Obama með tilfinningaþrungna ræðu um byssueign Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2016 18:30 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti nýja áætlun sína um lög vegna byssukaupa á sjötta tímanum í dag. Áætlunin snýr að ítarlegri bakgrunnsskoðunum á kaupendum skotvopna, en Obama ætlar að fara fram hjá þinginu til að ná sínu fram. Obama hélt ræðu í Hvíta húsinu í dag, þar sem hann sagði að það væri vel mögulegt að draga úr skotárásum í Bandaríkjunum og í senn halda öðru ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Ákvæðið tryggir íbúum landsins rétt til að eiga skotvopn. „Þú ferð í gegnum bakgrunnsskoðun og kaupir vopn. Vandamálið er að sumir vopnasalar starfa eftir öðrum reglum.“ Í salnum þar sem Obama hélt ræðu sína voru meðal annars foreldrar barna sem létu lífið í skotárásinni í grunnskólanum í Sandy Hook árið 2012. „Þess vegna erum við hér, ekki til að tala um síðustu árás, heldur til að koma í veg fyrir þá næstu,“ sagði Obama. „Þrýstihópar byssueigenda halda kannski þinginu í gíslingu, en þeir geta ekki haldið Bandaríkjamönnum í gíslingu.“ Hér að neðan má sjá mánaðargamalt myndband Vox um byssuvandan í Bandaríkjunum. Áætlun Obama felur í sér að allir vopnasalar þurfi að framkvæma bakgrunnsskoðanir á kaupendum. Með því verður undanþága sölu á netinu og byssusýningum afnumin. Þá þurfi ríki að veita upplýsingar um fólk með geðvandamál og alvarlega dóma á bakinu. Þar að auki eigi alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, að ráða 230 manns sem eiga að framkvæmda bakgrunnsskoðanirnar. Auk þess vill forsetinn að þing Bandaríkjanna verji fé til að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar í landi og að ríkið rannsaki leiðir til að gera byssur öruggari. Mark Barden, faðir drengs sem lét lífið í skotárásinni í Sandy Hook talaði á undan Obama. Nokkur atriði sem AP fréttaveitan dró fram. Samantekt BBC. Ræða Obama í heild sinni. Bandaríkin Barack Obama Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti nýja áætlun sína um lög vegna byssukaupa á sjötta tímanum í dag. Áætlunin snýr að ítarlegri bakgrunnsskoðunum á kaupendum skotvopna, en Obama ætlar að fara fram hjá þinginu til að ná sínu fram. Obama hélt ræðu í Hvíta húsinu í dag, þar sem hann sagði að það væri vel mögulegt að draga úr skotárásum í Bandaríkjunum og í senn halda öðru ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Ákvæðið tryggir íbúum landsins rétt til að eiga skotvopn. „Þú ferð í gegnum bakgrunnsskoðun og kaupir vopn. Vandamálið er að sumir vopnasalar starfa eftir öðrum reglum.“ Í salnum þar sem Obama hélt ræðu sína voru meðal annars foreldrar barna sem létu lífið í skotárásinni í grunnskólanum í Sandy Hook árið 2012. „Þess vegna erum við hér, ekki til að tala um síðustu árás, heldur til að koma í veg fyrir þá næstu,“ sagði Obama. „Þrýstihópar byssueigenda halda kannski þinginu í gíslingu, en þeir geta ekki haldið Bandaríkjamönnum í gíslingu.“ Hér að neðan má sjá mánaðargamalt myndband Vox um byssuvandan í Bandaríkjunum. Áætlun Obama felur í sér að allir vopnasalar þurfi að framkvæma bakgrunnsskoðanir á kaupendum. Með því verður undanþága sölu á netinu og byssusýningum afnumin. Þá þurfi ríki að veita upplýsingar um fólk með geðvandamál og alvarlega dóma á bakinu. Þar að auki eigi alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, að ráða 230 manns sem eiga að framkvæmda bakgrunnsskoðanirnar. Auk þess vill forsetinn að þing Bandaríkjanna verji fé til að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar í landi og að ríkið rannsaki leiðir til að gera byssur öruggari. Mark Barden, faðir drengs sem lét lífið í skotárásinni í Sandy Hook talaði á undan Obama. Nokkur atriði sem AP fréttaveitan dró fram. Samantekt BBC. Ræða Obama í heild sinni.
Bandaríkin Barack Obama Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent