Að flækja sig í makríltrollinu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 27. maí 2015 07:00 Þegar þetta er skrifað hafa ríflega 39.000 manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina Þjóðareign. Með því skora þeir á forseta Íslands að „vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“. Tilefni undirskriftasöfnunarinnar er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um makrílkvóta, en það er nú á borði atvinnuveganefndar. Ljóst er að nefndarinnar bíður nokkuð erfitt hlutverk, því auk þeirra sem krefjast þess að frumvarpinu verði vísað til staðfestingar í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur útgerðin gagnrýnt að það gangi ekki nógu langt til að fastsetja nýtingu veiðiheimilda og gjaldið fyrir þær sé of hátt. Undirskriftasöfnuninni er beint að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og því ekki úr vegi að líta til orða hans sjálfs, hvað álíka safnanir varðar. Fyrst er kannski ekki úr vegi að minna á að þegar Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti höfðu 30.733 skrifað undir áskorun þess efnis. Ólafur Ragnar braut blað í sögu íslenskrar stjórnskipunar þegar hann neitaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um staðfestingu. Þá höfðu 31.752 skrifað undir áskorun til forsetans um slíkt og forsetinn rökstuddi ákvörðun sína með orðum sem síðar urðu fleyg, þegar hann vísaði til gjár milli þings og þjóðar: „Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.“ Og lausnin var einföld fyrir forsetanum þá: „Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Það er vandséð að Ólafur Ragnar líti á eign og yfirráð yfir náttúruauðlindum sem minna mikilvægt mál en hvernig reglum um fjölmiðla er háttað. Það er sagt með fullri virðingu fyrir fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, en því hættir oft til að gera fullmikið úr eigin mikilvægi. Og miðað við orð forsetans áður er langlíklegast að hann geri einmitt það; vísi makrílfrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að svo verði þarf Alþingi hins vegar fyrst að samþykkja frumvarpið. Þar er ekki á vísan að róa, deilur eru um frumvarpið í flestum ef ekki öllum flokkum. Sporin hljóta líka að hræða. Það er trauðla efst á óskalista sjávarútvegsráðherra að horfa á eftir frumvarpi sínu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa ríflega 39.000 manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina Þjóðareign. Með því skora þeir á forseta Íslands að „vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“. Tilefni undirskriftasöfnunarinnar er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um makrílkvóta, en það er nú á borði atvinnuveganefndar. Ljóst er að nefndarinnar bíður nokkuð erfitt hlutverk, því auk þeirra sem krefjast þess að frumvarpinu verði vísað til staðfestingar í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur útgerðin gagnrýnt að það gangi ekki nógu langt til að fastsetja nýtingu veiðiheimilda og gjaldið fyrir þær sé of hátt. Undirskriftasöfnuninni er beint að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og því ekki úr vegi að líta til orða hans sjálfs, hvað álíka safnanir varðar. Fyrst er kannski ekki úr vegi að minna á að þegar Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti höfðu 30.733 skrifað undir áskorun þess efnis. Ólafur Ragnar braut blað í sögu íslenskrar stjórnskipunar þegar hann neitaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um staðfestingu. Þá höfðu 31.752 skrifað undir áskorun til forsetans um slíkt og forsetinn rökstuddi ákvörðun sína með orðum sem síðar urðu fleyg, þegar hann vísaði til gjár milli þings og þjóðar: „Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.“ Og lausnin var einföld fyrir forsetanum þá: „Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Það er vandséð að Ólafur Ragnar líti á eign og yfirráð yfir náttúruauðlindum sem minna mikilvægt mál en hvernig reglum um fjölmiðla er háttað. Það er sagt með fullri virðingu fyrir fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, en því hættir oft til að gera fullmikið úr eigin mikilvægi. Og miðað við orð forsetans áður er langlíklegast að hann geri einmitt það; vísi makrílfrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að svo verði þarf Alþingi hins vegar fyrst að samþykkja frumvarpið. Þar er ekki á vísan að róa, deilur eru um frumvarpið í flestum ef ekki öllum flokkum. Sporin hljóta líka að hræða. Það er trauðla efst á óskalista sjávarútvegsráðherra að horfa á eftir frumvarpi sínu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun