Sjúkraflug er utan áhættumats Isavia Sveinn arnarsson skrifar 8. júlí 2015 07:00 Áhættumat Isavia tekur sjúkraflug ekki með í útreikninga áhættumats vegna lokunar flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Öll sérhæfð bráðaþjónusta fyrir alla landsmenn er á Landspítalanum við Hringbraut. vísir/pjetur Ekki er hugsað til sjúkraflutninga í áhættumati Isavia á hugsanlegri lokun 06/24 flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Hjartað í Vatnsmýrinni gagnrýnir að sá viðamikli þáttur sé ekki hafður með í áhættumatinu. „Hverfandi líkur eru taldar á að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist,“ segir í áhættumati Isavia vegna lokunar flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, sem sumir hafa viljað kalla neyðarbraut.Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa lengi viljað loka þeirri flugbraut til að liðka fyrir byggð í Vatnsmýri. Vegna þeirra hugmynda bað innanríkisráðuneytið Isavia, sem annast rekstur flugvalla á Íslandi, að gera áhættumat um lokun brautarinnar. Isavia kemst þannig að orði að lokunin yrði „þolanleg og að hverfandi líkur eru taldar á að mannslíf tapist verði flugbrautin aflögð“. Í annmörkum áhættumatsins segir að verkefnið hafi verið að meta breytingu á flugvallarkerfi Reykjavíkurflugvallar út frá flugöryggislegum þáttum. „Þetta áhættumat tekur ekki á áhrifum á flugvallakerfið í landinu, neyðarskipulagi Almannavarna, sjúkraflutningum, umhverfisþáttum né fjárhagslegum þáttum flugrekstrar,“ segir í skýrslunni. Leifur Hallgrímsson Forstjóri MýflugsNjáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og einn forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýri, telur þessa annmarka mjög áhrifamikla. „Það orkar tvímælis að sjúkraflug sé ekki tekið með í áhættumatsskýrsluna. Það getur verið að mannslíf tapist ekki við lokun flugbrautarinnar ef þú telur ekki sjúkraflugið með. Þetta snýr að almannahagsmunum. Öryggishagsmunir almennings eru mikilvægir en Isavia skoðar þá ekkert í þessari áhættumatsskýrslu,“ segir Njáll Trausti. Mýflug flaug 538 ferðir í sjúkraflugi í fyrra og var helmingur þeirra ferða í miklum forgangi, svokallað F1- eða F2-flug þar sem líf sjúklings er í húfi. „Ef menn ætla að loka og hafa engar mótvægisaðgerðir, þá mun einhvern tímann koma til þess að við lendum í vandræðum. Ég er ekkert að segja að einhver muni deyja en það verður ekki útilokað. Það eru miklar líkur á að manntjón hljótist af,“ segir Leifur Hallgrímsson, forstjóri Mýflugs. Fréttir af flugi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Ekki er hugsað til sjúkraflutninga í áhættumati Isavia á hugsanlegri lokun 06/24 flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Hjartað í Vatnsmýrinni gagnrýnir að sá viðamikli þáttur sé ekki hafður með í áhættumatinu. „Hverfandi líkur eru taldar á að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist,“ segir í áhættumati Isavia vegna lokunar flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, sem sumir hafa viljað kalla neyðarbraut.Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa lengi viljað loka þeirri flugbraut til að liðka fyrir byggð í Vatnsmýri. Vegna þeirra hugmynda bað innanríkisráðuneytið Isavia, sem annast rekstur flugvalla á Íslandi, að gera áhættumat um lokun brautarinnar. Isavia kemst þannig að orði að lokunin yrði „þolanleg og að hverfandi líkur eru taldar á að mannslíf tapist verði flugbrautin aflögð“. Í annmörkum áhættumatsins segir að verkefnið hafi verið að meta breytingu á flugvallarkerfi Reykjavíkurflugvallar út frá flugöryggislegum þáttum. „Þetta áhættumat tekur ekki á áhrifum á flugvallakerfið í landinu, neyðarskipulagi Almannavarna, sjúkraflutningum, umhverfisþáttum né fjárhagslegum þáttum flugrekstrar,“ segir í skýrslunni. Leifur Hallgrímsson Forstjóri MýflugsNjáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og einn forsvarsmanna Hjartans í Vatnsmýri, telur þessa annmarka mjög áhrifamikla. „Það orkar tvímælis að sjúkraflug sé ekki tekið með í áhættumatsskýrsluna. Það getur verið að mannslíf tapist ekki við lokun flugbrautarinnar ef þú telur ekki sjúkraflugið með. Þetta snýr að almannahagsmunum. Öryggishagsmunir almennings eru mikilvægir en Isavia skoðar þá ekkert í þessari áhættumatsskýrslu,“ segir Njáll Trausti. Mýflug flaug 538 ferðir í sjúkraflugi í fyrra og var helmingur þeirra ferða í miklum forgangi, svokallað F1- eða F2-flug þar sem líf sjúklings er í húfi. „Ef menn ætla að loka og hafa engar mótvægisaðgerðir, þá mun einhvern tímann koma til þess að við lendum í vandræðum. Ég er ekkert að segja að einhver muni deyja en það verður ekki útilokað. Það eru miklar líkur á að manntjón hljótist af,“ segir Leifur Hallgrímsson, forstjóri Mýflugs.
Fréttir af flugi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira