandi við umbjóðendur sína. Fyrirfram teknar ákvarðanir um hallalaus fjárlög eða oftryggð við óbreytanlegar upphæðir til þúsund lagaliða eiga hér ekki við. Heilbrigðiskerfi með lágmarksgetu, að mati allra sem þar starfa, varða sjálfa viðveru okkar mitt á meðal Sigmundar Davíðs og þeirra hinna. Færi svo, sbr. dæmi Kára Stefánssonar um inngrip í hættulegt hjartagáttatif, að einhver sem nú neitar Lansanum um bráðnauðsynlegt viðbótarfé, þyrfti á inngripinu að halda, sætti hann eða hún sig þá við svarið: „Nei, það má bara gera 60 aðgerðir á ári. Vinsamlega reyndu aftur á næsta ári. En fáirðu heilablóðfall sem oft fylgir tifinu, leitaðu þá læknis.“ Í þennan aðgerðapott vantar rúmar 50 milljónir til að sinna lágmarksfjölda aðgerða (150). Heyri ég einhvern spyrja: „Hvar á finna milljónir?“ Þau eru auðveld, pennastrikin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Tengdar fréttir Toppari Íslands Fyrir allmörgum árum var ég staddur í samkvæmi þar sem einn af gestunum gerði sig stöðugt meira gildandi. Það var sama hvaða umræðuefni kom upp, alltaf tróð maðurinn sér inn í samtölin (stundum fleiri en eitt í einu) eða talaði yfir fólk til að útskýra að hann vissi meira um málið en aðrir, hann hefði gert hlutina öðruvísi og betur. 11. desember 2015 07:00 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað um margt sem að mér snýr í blöðin en afar sjaldan um heilbrigðismál. Nú ætla ég að taka til mín nýleg orð Sigmundar Davíðs forsætisráðherra. Ég er nefnilega toppari - sem sagt Ari sem hef gaman af háum toppum og bý við þá gæfu að vera vel heilsuhraustur. En ég þekki til margra sem eru það ekki og ég hef snertifleti við fólk í heilbrigðisgeiranum. Burtséð frá því að vera toppari hvað heilsu og áhugamál snertir vil ég koma skilaboðum til Sigmundar og margra annarra sem um heilbrigðismálin véla, til hliðar við stóru orðin sem tíðkast: Gagnrýnin á hann og aðra snýst ekki um innræti þingmanna eða nudd hvort þessi ríkisstjórn hafi gert betur en sú síðasta. Hún snýst um að hjartans kerfi þjóðarinnar, heilsugæslan og spítalakeðjan, er ekki aðeins rekið undir ásættanlegri getu heldur liggur leið þess áfram niður á við. Hún snýst um gagnrýni á rangar ákvarðanir um fjármögnun brýnnar samfélagsþjónustu í heilbrigðisgeiranum. Hún beinist að afneitun á skýrum, hóflegum og rökstuddum lágmarkskröfum svo tryggja megi öryggi allra er veikjast og meiðast. Hvorki Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson né Vigdís Hauksdóttir geta fundið lækni, svo dæmi sé tekið, innan kerfisins sem er ósammála kröfunum. Eða telur ekki skyldu ríkisvaldsins að virða þær og horfa opnum augum inn í spítalana sem eru að kikna. Þetta eru ekki freklegar kröfur þrýstihóps eða tuð sérhagsmunafólks. Beiðnirnar eiga sér almennan samfélagsstuðning. Sá sem kveinkar sér undan þeim eða vísar þeim hofmóðugur frá er ekki í jarðsambandi við umbjóðendur sína. Fyrirfram teknar ákvarðanir um hallalaus fjárlög eða oftryggð við óbreytanlegar upphæðir til þúsund lagaliða eiga hér ekki við. Heilbrigðiskerfi með lágmarksgetu, að mati allra sem þar starfa, varða sjálfa viðveru okkar mitt á meðal Sigmundar Davíðs og þeirra hinna. Færi svo, sbr. dæmi Kára Stefánssonar um inngrip í hættulegt hjartagáttatif, að einhver sem nú neitar Lansanum um bráðnauðsynlegt viðbótarfé, þyrfti á inngripinu að halda, sætti hann eða hún sig þá við svarið: „Nei, það má bara gera 60 aðgerðir á ári. Vinsamlega reyndu aftur á næsta ári. En fáirðu heilablóðfall sem oft fylgir tifinu, leitaðu þá læknis.“ Í þennan aðgerðapott vantar rúmar 50 milljónir til að sinna lágmarksfjölda aðgerða (150). Heyri ég einhvern spyrja: „Hvar á finna milljónir?“ Þau eru auðveld, pennastrikin.
Toppari Íslands Fyrir allmörgum árum var ég staddur í samkvæmi þar sem einn af gestunum gerði sig stöðugt meira gildandi. Það var sama hvaða umræðuefni kom upp, alltaf tróð maðurinn sér inn í samtölin (stundum fleiri en eitt í einu) eða talaði yfir fólk til að útskýra að hann vissi meira um málið en aðrir, hann hefði gert hlutina öðruvísi og betur. 11. desember 2015 07:00
Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun