Aðeins átján dagar á milli skjálftanna í Nepal Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. maí 2015 00:01 Íbúar í Katmandú héldu út á opin svæði milli húsa þegar skjálftinn reið yfir í gær. Vísir/EPA Nepal Jarðskjálftinn í Nepal í gær mældist 7,3 stig og reið yfir skammt frá hlíðum Everestfjallsins. Meira en þúsund manns urðu fyrir meiðslum og tugir manna létust. Mikil skelfing braust út og öngþveiti ríkti í borgum og bæjum landsins. Aðeins átján dagar eru frá því enn stærri skjálfti reið þar yfir og kostaði þúsundir manna lífið. Hundruð þúsunda heimila eyðilögðust í skjálftanum 25. apríl og í gær eyðilögðust fjölmörg hús til viðbótar. Skjálftinn í gær varð 150 kílómetrum austar en skjálftinn fyrir hálfum mánuði. Nokkru minni eftirskjálfti varð svo enn austar og óttast er að keðjuverkun geti leitt af sér fleiri stóra jarðskjálfta áfram austur eftir flekaskilunum næstu mánuðina og árin.Bjargar bókunum sínum Drengur þessi leitaði í rústum heimilis síns að skólabókunum.fréttablaðið/EPaBandaríska landfræðistofnunin USGS telur líklegt að hundruð manna hafi látist í skjálftanum í gær. Stofnunin styðst við tölur um íbúafjölda á hamfarasvæðunum og reiknar út líkur á mannfalli. Þegar skjálftinn mikli reið yfir 25. apríl spáði stofnunin því að hann myndi hafa kostað meira en tíu þúsund manns lífið. Í gær var tala látinna komin yfir átta þúsund. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur sérstakar áhyggjur af örlögum barna á hamfarasvæðunum, en þau verða jafnan berskjaldaðri en aðrir íbúar þegar hamfarir af þessu tagi ríða yfir. Að sögn UNICEF á Íslandi hafa góðar viðtökur verið við neyðarsöfnun fyrir börn í Nepal. Í gær höfðu 14,5 milljónir króna safnast. Söfnunin er enn í fullum gangi og UNICEF hefur aukið dag frá degi við aðgerðir sínar á skjálftasvæðinu. Stærstu skjálftar hér á landi hafa mælst um 7 stig, en stóru skjálftarnir undanfarna áratugi hafa allir verið um 6,5 stig. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Nepal Jarðskjálftinn í Nepal í gær mældist 7,3 stig og reið yfir skammt frá hlíðum Everestfjallsins. Meira en þúsund manns urðu fyrir meiðslum og tugir manna létust. Mikil skelfing braust út og öngþveiti ríkti í borgum og bæjum landsins. Aðeins átján dagar eru frá því enn stærri skjálfti reið þar yfir og kostaði þúsundir manna lífið. Hundruð þúsunda heimila eyðilögðust í skjálftanum 25. apríl og í gær eyðilögðust fjölmörg hús til viðbótar. Skjálftinn í gær varð 150 kílómetrum austar en skjálftinn fyrir hálfum mánuði. Nokkru minni eftirskjálfti varð svo enn austar og óttast er að keðjuverkun geti leitt af sér fleiri stóra jarðskjálfta áfram austur eftir flekaskilunum næstu mánuðina og árin.Bjargar bókunum sínum Drengur þessi leitaði í rústum heimilis síns að skólabókunum.fréttablaðið/EPaBandaríska landfræðistofnunin USGS telur líklegt að hundruð manna hafi látist í skjálftanum í gær. Stofnunin styðst við tölur um íbúafjölda á hamfarasvæðunum og reiknar út líkur á mannfalli. Þegar skjálftinn mikli reið yfir 25. apríl spáði stofnunin því að hann myndi hafa kostað meira en tíu þúsund manns lífið. Í gær var tala látinna komin yfir átta þúsund. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur sérstakar áhyggjur af örlögum barna á hamfarasvæðunum, en þau verða jafnan berskjaldaðri en aðrir íbúar þegar hamfarir af þessu tagi ríða yfir. Að sögn UNICEF á Íslandi hafa góðar viðtökur verið við neyðarsöfnun fyrir börn í Nepal. Í gær höfðu 14,5 milljónir króna safnast. Söfnunin er enn í fullum gangi og UNICEF hefur aukið dag frá degi við aðgerðir sínar á skjálftasvæðinu. Stærstu skjálftar hér á landi hafa mælst um 7 stig, en stóru skjálftarnir undanfarna áratugi hafa allir verið um 6,5 stig.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira