Milos: Því fylgir ábyrgð að fá mann eins og Gary Martin Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2016 21:23 Milos Milojevic, þjálfari Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, var brosið eitt á blaðamannafundi Fossvogsfélagsins í kvöld þar sem Gary Martin var kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Enski framherjinn kom til Víkings frá KR eftir þrjú og hálft ár í Vesturbænum og Milos viðrkenndi fúslega að hann væri í skýjunum. „Það er engin spurning og ég er ekkert að fela það,“ sagði Milos við Vísis í kvöld, en hvað ætlar hann stjörnuframherjanum að gera fyrir liðið?Sjá einnig:Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér „Fyrst og fremst sé ég Gary sem mjög góðan leikmann. Ég hef þekkt hann mjög lengi, eða síðan hann var að spila með góðvini mínum, Igor Pesic, hjá ÍA.“ „Ég veit allt um Gary og finnst hann frábær karakter. Hann er líka öðruvísi en karakter en leikmennirnir sem eru fyrir í liðinu. Hann kemur okkur á næsta stig og gefur okkur þá greddu sem vantar,“ sagði Milos.Gary Martin er kominn í svart og rautt úr svörtu og hvítu.vísir/ernirGott að fá Robba og Gary Víkingur fékk fyrr í vetur Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, og nú Gary Martin sem hefur verið einn besti framherji deildarinnar. Eru þetta skilaboð um hvað Víkingar ætla sér í sumar? „Við erum ekkert að fela neitt. Að fá þessa tvo fylgir mikil ábyrgð og ég er mjög ánægður með það. Ég vil mikla ábyrgð og mikla pressu. Það fylgir þessu starfi,“ sagði Milos. „Ég vil reyna að berjast um alla leikmenn sem eru bestir á Íslandi. Það er gott að fá Robba og Gary. Þetta eru menn sem eru vanir að spila um titla með stórum liðum og við ætlum okkur að koma Víkingi aftur á þá braut sem félagið var á fyrir rúmum 20 árum.“ Gary Martin hefur ekki alltaf verið barnanna bestur og er duglegur að tala opinskátt um hlutina ef hann er ósáttur. Hann getur stundum verið svolítið erfiður. „Leikmenn sem eru með egó geta verið erfiðir en það er spurning hvernig þjálfari ræður við það. Ég er ekki að fara í stríð við Gary heldur erum við að fara saman í skemmtilegt verkefni,“ sagði Milos, en ætla Víkingar að bæta við sig fleiri leikmönnum? „Við erum að skoða í kringum okkur. Fyrst er ég hrifinn af því að fá leikmenn sem ég þekki vel sem persónur og fótboltamenn. Þess vegna vanda ég mig og því erum við ekkert að kaupa í einhverju stressi.“ „Okkur vantar kannski í eina stöðu í viðbót og við erum að skoða í kringum okkur bæði hér og erlendis,“ sagði Milos Milojevic. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34 Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér Framherjinn segist ekki hafa verið alveg metinn að verðleikum hjá KR. 15. febrúar 2016 20:50 Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58 Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30 Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings í Pepsi-deild karla í fótbolta, var brosið eitt á blaðamannafundi Fossvogsfélagsins í kvöld þar sem Gary Martin var kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Enski framherjinn kom til Víkings frá KR eftir þrjú og hálft ár í Vesturbænum og Milos viðrkenndi fúslega að hann væri í skýjunum. „Það er engin spurning og ég er ekkert að fela það,“ sagði Milos við Vísis í kvöld, en hvað ætlar hann stjörnuframherjanum að gera fyrir liðið?Sjá einnig:Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér „Fyrst og fremst sé ég Gary sem mjög góðan leikmann. Ég hef þekkt hann mjög lengi, eða síðan hann var að spila með góðvini mínum, Igor Pesic, hjá ÍA.“ „Ég veit allt um Gary og finnst hann frábær karakter. Hann er líka öðruvísi en karakter en leikmennirnir sem eru fyrir í liðinu. Hann kemur okkur á næsta stig og gefur okkur þá greddu sem vantar,“ sagði Milos.Gary Martin er kominn í svart og rautt úr svörtu og hvítu.vísir/ernirGott að fá Robba og Gary Víkingur fékk fyrr í vetur Róbert Örn Óskarsson, markvörð Íslandsmeistara FH, og nú Gary Martin sem hefur verið einn besti framherji deildarinnar. Eru þetta skilaboð um hvað Víkingar ætla sér í sumar? „Við erum ekkert að fela neitt. Að fá þessa tvo fylgir mikil ábyrgð og ég er mjög ánægður með það. Ég vil mikla ábyrgð og mikla pressu. Það fylgir þessu starfi,“ sagði Milos. „Ég vil reyna að berjast um alla leikmenn sem eru bestir á Íslandi. Það er gott að fá Robba og Gary. Þetta eru menn sem eru vanir að spila um titla með stórum liðum og við ætlum okkur að koma Víkingi aftur á þá braut sem félagið var á fyrir rúmum 20 árum.“ Gary Martin hefur ekki alltaf verið barnanna bestur og er duglegur að tala opinskátt um hlutina ef hann er ósáttur. Hann getur stundum verið svolítið erfiður. „Leikmenn sem eru með egó geta verið erfiðir en það er spurning hvernig þjálfari ræður við það. Ég er ekki að fara í stríð við Gary heldur erum við að fara saman í skemmtilegt verkefni,“ sagði Milos, en ætla Víkingar að bæta við sig fleiri leikmönnum? „Við erum að skoða í kringum okkur. Fyrst er ég hrifinn af því að fá leikmenn sem ég þekki vel sem persónur og fótboltamenn. Þess vegna vanda ég mig og því erum við ekkert að kaupa í einhverju stressi.“ „Okkur vantar kannski í eina stöðu í viðbót og við erum að skoða í kringum okkur bæði hér og erlendis,“ sagði Milos Milojevic. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34 Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér Framherjinn segist ekki hafa verið alveg metinn að verðleikum hjá KR. 15. febrúar 2016 20:50 Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58 Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30 Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Gary Martin gerði þriggja ára samning við Víking Enski framherjinn spilar með Fossvogsliðinu í Pepsi-deildinni næstu þrjú árin. 15. febrúar 2016 20:34
Gary Martin: Get ekki lýst áhuganum sem Víkingur sýndi mér Framherjinn segist ekki hafa verið alveg metinn að verðleikum hjá KR. 15. febrúar 2016 20:50
Nokkur tilboð komin í Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og reiknað með því að Gary Martin fari með. 15. febrúar 2016 10:58
Gary Martin samdi við Víking Enski framherjinn færir sig úr Vesturbænum í Fossvoginn og spilar með Víkingum í Pepsi-deildinni næsta sumar. 15. febrúar 2016 18:30
Bjarni vill ekki tjá sig um stöðu Gary Martin KR fer í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og óvíst hvort að Gary Martin verði með í för. 15. febrúar 2016 14:22