Börn Margrétar sváfu undir berum himni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. apríl 2015 07:00 Hér er Margrét með nokkrum barnanna á heimilinu. Yngsta barnið er tveggja ára en það elsta er sautján ára. Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. Yngsta barnið sem hún hefur á framfæri sínu er tveggja ára og það elsta sautján ára. Hún segir börnin ekki þora að vera í húsinu. „Allra minnstu börnin eru í tjaldi og í svefnpoka en hin sofa undir berum himni en með sængurnar sínar. Það er spáð þrumuveðri. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þau þurfi að sofa úti. Það er kalt og erfitt að vera úti, en fólk vill ekki vera inni. það er enn hætta á stórum skjálfta. Það hafa orðið skemmdir á húsinu og það er ekki öruggt að dvelja í því.“ Rafmagnslaust og símasambandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að nokkrar klukkustundir hafi liðið frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það var laugardagur og enginn skóli. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir. Ég var fegin að heyra frá þeim og heyrði í þeim aftur síðdegis, þá höfðu þau fengið rafmagn á heimilið og hafði tekist að fylla á vatnsflöskur og hlaða símana sína. Þau eru með nóg vatn og mat en það væri óskandi að það væru fleiri tjöld og svefnpokar,“ segir Margrét og segist reyna öll ráð til að komast til þeirra en hún er stödd í Sádi-Arabíu. „Ég hef verið að reyna að komast til þeirra og er komin með flugmiða, en það er lokað fyrir allt farþegaflug sem stendur. Það verða send hjálpargögn frá Sádi-Arabíu, ég skoðaði hvort ég kæmist með gögnunum til Nepal en það er útilokað. Hún huggar sig við það að foreldrarnir sem hún hefur ráðið til að annast börnin séu hæfir til starfsins. „Ég veit að þetta er erfitt, en ég veit líka að fólkið þarna um slóðir er sterkt eftir röð áfalla, þau hafa lifað af borgarastyrjöld. Börnin á heimilinu hafa líka gengið í gegnum ýmislegt. Ég vildi að ég kæmist núna strax til að vera með börnunum og fjölskyldunni en eins og er þá er það ekki mögulegt.“ Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. Yngsta barnið sem hún hefur á framfæri sínu er tveggja ára og það elsta sautján ára. Hún segir börnin ekki þora að vera í húsinu. „Allra minnstu börnin eru í tjaldi og í svefnpoka en hin sofa undir berum himni en með sængurnar sínar. Það er spáð þrumuveðri. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þau þurfi að sofa úti. Það er kalt og erfitt að vera úti, en fólk vill ekki vera inni. það er enn hætta á stórum skjálfta. Það hafa orðið skemmdir á húsinu og það er ekki öruggt að dvelja í því.“ Rafmagnslaust og símasambandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að nokkrar klukkustundir hafi liðið frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það var laugardagur og enginn skóli. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir. Ég var fegin að heyra frá þeim og heyrði í þeim aftur síðdegis, þá höfðu þau fengið rafmagn á heimilið og hafði tekist að fylla á vatnsflöskur og hlaða símana sína. Þau eru með nóg vatn og mat en það væri óskandi að það væru fleiri tjöld og svefnpokar,“ segir Margrét og segist reyna öll ráð til að komast til þeirra en hún er stödd í Sádi-Arabíu. „Ég hef verið að reyna að komast til þeirra og er komin með flugmiða, en það er lokað fyrir allt farþegaflug sem stendur. Það verða send hjálpargögn frá Sádi-Arabíu, ég skoðaði hvort ég kæmist með gögnunum til Nepal en það er útilokað. Hún huggar sig við það að foreldrarnir sem hún hefur ráðið til að annast börnin séu hæfir til starfsins. „Ég veit að þetta er erfitt, en ég veit líka að fólkið þarna um slóðir er sterkt eftir röð áfalla, þau hafa lifað af borgarastyrjöld. Börnin á heimilinu hafa líka gengið í gegnum ýmislegt. Ég vildi að ég kæmist núna strax til að vera með börnunum og fjölskyldunni en eins og er þá er það ekki mögulegt.“
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06
Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Alltaf ljóst að afleiðingar af skjálftanum yrðu hörmulegar. 26. apríl 2015 17:45
Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12
Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41