Það þarf stjórnlagadómstól til að sporna við gerræði Þorkell Helgason skrifar 17. mars 2015 00:00 Undanfarna daga hefur verið deilt um grundvallarþætti lýðræðisins, um þingræðið og framkvæmdarvaldið í tilefni þess að ríkisstjórnin hefur – að því er virðist – afturkallað umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hefur hún rétt til að gera þetta upp á sitt eindæmi eða þarf hún að leita fulltingis Alþingis? Hér verður ekki farið út í efni þessa einstaka tilviks heldur einblínt á lýðræðisþátt málsins. Deilur af þessum toga væru í mörgum lýðræðisríkjum útkljáðar fyrir stjórnlagadómstóli. Af alræmdu tilefni ruddu Þjóðverjar brautina eftir stríð og settu á laggirnar stjórnlagadómstól sem vakir yfir því að valdi sé ekki misbeitt. Síðan hafa fjölmörg Evrópuríki fetað í fótspor þeirra, ekki síst hin nýju lýðræðisríki í Austur-Evrópu. Vitaskuld verður ekki stjórnlagadómstól komið á nema með breyttri stjórnarskrá. Atvikin undanfarið ættu að sýna okkur hve brýnt er að koma nýrri stjórnarskrá í höfn. Hvers vegna? Forseti þýska stjórnlagadómstólsins hefur svarað þessu skorinort. „Frelsi og lýðræði án stjórnarskrár er óhugsandi,“ sagði dómsforsetinn og bætti við að stjórnarskrá væri handa minnihlutanum. Meirihluti sem ekki byggi við aðhald gæti leiðst til að kúga minnihlutann. Þess vegna þyrfti óvefengjanleg grunnréttindi, þess vegna þyrfti að tjóðra stjórnmálin með réttarreglum og þess vegna væri nauðsynlegt að hafa dómstól, stjórnlagadóm, sem gætti þess að farið væri að grunnreglunum. Stjórnlagaráð tók að nokkru á þessum vanda og vildi koma á sérstakri úrskurðarnefnd, Lögréttu, sem vísi að stjórnlagadómstól. Trúlega þarf að ganga lengra. Það mætti hugsanlega gera í tengslum við þá áformuðu breytingu á dómskerfinu að koma á millidómstigi. Þá verður Hæstarétti lyft á hærri stall og kynni hann því að geta tekið að sér hlutverk stjórnlagadómstóls. En grundvöllurinn verður að vera traustur og byggjast á stjórnarskrárákvæði. Lærum af reynslunni. Treystum lýðræðið – með endurbættri stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorkell Helgason Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið deilt um grundvallarþætti lýðræðisins, um þingræðið og framkvæmdarvaldið í tilefni þess að ríkisstjórnin hefur – að því er virðist – afturkallað umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hefur hún rétt til að gera þetta upp á sitt eindæmi eða þarf hún að leita fulltingis Alþingis? Hér verður ekki farið út í efni þessa einstaka tilviks heldur einblínt á lýðræðisþátt málsins. Deilur af þessum toga væru í mörgum lýðræðisríkjum útkljáðar fyrir stjórnlagadómstóli. Af alræmdu tilefni ruddu Þjóðverjar brautina eftir stríð og settu á laggirnar stjórnlagadómstól sem vakir yfir því að valdi sé ekki misbeitt. Síðan hafa fjölmörg Evrópuríki fetað í fótspor þeirra, ekki síst hin nýju lýðræðisríki í Austur-Evrópu. Vitaskuld verður ekki stjórnlagadómstól komið á nema með breyttri stjórnarskrá. Atvikin undanfarið ættu að sýna okkur hve brýnt er að koma nýrri stjórnarskrá í höfn. Hvers vegna? Forseti þýska stjórnlagadómstólsins hefur svarað þessu skorinort. „Frelsi og lýðræði án stjórnarskrár er óhugsandi,“ sagði dómsforsetinn og bætti við að stjórnarskrá væri handa minnihlutanum. Meirihluti sem ekki byggi við aðhald gæti leiðst til að kúga minnihlutann. Þess vegna þyrfti óvefengjanleg grunnréttindi, þess vegna þyrfti að tjóðra stjórnmálin með réttarreglum og þess vegna væri nauðsynlegt að hafa dómstól, stjórnlagadóm, sem gætti þess að farið væri að grunnreglunum. Stjórnlagaráð tók að nokkru á þessum vanda og vildi koma á sérstakri úrskurðarnefnd, Lögréttu, sem vísi að stjórnlagadómstól. Trúlega þarf að ganga lengra. Það mætti hugsanlega gera í tengslum við þá áformuðu breytingu á dómskerfinu að koma á millidómstigi. Þá verður Hæstarétti lyft á hærri stall og kynni hann því að geta tekið að sér hlutverk stjórnlagadómstóls. En grundvöllurinn verður að vera traustur og byggjast á stjórnarskrárákvæði. Lærum af reynslunni. Treystum lýðræðið – með endurbættri stjórnarskrá.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar