Þriðja aflið Ketill Berg Magnússon skrifar 9. júní 2015 07:00 Auk hins opinbera geira og viðskiptageirans samanstendur samfélag okkar af þriðja geiranum. Ólíkt hinu opinbera og fyrirtækjum felast í þriðja geiranum frjáls félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, reiða sig að miklu leyti á sjálfboðastörf og starfa ekki með hagnaðarvon að leiðarljósi. Slík félög sinna hjálparstarfi, umönnun, íþróttum, menningu, vísindum og öðrum mikilvægum verkefnum í samfélaginu.Framlag til farsældar Starf félagasamtaka og sjálfboðaliða er ekki tekið með í reikninginn þegar hagtölur hérlendis eru teknar saman. Hlutur þriðja geirans vegur þó þungt í hagtölum þjóða samkvæmt rannsókn Johns Hopkins háskólans, bæði sem hlutfall af vinnuafli þjóða og heildarþjóðarframleiðslu. Nýjar aðferðir sem nú eru að ryðja sér til rúms til að mæla hagsæld þjóða gefa vísbendingu um að þriðji geirinn eigi jafnvel enn meiri þátt í farsæld þjóða en áður var talið.Öflugri saman Frjáls félagasamtök sinna ólíkum verkefnum og starfa hvert með sínum hætti. Almannaheill – samtök þriðja geirans er vettvangur fyrir öll félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem vinna að heill ótiltekins fjölda fólks án hagnaðarvonar. Öflug regnhlífarsamtök þriðja geirans auka þekkingu og skilning stjórnvalda, fjölmiðla og almennings á hlut sjálfboðaliða með hugsjónir, fórnfýsi og ábyrgt skipulag að leiðarljósi í efnahagslegri og samfélagslegri velferð okkar. Því fleiri almannaheillasamtök sem fylkja sér undir merki Almannaheilla, þeim mun öflugri verður rödd þriðja geirans í samfélaginu – þar á meðal gagnvart stjórnvöldum og opinberum stofnunum.Fundur fólksins Samtökin Almannaheill eru einn af aðstandendum Fundar fólksins í Vatnsmýrinni 11. -13. júní nk. Þar munu Almannaheill meðal annars efna til málþings um mikilvægi frjálsra félagasamtaka í samfélaginu. Aðalfyrirlesarinn verður Sir Stephen Bubb, framkvæmdastjóri félags stjórnenda sjálfboðasamtaka í Bretlandi. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu þann 12. júní kl. 15-17 og er öllum opinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Auk hins opinbera geira og viðskiptageirans samanstendur samfélag okkar af þriðja geiranum. Ólíkt hinu opinbera og fyrirtækjum felast í þriðja geiranum frjáls félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, reiða sig að miklu leyti á sjálfboðastörf og starfa ekki með hagnaðarvon að leiðarljósi. Slík félög sinna hjálparstarfi, umönnun, íþróttum, menningu, vísindum og öðrum mikilvægum verkefnum í samfélaginu.Framlag til farsældar Starf félagasamtaka og sjálfboðaliða er ekki tekið með í reikninginn þegar hagtölur hérlendis eru teknar saman. Hlutur þriðja geirans vegur þó þungt í hagtölum þjóða samkvæmt rannsókn Johns Hopkins háskólans, bæði sem hlutfall af vinnuafli þjóða og heildarþjóðarframleiðslu. Nýjar aðferðir sem nú eru að ryðja sér til rúms til að mæla hagsæld þjóða gefa vísbendingu um að þriðji geirinn eigi jafnvel enn meiri þátt í farsæld þjóða en áður var talið.Öflugri saman Frjáls félagasamtök sinna ólíkum verkefnum og starfa hvert með sínum hætti. Almannaheill – samtök þriðja geirans er vettvangur fyrir öll félagasamtök og sjálfseignarstofnanir sem vinna að heill ótiltekins fjölda fólks án hagnaðarvonar. Öflug regnhlífarsamtök þriðja geirans auka þekkingu og skilning stjórnvalda, fjölmiðla og almennings á hlut sjálfboðaliða með hugsjónir, fórnfýsi og ábyrgt skipulag að leiðarljósi í efnahagslegri og samfélagslegri velferð okkar. Því fleiri almannaheillasamtök sem fylkja sér undir merki Almannaheilla, þeim mun öflugri verður rödd þriðja geirans í samfélaginu – þar á meðal gagnvart stjórnvöldum og opinberum stofnunum.Fundur fólksins Samtökin Almannaheill eru einn af aðstandendum Fundar fólksins í Vatnsmýrinni 11. -13. júní nk. Þar munu Almannaheill meðal annars efna til málþings um mikilvægi frjálsra félagasamtaka í samfélaginu. Aðalfyrirlesarinn verður Sir Stephen Bubb, framkvæmdastjóri félags stjórnenda sjálfboðasamtaka í Bretlandi. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu þann 12. júní kl. 15-17 og er öllum opinn.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar