Körfubolti

Lungnabólga stoppaði Jordan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
DeAndre Jordan og Chris Paul.
DeAndre Jordan og Chris Paul. Vísir/Getty
Miðherjinn DeAndre Jordan var ekki með liði Los Angeles Clippers í nótt þegar fagnaði sínum tíunda sigri í röð með því að vinna 104-90 sigur á Miami Heat.

Það var sárar fyrir DeAndre Jordan að missa af þessum leik en fyrir flesta því hann var búinn að spila 360 leiki í röð  fyrir Los Angeles Clippers.

DeAndre Jordan missti síðast af leik 23. mars 2011. Jordan er búinn að vera veikur í fjóra daga og varð mun verri eftir sigurinn í framlengingu á móti New Orleans á sunnudaginn.

„Ég get sagt ykkur það að hann var að gera allt sem hann gat til þess að spila þennan leik," sagði Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers.

„Hann sendi mér hver smáskilaboðin á fætur öðru þar sem hann sagðist ætla að ná leiknum en á endanum sendi hann mér skilboð um að hann gæti ekki spilað," sagði Rivers.

DeAndre Jordan náði sinni níundi tvennu í röð í sigrinum á Pelíkönunum (12 stig og 11 fráköst) þrátt fyrir veikindin.

Enginn leikmaður í NBA-deildinni í dag var búinn að spila fleiri leiki í röð en DeAndre Jordan sem hefur tvisvar sinnum tekið flest fráköst í NBA-deildinni.

Tristan Thompson hjá Cleveland Cavaliers er núna sá sem hefur spilað flesta leiki í röð af núverandi leikmönnum NBA-deildarinnar eða 324.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×