Seðlabankaraunir Kári Jónasson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Það eru tvær hliðar að minnsta kosti á öllum málum. Það lærði maður í fréttamennskunni í gamla daga og þau sannindi standa enn, svo ekki sé meira sagt. Seðlabankinn hefur nú í þó nokkurn tíma klifað á því að ekki megi hækka laun verkalýðsins á Íslandi nema um einhver 2-3 prósent, eða kannski rúmlega það. Annars fari allt á hvolf hér á landi. Nú síðast birtist aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands með skelfingarsvip á forsíðu útbreiddasta dagblaðs landsins, og endurtók viðhorf bankans til launahækkana. Ég man ekki eftir því hér áður fyrr að Seðlabankinn beinlínis gæfi forskrift að væntanlegum kjarasamningum – hvorki í tíð Nordals né Davíðs – kannski misminnir mig. Þeir höfðu líka við annað að fást, Nordal viðóðaverðbólgu og Davíð við óðauppgang. En sleppum því. Forskrift Seðlabankans er að vísu vel tekið á sumum vígstöðvum – á því er enginn vafi, en hin hliðin á peningnum er að hér sé lífvænlegt, að við missum ekkisvo og svo marga vinnufæra á besta aldri til útlanda. Hefur það verið tekið með í reikninginn í línuritum bankans? Meginkrafa veralýðsfélaganna í þessari lotu er að lágmarkslaun verði um 300 þúsund krónur og að því marki verði náð á næstu 2-3 árum. Ég hef ekki séð að Seðlabankinn hafi gert neina sérstaka spá um slíkar stórhættulegar kröfur. Ógreinileg gröf bankans á dagblaðssíðugera að því er mér skilst ráð fyrir„kostnaðarþrýstingi“, „langtímaverðbólguvæntingum“ og ég veit ekki hvað og hvað, auk þess seminni í þessum spádómum eruþegar umsamdar launahækkanir til hópa í þjóðfélaginu sem teljast nokkuð vel settir og voru ekki að slást við að ná 300 þúsund króna markmiðinu. Eru það kannski þessir hópar sem eru að setja allt á hvolf? Það getur engan veginn staðist neinar hagvaxtarspár að allt fari á hvolf hér í hagkerfinu þótt lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu árum . Það er eitthvað annað sem þeirri hugsanlegu kollsteypu gæti valdið.Íslensk fyrirtæki eru aflögufærÁ sama tíma og Seðlabankinn endurtekur forskrift sína um launahækkanir, birtir hann skýrslu um fjármálastöðugleika, og við það tækifæri benti hin bráðskarpa kona Sigríður Benediktsdóttur einmitt á bága stöðu ungra fjölskyldna með lágar tekjur. Þarna er nefnilega málið í hnotskurn. Það þarf að aðstoða þetta fólk viðað komast af skuldaklafanum, en það verður ekki gert með því að hamra sífellt áforskriftinni um launahækkanir.Þetta fólk verður að fá sanngjarna hækkun launa og hver segir að 300 þúsund króna grunnlaun á mánuði séu há laun? Það er svo hlutverksamtaka vinnuveitenda og verkalýðsfélaga að sjá svo um að eðlilegar hækkanir til lágtekjufólks hlaupi ekki upp allan skalann. Svo vitnað sé aftur í skýrsluna um fjármálastöðugleika, þáverður ekki betur séð en aðstaða íslenskra fyrirtækja sé þannig um þessar mundir að þau séu vel aflögufær um að hækka lágmarkslaun í 300 þúsund á næstu árum. Sum þessara fyrirtækja hafa meira að segja hækkað launin um mun hærri prósentur en farið er fram á í almennu kjaraviðræðunum. Barameð einu símtali milli Akraness og Grandagarðs að morgni dags.Er hér vitnað í ánægjulega bónushækkun HB Granda við fiskvinnslufólkfyrir snöfurlega framgöngu Vilhjálmsverkalýðsleiðtoga á Skaganum. Að endingu er þeim tilmælum beint til hagfræðinga og töluspekinga Seðlabankans að leggja mat ááhrif hækkunar lægstu launa í 300 þúsund krónur ánæstu 2-3 árum.Það getur ekki verið að„kostnaðarþrýstingur“ af þeirri aðgerðverði sá að „kjölfesta langtímaverðbólguvæntinga bresti“ svogripið sé niður í og tekin úr samhengi orð úr greinaðalhagfræðingsins í þessu blaði fyrir helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru tvær hliðar að minnsta kosti á öllum málum. Það lærði maður í fréttamennskunni í gamla daga og þau sannindi standa enn, svo ekki sé meira sagt. Seðlabankinn hefur nú í þó nokkurn tíma klifað á því að ekki megi hækka laun verkalýðsins á Íslandi nema um einhver 2-3 prósent, eða kannski rúmlega það. Annars fari allt á hvolf hér á landi. Nú síðast birtist aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands með skelfingarsvip á forsíðu útbreiddasta dagblaðs landsins, og endurtók viðhorf bankans til launahækkana. Ég man ekki eftir því hér áður fyrr að Seðlabankinn beinlínis gæfi forskrift að væntanlegum kjarasamningum – hvorki í tíð Nordals né Davíðs – kannski misminnir mig. Þeir höfðu líka við annað að fást, Nordal viðóðaverðbólgu og Davíð við óðauppgang. En sleppum því. Forskrift Seðlabankans er að vísu vel tekið á sumum vígstöðvum – á því er enginn vafi, en hin hliðin á peningnum er að hér sé lífvænlegt, að við missum ekkisvo og svo marga vinnufæra á besta aldri til útlanda. Hefur það verið tekið með í reikninginn í línuritum bankans? Meginkrafa veralýðsfélaganna í þessari lotu er að lágmarkslaun verði um 300 þúsund krónur og að því marki verði náð á næstu 2-3 árum. Ég hef ekki séð að Seðlabankinn hafi gert neina sérstaka spá um slíkar stórhættulegar kröfur. Ógreinileg gröf bankans á dagblaðssíðugera að því er mér skilst ráð fyrir„kostnaðarþrýstingi“, „langtímaverðbólguvæntingum“ og ég veit ekki hvað og hvað, auk þess seminni í þessum spádómum eruþegar umsamdar launahækkanir til hópa í þjóðfélaginu sem teljast nokkuð vel settir og voru ekki að slást við að ná 300 þúsund króna markmiðinu. Eru það kannski þessir hópar sem eru að setja allt á hvolf? Það getur engan veginn staðist neinar hagvaxtarspár að allt fari á hvolf hér í hagkerfinu þótt lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu árum . Það er eitthvað annað sem þeirri hugsanlegu kollsteypu gæti valdið.Íslensk fyrirtæki eru aflögufærÁ sama tíma og Seðlabankinn endurtekur forskrift sína um launahækkanir, birtir hann skýrslu um fjármálastöðugleika, og við það tækifæri benti hin bráðskarpa kona Sigríður Benediktsdóttur einmitt á bága stöðu ungra fjölskyldna með lágar tekjur. Þarna er nefnilega málið í hnotskurn. Það þarf að aðstoða þetta fólk viðað komast af skuldaklafanum, en það verður ekki gert með því að hamra sífellt áforskriftinni um launahækkanir.Þetta fólk verður að fá sanngjarna hækkun launa og hver segir að 300 þúsund króna grunnlaun á mánuði séu há laun? Það er svo hlutverksamtaka vinnuveitenda og verkalýðsfélaga að sjá svo um að eðlilegar hækkanir til lágtekjufólks hlaupi ekki upp allan skalann. Svo vitnað sé aftur í skýrsluna um fjármálastöðugleika, þáverður ekki betur séð en aðstaða íslenskra fyrirtækja sé þannig um þessar mundir að þau séu vel aflögufær um að hækka lágmarkslaun í 300 þúsund á næstu árum. Sum þessara fyrirtækja hafa meira að segja hækkað launin um mun hærri prósentur en farið er fram á í almennu kjaraviðræðunum. Barameð einu símtali milli Akraness og Grandagarðs að morgni dags.Er hér vitnað í ánægjulega bónushækkun HB Granda við fiskvinnslufólkfyrir snöfurlega framgöngu Vilhjálmsverkalýðsleiðtoga á Skaganum. Að endingu er þeim tilmælum beint til hagfræðinga og töluspekinga Seðlabankans að leggja mat ááhrif hækkunar lægstu launa í 300 þúsund krónur ánæstu 2-3 árum.Það getur ekki verið að„kostnaðarþrýstingur“ af þeirri aðgerðverði sá að „kjölfesta langtímaverðbólguvæntinga bresti“ svogripið sé niður í og tekin úr samhengi orð úr greinaðalhagfræðingsins í þessu blaði fyrir helgi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun