Körfubolti

Martin með enn einn stórleikinn | Sigur hjá Degi Kár og Gunnari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin hefur spilað frábærlega í síðustu leikjum LIU Brooklyn.
Martin hefur spilað frábærlega í síðustu leikjum LIU Brooklyn. vísir/valli
Martin Hermannsson heldur áfram að gera það gott með LIU Brooklyn í bandaríska háskólaboltanum.

Martin var stigahæstur í liði Svartþrastanna sem töpuðu, 98-90, fyrir Sacred Heart á útivelli í dag.

Martin skoraði 25 stig fyrir LIU í leiknum , tók fjögur fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal boltanum einu sinni. Martin hitti úr sjö af 14 skotum sínum utan af velli og nýtti 10 af þeim 12 vítaskotum sem hann tók í leiknum.

LIU leiddi með þremur stigum í hálfleik, 44-47, en í seinni hálfleik reyndust liðsmenn Sacred Heart sterkari og þeir unnu að lokum átta stiga sigur, 98-90.

Það gekk betur hjá Degi Kár Jónssyni, Gunnari Ólafssyni og félögum þeirra í St. Francis sem unnu 14 stiga sigur, 85-71, á Fairleigh Dickinson á heimavelli.

Dagur skoraði 11 stig en hann hitti úr þremur af fjórum skotum sínum í leiknum. Gunnar skilaði þremur stigum og fjórum fráköstum.


Tengdar fréttir

Ótrúlegur leikur hjá Martin

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson fór á kostum með liði sínu, LIU, í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Martin valinn leikmaður vikunnar í NEC-deildinni

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson átti frábæra viku með körfuboltaliði LIU Brooklyn skólans og hann var í kvöld valinn leikmaður vikunnar í NEC-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×