Langbesta fullveldisgjöfin Elín Hirst skrifar 10. apríl 2015 07:00 Árið 2018 fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli eins mikilvægasta atburðar í sögu lands og þjóðar, fullveldisins, sem við hlutum loks 1. desember 1918. Fullveldið er okkur afar dýrmætt og mikilvægt að minnast þess að í kjölfarið tókum við stökk fram á við í átt til betri lífskjara sem er saga 20. aldarinnar fyrir okkur Íslendinga. Og sér ekki fyrir endann á. Ein forsenda þessara miklu framfara er án vafa sú staðreynd að við Íslendingar urðum fullvalda þjóð og gátum ráðið okkar málum sjálf, ekki síst þeim sem mestu skiptu hvað varðar verðmætasköpun og lífskjör. Nú styttist í 100 ára fullveldisafmælið og hugmyndir eru uppi um að þjóðin gefi sér rausnarlega gjöf á þessum merku tímamótum. Rætt hefur verið um Hús íslenskra fræða sem heppilega gjöf en með því húsi kæmust handritin okkar í sómasamlegt athvarf. Það er góð hugmynd. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru handritin einstök menningarleg verðmæti á heimsmælikvarða og öruggt er að þessi ótrúlegu skinnblöð munu verða eftirsótt af erlendum ferðamönnum en ekki síður okkur Íslendingum. Nú liggja handritin „fjarri“ okkur í lokuðum hirslum. Aðrar framkomnar hugmyndir eru síðri, svo sem viðbygging við Alþingi og hótelbygging á Þingvöllum. Hugsanlega þarfar framkvæmdir í framtíðinni, en núna er ekki tíminn. Langbesta gjöfin sem þjóðin getur gefið sér í tilefni fullveldisafmælisins er hinn nýi hátæknispítali sem reisa á við Hringbraut. Ég get ekki hugsað mér gjöf sem væri meiri þjóðargjöf og mun koma hverri einustu fjölskyldu í landinu til góða. Öll eigum við börn, foreldra, systkini, vini, frændur eða vinnufélaga sem þurfa og munu þurfa á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á þegar eitthvað bjátar á með heilsuna. Það þekkir hver maður hvernig allt annað hverfur í skuggann og verður hjóm þegar veikindi koma upp. Sjúkrahús sem þjóðargjöf á fullveldisafmælinu árið 2018 myndi auk þess vera glæsilegur minnisvarði um þau gildi sem við Íslendingar höfum í hávegum í okkar samfélagi og hvernig samfélag við höfum náð að byggja upp á fullveldistímanum. Stökkið úr fátækt til bjargálna var stórt á tuttugustu öldinni. Þjóðarsjúkrahús er verðugt stórt skref fram á við inn í 21. öldina. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Hirst Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Árið 2018 fagnar íslenska þjóðin 100 ára afmæli eins mikilvægasta atburðar í sögu lands og þjóðar, fullveldisins, sem við hlutum loks 1. desember 1918. Fullveldið er okkur afar dýrmætt og mikilvægt að minnast þess að í kjölfarið tókum við stökk fram á við í átt til betri lífskjara sem er saga 20. aldarinnar fyrir okkur Íslendinga. Og sér ekki fyrir endann á. Ein forsenda þessara miklu framfara er án vafa sú staðreynd að við Íslendingar urðum fullvalda þjóð og gátum ráðið okkar málum sjálf, ekki síst þeim sem mestu skiptu hvað varðar verðmætasköpun og lífskjör. Nú styttist í 100 ára fullveldisafmælið og hugmyndir eru uppi um að þjóðin gefi sér rausnarlega gjöf á þessum merku tímamótum. Rætt hefur verið um Hús íslenskra fræða sem heppilega gjöf en með því húsi kæmust handritin okkar í sómasamlegt athvarf. Það er góð hugmynd. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru handritin einstök menningarleg verðmæti á heimsmælikvarða og öruggt er að þessi ótrúlegu skinnblöð munu verða eftirsótt af erlendum ferðamönnum en ekki síður okkur Íslendingum. Nú liggja handritin „fjarri“ okkur í lokuðum hirslum. Aðrar framkomnar hugmyndir eru síðri, svo sem viðbygging við Alþingi og hótelbygging á Þingvöllum. Hugsanlega þarfar framkvæmdir í framtíðinni, en núna er ekki tíminn. Langbesta gjöfin sem þjóðin getur gefið sér í tilefni fullveldisafmælisins er hinn nýi hátæknispítali sem reisa á við Hringbraut. Ég get ekki hugsað mér gjöf sem væri meiri þjóðargjöf og mun koma hverri einustu fjölskyldu í landinu til góða. Öll eigum við börn, foreldra, systkini, vini, frændur eða vinnufélaga sem þurfa og munu þurfa á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á þegar eitthvað bjátar á með heilsuna. Það þekkir hver maður hvernig allt annað hverfur í skuggann og verður hjóm þegar veikindi koma upp. Sjúkrahús sem þjóðargjöf á fullveldisafmælinu árið 2018 myndi auk þess vera glæsilegur minnisvarði um þau gildi sem við Íslendingar höfum í hávegum í okkar samfélagi og hvernig samfélag við höfum náð að byggja upp á fullveldistímanum. Stökkið úr fátækt til bjargálna var stórt á tuttugustu öldinni. Þjóðarsjúkrahús er verðugt stórt skref fram á við inn í 21. öldina. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar