Hvað er Zika? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 10:00 Veiran greindist fyrst árið 1947 í Zika frumskóginum í Úganda í Afríku. vísir/epa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Zika-veirunnar svokölluðu. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar til bærum yfirvöldum.En hvað er Zika? Veiran greindist fyrst árið 1947 í Zika frumskóginum í Úganda í Afríku og hefur síðan þá valdið nokkrum minniháttar faröldrum í Afríku og Asíu. Hún lét fyrst til sín taka af alvöru árið 2007 þegar um 75 prósent íbúa á eyjunni Yap í Mikrónesíu, sem er vestast í Kyrrahafi, sýktust. Veiran færði svo út kvíarnar og greindist á Páskaeyju í Suður-Ameríku í mars 2014. Í maí síðastliðnum staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst í norðausturhluta landsins og hefur hún síðan þá dreift sér víðar um heiminn, en þó aðallega í Mið- og Suður-Ameríku. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes.Hver eru einkennin? Vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki eru helstu einkenni sýkingarinnar. Þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma en einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð.Hvernig smitast veiran? Veiran smitast með biti moskítóflugunnar en jafnframt leikur grunur á að hún geti smitast við kynmök. Eitt slíkt dæmi hefur komið upp, en það var í Bandaríkjunum og hafði sá smitaði verið á ferðalagi þar sem faraldurinn geisar. Veiran fannst í sæði sjúklingsins.Er til lækning við sjúkdómnum? Engin lækning er til við sjúkdómnum en unnið er að því að þróa bóluefni. Hann er meðhöndlaður líkt og flensa, meðal annars með hita- og verkjastillandi lyfjum. Þá er mælt með að fólk drekki mikið af vatni til að koma í veg fyrir ofþornun. Ekkert bendir til þess að veiran valdi dauðsföllum. Hins vegar getur hún haft alvarleg áhrif á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Allir þeir sem búa á svæðum þar sem moskítóflugan lifir eiga á hættu að verða fyrir smiti.Hvernig er hægt að greina veiruna? Greiningin er fyrst og fremst gerð út frá einkennum og faraldsfræðilegum aðstæðum. Þá er það jafnframt gert með blóðprufu, en hún greinist einungis í blóði fyrstu þrjá til fimm dagana.Veiran er sögð nokkuð hættulítil, en barnshafandi konum hefur þó verið ráðið frá því að ferðast til Suður-Ameríku. Zíka Tengdar fréttir Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Zika vírusinn fannst í Texas Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. 3. febrúar 2016 07:03 Óttast fjölgun ólöglegra fóstureyðinga vegna Zika Yfirvöld í Suður-Ameríku hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. 30. janúar 2016 13:38 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Zika-veirunnar svokölluðu. Hún dreifir sér hratt og víða og óttast er að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af henni. Biðin eftir bóluefni kann að verða nokkur enda tekur það tíma að fá slík efni samþykkt frá þar til bærum yfirvöldum.En hvað er Zika? Veiran greindist fyrst árið 1947 í Zika frumskóginum í Úganda í Afríku og hefur síðan þá valdið nokkrum minniháttar faröldrum í Afríku og Asíu. Hún lét fyrst til sín taka af alvöru árið 2007 þegar um 75 prósent íbúa á eyjunni Yap í Mikrónesíu, sem er vestast í Kyrrahafi, sýktust. Veiran færði svo út kvíarnar og greindist á Páskaeyju í Suður-Ameríku í mars 2014. Í maí síðastliðnum staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst í norðausturhluta landsins og hefur hún síðan þá dreift sér víðar um heiminn, en þó aðallega í Mið- og Suður-Ameríku. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes.Hver eru einkennin? Vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki eru helstu einkenni sýkingarinnar. Þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma en einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð.Hvernig smitast veiran? Veiran smitast með biti moskítóflugunnar en jafnframt leikur grunur á að hún geti smitast við kynmök. Eitt slíkt dæmi hefur komið upp, en það var í Bandaríkjunum og hafði sá smitaði verið á ferðalagi þar sem faraldurinn geisar. Veiran fannst í sæði sjúklingsins.Er til lækning við sjúkdómnum? Engin lækning er til við sjúkdómnum en unnið er að því að þróa bóluefni. Hann er meðhöndlaður líkt og flensa, meðal annars með hita- og verkjastillandi lyfjum. Þá er mælt með að fólk drekki mikið af vatni til að koma í veg fyrir ofþornun. Ekkert bendir til þess að veiran valdi dauðsföllum. Hins vegar getur hún haft alvarleg áhrif á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Allir þeir sem búa á svæðum þar sem moskítóflugan lifir eiga á hættu að verða fyrir smiti.Hvernig er hægt að greina veiruna? Greiningin er fyrst og fremst gerð út frá einkennum og faraldsfræðilegum aðstæðum. Þá er það jafnframt gert með blóðprufu, en hún greinist einungis í blóði fyrstu þrjá til fimm dagana.Veiran er sögð nokkuð hættulítil, en barnshafandi konum hefur þó verið ráðið frá því að ferðast til Suður-Ameríku.
Zíka Tengdar fréttir Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Zika vírusinn fannst í Texas Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. 3. febrúar 2016 07:03 Óttast fjölgun ólöglegra fóstureyðinga vegna Zika Yfirvöld í Suður-Ameríku hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. 30. janúar 2016 13:38 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09
Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Kanadískur vísindamaður segir það vel mögulegt að framleiða bóluefni við Zika-veirunni mun fyrr en áður var talið. 29. janúar 2016 16:27
Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25
Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52
Zika vírusinn fannst í Texas Zika vírusinn, sem breiðist nú hratt út um Suður Ameríku hefur nú fundist í manneskju í Texas í Bandaríkjunum. Hingað til hafa flestöll tilfelli sjúkdómsins borist í menn í gegnum bit moskítóflugunnar en í tilfellinu í Texas virðist vírusinn hafa smitast í gegnum kynmök, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. 3. febrúar 2016 07:03
Óttast fjölgun ólöglegra fóstureyðinga vegna Zika Yfirvöld í Suður-Ameríku hvött til að endurskoða reglur um getnaðarvarnir og fóstureyðingar. 30. janúar 2016 13:38