Merkel segir nýja samninginn síðasta séns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Angela Merkel tekur niðurstöðum gærdagsins eflaust fagnandi eftir strembna viku. vísir/epa Þýska þingið samþykkti í gær að hefja formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland. Fyrr í vikunni samþykktu leiðtogar ríkja evrusvæðisins drög að nýjum samningi fyrir Grikki. Tillagan var samþykkt á þýska þinginu með gífurlegum meirihluta. Alls voru 439 þingmenn með, 119 á móti og 40 sátu hjá. Fyrir atkvæðagreiðsluna varaði Þýskalandskanslari, Angela Merkel, þingmenn við glundroða ef þingið stæði ekki á bak við samninginn. Hún sagði samninginn erfiðan fyrir alla sem eiga hlut að máli en að hann væri síðasti séns til að leysa fjármálakreppu Grikklands. Fyrr í gærdag samþykkti austurríska þingið einnig að hefja formlegar viðræður. Samningurinn sem um ræðir gengur út á að veita Grikkjum rúmlega áttatíu milljarða evra lán gegn því að Grikkir skeri niður í ríkisrekstri og hækki skatta. Samningurinn hefur vakið miklar deilur. Hann gengur þvert á vilja þjóðarinnar sem hafnaði sambærilegum niðurskurðarkröfum í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi mánaðar. Þar að auki hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þvertekið fyrir þátttöku í nokkurs konar neyðaraðstoð nema hún feli í sér niðurfellingu á hluta skulda Grikklands. Angela Merkel, auk annarra þjóðhöfðingja ríkja evrusvæðisins, hefur hins vegar neitað öllum slíkum hugmyndum. Mikið hefur mætt á Merkel í vikunni. Á mánudaginn sagðist hún andvíg hjónaböndum samkynja para en þó fylgjandi staðfestri sambúð. Í fyrradag grætti hún svo palestínska flóttastúlku þegar hún sagðist ekki geta komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi. Stúlkan hafði áður glaðbeitt sagst vilja búa áfram í Þýskalandi með fjölskyldu sinni eins og undanfarin fjögur ár og vilja þar fara í háskóla en sagðist ekki getað verið viss um hvað framtíð hennar bæri í skauti sér þar sem áframhaldandi vist fjölskyldunnar í Þýskalandi fengist ekki tryggð. Grikkland Tengdar fréttir Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær að hefja formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland. Fyrr í vikunni samþykktu leiðtogar ríkja evrusvæðisins drög að nýjum samningi fyrir Grikki. Tillagan var samþykkt á þýska þinginu með gífurlegum meirihluta. Alls voru 439 þingmenn með, 119 á móti og 40 sátu hjá. Fyrir atkvæðagreiðsluna varaði Þýskalandskanslari, Angela Merkel, þingmenn við glundroða ef þingið stæði ekki á bak við samninginn. Hún sagði samninginn erfiðan fyrir alla sem eiga hlut að máli en að hann væri síðasti séns til að leysa fjármálakreppu Grikklands. Fyrr í gærdag samþykkti austurríska þingið einnig að hefja formlegar viðræður. Samningurinn sem um ræðir gengur út á að veita Grikkjum rúmlega áttatíu milljarða evra lán gegn því að Grikkir skeri niður í ríkisrekstri og hækki skatta. Samningurinn hefur vakið miklar deilur. Hann gengur þvert á vilja þjóðarinnar sem hafnaði sambærilegum niðurskurðarkröfum í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi mánaðar. Þar að auki hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þvertekið fyrir þátttöku í nokkurs konar neyðaraðstoð nema hún feli í sér niðurfellingu á hluta skulda Grikklands. Angela Merkel, auk annarra þjóðhöfðingja ríkja evrusvæðisins, hefur hins vegar neitað öllum slíkum hugmyndum. Mikið hefur mætt á Merkel í vikunni. Á mánudaginn sagðist hún andvíg hjónaböndum samkynja para en þó fylgjandi staðfestri sambúð. Í fyrradag grætti hún svo palestínska flóttastúlku þegar hún sagðist ekki geta komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi. Stúlkan hafði áður glaðbeitt sagst vilja búa áfram í Þýskalandi með fjölskyldu sinni eins og undanfarin fjögur ár og vilja þar fara í háskóla en sagðist ekki getað verið viss um hvað framtíð hennar bæri í skauti sér þar sem áframhaldandi vist fjölskyldunnar í Þýskalandi fengist ekki tryggð.
Grikkland Tengdar fréttir Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00