Erlent

Stutt í að íraski herinn endurheimti Ramadí úr höndum ISIS

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Íraskir hermenn á leið til Ramadi.
Íraskir hermenn á leið til Ramadi. vísir/epa
Íraskt herlið hefur hafið lokasókn sína inn í Ramadi en borgin hefur verið á valdi Íslamska ríkisins frá í maí. Þetta herma heimildamenn BBC en samkvæmt upplýsingum þeirra hefur stór hluti vígamannanna flúið borgina og haldið í norðausturátt.

Ramadi er staðsett miðsvæðis í Írak um 110 kílómetra vestur af Baghdad og en mitt á milli Ramadi og höfuðborgarinnar er Fallujah.

Hermenn hófu innrás sína í borgina fyrir jól en þeim hefur miðað hægt. Leyniskyttur er víða að finna auk þess að sprengjum hefur verið komið fyrir víðsvegar í borginni. Stefnt er að því að ná borginni aftur á vald stjórnarinnar hægt og rólega. Farið verður hús úr húsi og reynt að tryggja að öryggi allra þeirra sem að aðgerðinni koma.

Aðgerðir til að ná Ramadi aftur á vald stjórnarinnar hófust í snemma í nóvember en hafa gengið hægt. Þar munar mestu um að stjórnendur ákváðu að nota ekki herflokk Sjía sem áður hafði verið brúkaður til að ná Tíkrit aftur á vald hersins. Það var gert til að auka ekki á átök milli trúarhópa í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×