Að flækja sig í makríltrollinu Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 27. maí 2015 07:00 Þegar þetta er skrifað hafa ríflega 39.000 manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina Þjóðareign. Með því skora þeir á forseta Íslands að „vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“. Tilefni undirskriftasöfnunarinnar er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um makrílkvóta, en það er nú á borði atvinnuveganefndar. Ljóst er að nefndarinnar bíður nokkuð erfitt hlutverk, því auk þeirra sem krefjast þess að frumvarpinu verði vísað til staðfestingar í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur útgerðin gagnrýnt að það gangi ekki nógu langt til að fastsetja nýtingu veiðiheimilda og gjaldið fyrir þær sé of hátt. Undirskriftasöfnuninni er beint að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og því ekki úr vegi að líta til orða hans sjálfs, hvað álíka safnanir varðar. Fyrst er kannski ekki úr vegi að minna á að þegar Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti höfðu 30.733 skrifað undir áskorun þess efnis. Ólafur Ragnar braut blað í sögu íslenskrar stjórnskipunar þegar hann neitaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um staðfestingu. Þá höfðu 31.752 skrifað undir áskorun til forsetans um slíkt og forsetinn rökstuddi ákvörðun sína með orðum sem síðar urðu fleyg, þegar hann vísaði til gjár milli þings og þjóðar: „Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.“ Og lausnin var einföld fyrir forsetanum þá: „Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Það er vandséð að Ólafur Ragnar líti á eign og yfirráð yfir náttúruauðlindum sem minna mikilvægt mál en hvernig reglum um fjölmiðla er háttað. Það er sagt með fullri virðingu fyrir fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, en því hættir oft til að gera fullmikið úr eigin mikilvægi. Og miðað við orð forsetans áður er langlíklegast að hann geri einmitt það; vísi makrílfrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að svo verði þarf Alþingi hins vegar fyrst að samþykkja frumvarpið. Þar er ekki á vísan að róa, deilur eru um frumvarpið í flestum ef ekki öllum flokkum. Sporin hljóta líka að hræða. Það er trauðla efst á óskalista sjávarútvegsráðherra að horfa á eftir frumvarpi sínu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa ríflega 39.000 manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina Þjóðareign. Með því skora þeir á forseta Íslands að „vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“. Tilefni undirskriftasöfnunarinnar er frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um makrílkvóta, en það er nú á borði atvinnuveganefndar. Ljóst er að nefndarinnar bíður nokkuð erfitt hlutverk, því auk þeirra sem krefjast þess að frumvarpinu verði vísað til staðfestingar í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur útgerðin gagnrýnt að það gangi ekki nógu langt til að fastsetja nýtingu veiðiheimilda og gjaldið fyrir þær sé of hátt. Undirskriftasöfnuninni er beint að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og því ekki úr vegi að líta til orða hans sjálfs, hvað álíka safnanir varðar. Fyrst er kannski ekki úr vegi að minna á að þegar Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti höfðu 30.733 skrifað undir áskorun þess efnis. Ólafur Ragnar braut blað í sögu íslenskrar stjórnskipunar þegar hann neitaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar um staðfestingu. Þá höfðu 31.752 skrifað undir áskorun til forsetans um slíkt og forsetinn rökstuddi ákvörðun sína með orðum sem síðar urðu fleyg, þegar hann vísaði til gjár milli þings og þjóðar: „Því miður hefur skort samhljóminn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mikilvægu máli. Fjölmiðlarnir eru sá hornsteinn í lýðræðisskipan og menningu okkar Íslendinga að ekki er farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þingvilja og þjóðarvilja. Slíka gjá þarf að brúa.“ Og lausnin var einföld fyrir forsetanum þá: „Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Það er vandséð að Ólafur Ragnar líti á eign og yfirráð yfir náttúruauðlindum sem minna mikilvægt mál en hvernig reglum um fjölmiðla er háttað. Það er sagt með fullri virðingu fyrir fjölmiðlum og fjölmiðlafólki, en því hættir oft til að gera fullmikið úr eigin mikilvægi. Og miðað við orð forsetans áður er langlíklegast að hann geri einmitt það; vísi makrílfrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að svo verði þarf Alþingi hins vegar fyrst að samþykkja frumvarpið. Þar er ekki á vísan að róa, deilur eru um frumvarpið í flestum ef ekki öllum flokkum. Sporin hljóta líka að hræða. Það er trauðla efst á óskalista sjávarútvegsráðherra að horfa á eftir frumvarpi sínu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun