Stækkum griðasvæði hvala Sóley Tómasdóttir skrifar 28. maí 2015 07:00 Langflestir ferðamenn koma hingað til lands til að skoða og upplifa íslenska náttúru. Flestir koma við í Reykjavík til lengri eða skemmri tíma, enda má hér njóta fjölbreyttra menningarviðburða, skoða söfn og byggingar, kaupa íslenska hönnun og borða á fyrsta flokks veitingastöðum. Þess utan er skammt í stórkostlega náttúru, fjöll og fjöru og sjóinn sjálfan. Reykjavík er eina höfuðborg heims sem býður upp á hvalaskoðunarferðir. Hvalaskoðunin hefur verið að vaxa og dafna í gömlu höfninni í Reykjavík. Hún er gríðarmikilvæg fyrir borgarlífið, höfnina og miðborgina, þar sem erlendir ferðamenn staldra lengur við en áður, þar er meira líf og fjölbreyttari viðskipti. Hvalaskoðun er ein vinsælasta afþreying erlendra ferðamanna hér á landi, aðeins Bláa lónið er stærra á landsvísu. Það er bagalegt að á sama stað og þessi blómlega þjónusta er starfrækt séu hvalveiðibátar á hrefnuveiðum og það yfir mesta ferðamannatímann. Rúmlega 500 hrefnur hafa verið veiddar á Faxaflóa frá því hvalveiðar hófust á ný við Íslandsstrendur, í umtalsverðri andstöðu við náttúru- og dýraverndunarsamtök. Hvalveiðar og hvalaskoðun fer illa saman. Forsvarsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja segir æ erfiðara að nálgast hrefnuna, hún sé styggari og minna af henni á svæðinu en áður. Hrefnuveiðimenn hafa tekið undir þetta, þótt þeir kenni öðru en veiðum um. Reykjavík hefur einsett sér að taka vel á móti ferðamönnum sem hingað koma. Við reynum að styrkja innviði og skapa grunn fyrir blómlega þjónustu, menningu og fjölbreytt mannlíf. Fulltrúar allra flokka hafa ítrekað lýst yfir eindregnum vilja til stækkunar griðasvæðis hvala á Faxaflóa, nú síðast með sameiginlegri ályktun sem samþykkt var í borgarstjórn í desember sl. þar sem skorað var á ríkisstjórnina að stækka griðasvæðið. Griðasvæði hafa sýnt sig vera áhrifaríka leið til að tryggja vöxt og viðgang ábyrgrar hvalaskoðunar og hafa veitt hvölum og höfrungum mikilvæga vernd um allan heim frá því það fyrsta var sett á laggirnar í Glacier-flóa í Alaska árið 1925. Fleiri slík svæði hafa reynst vel, s.s. Ligurian-svæðið í Miðjarðarhafinu sem stofnað var árið 1994. Nú þegar hvalveiðitímabilið er að hefjast, á sama tíma og ferðamönnum fjölgar ört, er brýnt að árétta þessa ályktun borgarstjórnar. Ég hvet atvinnuvegaráðherra til að stækka griðasvæðið og taka þannig tillit til hvalaskoðunarinnar sem og þeirra sáttmála sem Ísland á aðild að til að tryggja dýravernd og dýravelferð. Þar fara hagsmunir hvala og manna saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Langflestir ferðamenn koma hingað til lands til að skoða og upplifa íslenska náttúru. Flestir koma við í Reykjavík til lengri eða skemmri tíma, enda má hér njóta fjölbreyttra menningarviðburða, skoða söfn og byggingar, kaupa íslenska hönnun og borða á fyrsta flokks veitingastöðum. Þess utan er skammt í stórkostlega náttúru, fjöll og fjöru og sjóinn sjálfan. Reykjavík er eina höfuðborg heims sem býður upp á hvalaskoðunarferðir. Hvalaskoðunin hefur verið að vaxa og dafna í gömlu höfninni í Reykjavík. Hún er gríðarmikilvæg fyrir borgarlífið, höfnina og miðborgina, þar sem erlendir ferðamenn staldra lengur við en áður, þar er meira líf og fjölbreyttari viðskipti. Hvalaskoðun er ein vinsælasta afþreying erlendra ferðamanna hér á landi, aðeins Bláa lónið er stærra á landsvísu. Það er bagalegt að á sama stað og þessi blómlega þjónusta er starfrækt séu hvalveiðibátar á hrefnuveiðum og það yfir mesta ferðamannatímann. Rúmlega 500 hrefnur hafa verið veiddar á Faxaflóa frá því hvalveiðar hófust á ný við Íslandsstrendur, í umtalsverðri andstöðu við náttúru- og dýraverndunarsamtök. Hvalveiðar og hvalaskoðun fer illa saman. Forsvarsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja segir æ erfiðara að nálgast hrefnuna, hún sé styggari og minna af henni á svæðinu en áður. Hrefnuveiðimenn hafa tekið undir þetta, þótt þeir kenni öðru en veiðum um. Reykjavík hefur einsett sér að taka vel á móti ferðamönnum sem hingað koma. Við reynum að styrkja innviði og skapa grunn fyrir blómlega þjónustu, menningu og fjölbreytt mannlíf. Fulltrúar allra flokka hafa ítrekað lýst yfir eindregnum vilja til stækkunar griðasvæðis hvala á Faxaflóa, nú síðast með sameiginlegri ályktun sem samþykkt var í borgarstjórn í desember sl. þar sem skorað var á ríkisstjórnina að stækka griðasvæðið. Griðasvæði hafa sýnt sig vera áhrifaríka leið til að tryggja vöxt og viðgang ábyrgrar hvalaskoðunar og hafa veitt hvölum og höfrungum mikilvæga vernd um allan heim frá því það fyrsta var sett á laggirnar í Glacier-flóa í Alaska árið 1925. Fleiri slík svæði hafa reynst vel, s.s. Ligurian-svæðið í Miðjarðarhafinu sem stofnað var árið 1994. Nú þegar hvalveiðitímabilið er að hefjast, á sama tíma og ferðamönnum fjölgar ört, er brýnt að árétta þessa ályktun borgarstjórnar. Ég hvet atvinnuvegaráðherra til að stækka griðasvæðið og taka þannig tillit til hvalaskoðunarinnar sem og þeirra sáttmála sem Ísland á aðild að til að tryggja dýravernd og dýravelferð. Þar fara hagsmunir hvala og manna saman.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun