Körfubolti

Kobe fengið flest atkvæðin í Stjörnuleikinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kobe í baráttunni gegn Kevin Durant á dögunum.
Kobe í baráttunni gegn Kevin Durant á dögunum. Vísir/Getty
NBA-deildin birti í gær fyrstu tölur úr kosningum fyrir Stjörnuleikinn í febrúar sem fer fram í Toronto, Kanada en Kobe Bryant er efstur á lista þrátt fyrir að hafa ekki leikið vel fyrstu mánuðina á síðasta tímabili sínu í deildinni.

Kobe sem er að leika sitt 20. tímabil í NBA-deildinni tilkynnti í haust að þetta yrði síðasta tímabil hans í NBA-deildinni en hann hefur verið valinn í Stjörnuliðið sautján sinnum á ferlinum.

Kobe, líkt og liðsfélagar hans í Lakers, var langt frá sínu besta á upphafsvikum tímabilsins en spilamennska Kobe hefur þó farið batnandi undanfarna leiki.

Kobe hefur þegar fengið 719.235 atkvæði og er með gott forskot á næsta mann, bakvörðinn Stephen Curry sem hefur fengið 510.202 en Kobe hefur fengið fleiri atkvæði en LeBron James og Kevin Durant til samans.

Má því gera ráð fyrir að Kobe muni taka þátt í leiknum í febrúar í síðasta skiptið nema hann meiðist á næstu vikum en hann hefur fjórum sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður Stjörnuleiksins (MVP).

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×