Grikkir fá grænt ljós á sparnaðinn guðsteinn bjarnason skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Í gærmorgun skrapp Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í heimsókn til tónskáldsins þekkta, Mikis Theodorakis. fréttablaðið/EPA Ráðherrar evruríkjanna samþykktu í gær áform grísku stjórnarinnar um sparnað og umbætur í ríkisrekstri. Enn á þó eftir að staðfesta þetta samþykki í hverju ríki fyrir sig, oft með atkvæðagreiðslu í þjóðþingum. Í staðinn fá Grikkir allt að fjögurra mánaða framlengingu á efnahagsaðstoð, sem annars hefði runnið út nú um mánaðamótin næstu. Christine Legarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir þó margt óljóst í áformum Grikkja. Frekari skýringar þurfi og tryggingar fyrir því að staðið verði við þessi áform. Áform Grikkja snúast einkum um að útrýma spillingu og skattaundanskotum ásamt sparnaði í ríkisrekstri. Sparnaðinum á að ná fram með því að fækka ráðuneytum úr 16 í tíu, fækka ráðgjöfum og frysta viðbótargreiðslur til æðstu embættismanna. Umfram allt á sparnaðurinn þó ekki að bitna á launum og lífeyri. Auk þessa ætla Grikkir að gera breytingar á skattkerfinu og tollum. Stofnað verður sérstakt fjármálaráð sem á að fylgjast grannt með öllum ríkisútgjöldum. Gríska stjórnin, sem komst til valda eftir stórsigur vinstriflokksins SYRIZA í þingkosningum fyrir mánuði, hefur þó þurft að gefa verulega eftir. Bæði í kosningabaráttunni og fyrst eftir stjórnarmyndun höfðu leiðtogar stjórnarinnar, þeir Alexis Tsipras forsætisráðherra og Janis Varúfakis fjármálaráðherra, uppi stór orð. Þeir kröfðust þess að allt að þriðjungur skulda gríska ríkisins yrði felldur niður og afborganir gerðar léttari svo ríkið gæti aukið útgjöld sín til að koma til móts við almenning, sem strangar niðurskurðaraðgerðir síðustu ára hafa bitnað hart á. Lítið er eftir af þeim kröfum nú, þegar þessi málamiðlun er í höfn. Þeir sem lengst eru til vinstri í SYRIZA eru harla ósáttir og óvíst um stuðning þeirra við stjórnina. Stjórnin gerir sér líka grein fyrir að þetta er aðeins fyrsta skrefið: „Við höfum fengið nokkrar vikur,“ segir í tilkynningu frá gríska fjármálaráðuneytinu. „Þetta er bara eitt skref, en í réttu áttina.“ Skuldir gríska ríkisins nema nú 175 prósentum af landsframleiðslunni en frá upphafi kreppunnar hefur orðið 25 prósent samdráttur á efnahag landsins. Atvinnuleysi í Grikklandi er enn í 25 prósentum. Meðal ungmenna er atvinnuleysið 50 prósent. Grikkland Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Ráðherrar evruríkjanna samþykktu í gær áform grísku stjórnarinnar um sparnað og umbætur í ríkisrekstri. Enn á þó eftir að staðfesta þetta samþykki í hverju ríki fyrir sig, oft með atkvæðagreiðslu í þjóðþingum. Í staðinn fá Grikkir allt að fjögurra mánaða framlengingu á efnahagsaðstoð, sem annars hefði runnið út nú um mánaðamótin næstu. Christine Legarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir þó margt óljóst í áformum Grikkja. Frekari skýringar þurfi og tryggingar fyrir því að staðið verði við þessi áform. Áform Grikkja snúast einkum um að útrýma spillingu og skattaundanskotum ásamt sparnaði í ríkisrekstri. Sparnaðinum á að ná fram með því að fækka ráðuneytum úr 16 í tíu, fækka ráðgjöfum og frysta viðbótargreiðslur til æðstu embættismanna. Umfram allt á sparnaðurinn þó ekki að bitna á launum og lífeyri. Auk þessa ætla Grikkir að gera breytingar á skattkerfinu og tollum. Stofnað verður sérstakt fjármálaráð sem á að fylgjast grannt með öllum ríkisútgjöldum. Gríska stjórnin, sem komst til valda eftir stórsigur vinstriflokksins SYRIZA í þingkosningum fyrir mánuði, hefur þó þurft að gefa verulega eftir. Bæði í kosningabaráttunni og fyrst eftir stjórnarmyndun höfðu leiðtogar stjórnarinnar, þeir Alexis Tsipras forsætisráðherra og Janis Varúfakis fjármálaráðherra, uppi stór orð. Þeir kröfðust þess að allt að þriðjungur skulda gríska ríkisins yrði felldur niður og afborganir gerðar léttari svo ríkið gæti aukið útgjöld sín til að koma til móts við almenning, sem strangar niðurskurðaraðgerðir síðustu ára hafa bitnað hart á. Lítið er eftir af þeim kröfum nú, þegar þessi málamiðlun er í höfn. Þeir sem lengst eru til vinstri í SYRIZA eru harla ósáttir og óvíst um stuðning þeirra við stjórnina. Stjórnin gerir sér líka grein fyrir að þetta er aðeins fyrsta skrefið: „Við höfum fengið nokkrar vikur,“ segir í tilkynningu frá gríska fjármálaráðuneytinu. „Þetta er bara eitt skref, en í réttu áttina.“ Skuldir gríska ríkisins nema nú 175 prósentum af landsframleiðslunni en frá upphafi kreppunnar hefur orðið 25 prósent samdráttur á efnahag landsins. Atvinnuleysi í Grikklandi er enn í 25 prósentum. Meðal ungmenna er atvinnuleysið 50 prósent.
Grikkland Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira