Nú skammast menn sín fyrir umsóknina að ESB Jón Bjarnason skrifar 16. júlí 2015 09:00 Gríska þjóðin er í spennitreyju Evrópusambandsaðildar. Mistökin hjá Grikkjum voru í upphafi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Önnur mistök voru að taka upp evru sem gjaldmiðil án þess að geta það í raun og fórna þar með efnahagslegu sjálfstæði sínu og réttinum til að bregðast við á eigin forsendum.Ógæfa Grikkja Grikkir eiga nú fárra kosta völ. Sitji maður fastur, sokkinn í fenið, dugar skammt að draga sjálfan sig upp á hárinu. Best er til framtíðar að ræsa burt og þurrka upp fenið og segja sig úr Evrópusambandinu. Í skjóli laga og reglna Evrópusambandsins var grísku þjóðinni komið í þá erfiðu stöðu sem þeir eru nú í. Það var ljóst fyrir nokkrum árum að stefndi í hreinan ófarnað hjá gríska ríkinu. Valdið til að grípa inn í var framselt til stofnana Evrópusambandsins sem alls ekki reynast færar um að takast á við slíka stöðu. Það eina sem Evrópusambandið getur boðið eru hertar sultarólar almennings, svipuhögg og hótanir en kapítalið og valdið vilja fá sitt.Gæfa Íslendinga Mér verður hugsað til okkar Íslendinga, hvernig við værum staddir ef við hefðum gerst aðilar að ESB og tekið upp evru. Það var í skjóli regluverks Evrópusambandsins sem allt fór úr böndum hér á landi og útrás banka og fjármálafyrirtækja hófst. Sem betur fór stóðum við utan Evrópusambandsins, með okkar eigin mynt og réttinum til að setja okkur lög. Þar skilur milli okkar og Grikkja. Værum við í ESB hefðum við ekki getað sett neyðarlögin, ekki sett á gjaldeyrishöft til að vernda eigin mynt og efnahag. Við gátum sett okkar eigin lög um endurgreiðslur kröfuhafanna til ríkisins, eins konar skaðabætur fyrir það tjón sem þeir ollu íslenskum efnahag, það tjón sem unnið var í skjóli reglna frá ESB sem við vorum skylduð til að innleiða.Framsalssinnar Vissulega settu Bretar á okkur hryðjuverkalög í skjóli ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Greiðsla Icesave og afhending bankanna til kröfuhafa áttu að liðka fyrir umsókninni að ESB árið 2009. Um mitt ár 2011 var hins vegar ljóst að umsóknin og samningar um inngöngu í ESB var strand vegna krafna ESB um að Ísland gæfi upp á bátinn eigin lög og stofnanaumgjörð í landbúnaði, dýraheilbrigðismálum og framseldu forsjá fiskimiðanna til ESB. ESB hafði verið blekkt til að taka við umboðslausri inngöngubeiðni sumarið 2009. Ég er stoltur af mínum hlut í að stöðva inngönguferlið í ESB á þeim tíma. Þegar kröfur ESB lágu á borðinu er þeim mun undarlegra að enn skyldi vera til hópur stjórnmálamanna, heilir flokkar á Alþingi sem vildu halda áfram umsókninni, vegferðinni inn í ESB.Ólíkindi Nú síðast í vor var forysta fjögurra stjórnmálaflokka á Alþingi enn blinduð í ESB-trúnni. Formenn Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata fluttu tillögu um framhald umsóknarinnar sem þeir þó vissu að var stopp vegna krafna frá ESB og fyrirvara frá Alþingi sem ekki var heimilt að víkja frá. Nú þegar við heyrum stöðu Grikkja og samskiptin við ESB er með hreinum ólíkindum að nokkrum heilvita íslenskum stjórnmálamanni skuli hafa dottið í hug að leggjast á hnén og biðja um inngöngu í ESB sumarið 2009. Tökum gilda þá afsökun þeirra að hafa ekki vitað hvað þeir voru að gera. Þá er nú kominn tími fyrir forystumenn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að biðjast fyrirgefningar á því voðaverki, þeirri yfirsjón sem Evrópusambandsumsóknin var.Biðjist afsökunar og styðjið Grikki! Í ljósi hörmulegrar stöðu Grikkja er enn ríkari ástæða til að allir stjórnmálaflokkar sameinist um þann skilning að umsókn Íslands um aðild að ESB sé afturkölluð og engin áform um að sótt verði um aðild að nýju. Það er ekkert til sem heitir „að kíkja í pakkann“ hjá ESB. Það fá nú Grikkir að reyna. Þeir stjórnmálamenn sem sóttu um inngöngu í ESB annaðhvort af fávisku eða barnslegri forvitni til „að kíkja Í pakkann“ ættu að hafa kjark til þess að biðja kjósendur sína og þjóðina fyrirgefningar, afturkalla tillöguna á Alþingi um framhald inngöngubeiðninnar og standa að þeirri kröfu að umsóknin frá 2009 sé ótvírætt afturkölluð. Það eru í raun bestu skilaboð sem íslenskir stjórnmálamenn og þjóðin öll geta sent grísku þjóðinni og hvatt hana þar með til að endurheimta sjálfstæði sitt og sjálfsforræði og segja sig úr ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Gríska þjóðin er í spennitreyju Evrópusambandsaðildar. Mistökin hjá Grikkjum voru í upphafi að gerast aðili að Evrópusambandinu. Önnur mistök voru að taka upp evru sem gjaldmiðil án þess að geta það í raun og fórna þar með efnahagslegu sjálfstæði sínu og réttinum til að bregðast við á eigin forsendum.Ógæfa Grikkja Grikkir eiga nú fárra kosta völ. Sitji maður fastur, sokkinn í fenið, dugar skammt að draga sjálfan sig upp á hárinu. Best er til framtíðar að ræsa burt og þurrka upp fenið og segja sig úr Evrópusambandinu. Í skjóli laga og reglna Evrópusambandsins var grísku þjóðinni komið í þá erfiðu stöðu sem þeir eru nú í. Það var ljóst fyrir nokkrum árum að stefndi í hreinan ófarnað hjá gríska ríkinu. Valdið til að grípa inn í var framselt til stofnana Evrópusambandsins sem alls ekki reynast færar um að takast á við slíka stöðu. Það eina sem Evrópusambandið getur boðið eru hertar sultarólar almennings, svipuhögg og hótanir en kapítalið og valdið vilja fá sitt.Gæfa Íslendinga Mér verður hugsað til okkar Íslendinga, hvernig við værum staddir ef við hefðum gerst aðilar að ESB og tekið upp evru. Það var í skjóli regluverks Evrópusambandsins sem allt fór úr böndum hér á landi og útrás banka og fjármálafyrirtækja hófst. Sem betur fór stóðum við utan Evrópusambandsins, með okkar eigin mynt og réttinum til að setja okkur lög. Þar skilur milli okkar og Grikkja. Værum við í ESB hefðum við ekki getað sett neyðarlögin, ekki sett á gjaldeyrishöft til að vernda eigin mynt og efnahag. Við gátum sett okkar eigin lög um endurgreiðslur kröfuhafanna til ríkisins, eins konar skaðabætur fyrir það tjón sem þeir ollu íslenskum efnahag, það tjón sem unnið var í skjóli reglna frá ESB sem við vorum skylduð til að innleiða.Framsalssinnar Vissulega settu Bretar á okkur hryðjuverkalög í skjóli ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Greiðsla Icesave og afhending bankanna til kröfuhafa áttu að liðka fyrir umsókninni að ESB árið 2009. Um mitt ár 2011 var hins vegar ljóst að umsóknin og samningar um inngöngu í ESB var strand vegna krafna ESB um að Ísland gæfi upp á bátinn eigin lög og stofnanaumgjörð í landbúnaði, dýraheilbrigðismálum og framseldu forsjá fiskimiðanna til ESB. ESB hafði verið blekkt til að taka við umboðslausri inngöngubeiðni sumarið 2009. Ég er stoltur af mínum hlut í að stöðva inngönguferlið í ESB á þeim tíma. Þegar kröfur ESB lágu á borðinu er þeim mun undarlegra að enn skyldi vera til hópur stjórnmálamanna, heilir flokkar á Alþingi sem vildu halda áfram umsókninni, vegferðinni inn í ESB.Ólíkindi Nú síðast í vor var forysta fjögurra stjórnmálaflokka á Alþingi enn blinduð í ESB-trúnni. Formenn Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata fluttu tillögu um framhald umsóknarinnar sem þeir þó vissu að var stopp vegna krafna frá ESB og fyrirvara frá Alþingi sem ekki var heimilt að víkja frá. Nú þegar við heyrum stöðu Grikkja og samskiptin við ESB er með hreinum ólíkindum að nokkrum heilvita íslenskum stjórnmálamanni skuli hafa dottið í hug að leggjast á hnén og biðja um inngöngu í ESB sumarið 2009. Tökum gilda þá afsökun þeirra að hafa ekki vitað hvað þeir voru að gera. Þá er nú kominn tími fyrir forystumenn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að biðjast fyrirgefningar á því voðaverki, þeirri yfirsjón sem Evrópusambandsumsóknin var.Biðjist afsökunar og styðjið Grikki! Í ljósi hörmulegrar stöðu Grikkja er enn ríkari ástæða til að allir stjórnmálaflokkar sameinist um þann skilning að umsókn Íslands um aðild að ESB sé afturkölluð og engin áform um að sótt verði um aðild að nýju. Það er ekkert til sem heitir „að kíkja í pakkann“ hjá ESB. Það fá nú Grikkir að reyna. Þeir stjórnmálamenn sem sóttu um inngöngu í ESB annaðhvort af fávisku eða barnslegri forvitni til „að kíkja Í pakkann“ ættu að hafa kjark til þess að biðja kjósendur sína og þjóðina fyrirgefningar, afturkalla tillöguna á Alþingi um framhald inngöngubeiðninnar og standa að þeirri kröfu að umsóknin frá 2009 sé ótvírætt afturkölluð. Það eru í raun bestu skilaboð sem íslenskir stjórnmálamenn og þjóðin öll geta sent grísku þjóðinni og hvatt hana þar með til að endurheimta sjálfstæði sitt og sjálfsforræði og segja sig úr ESB.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun