Fjöldi flugvéla nýtir meðvindinn yfir landinu til að komast til Norður-Ameríku Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2016 18:08 Mynd sem tekin var í Grafarvogi á fimmta tímanum af flugumferðinni yfir höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Kristófer Helgason Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af því fallega veðri sem hefur verið í dag. Heiðskírt og logn, sem sagt afbragðs veður til útivistar. Því fylgir að margir hafa horft til himins og séð þar rákir eftir flugvélar sem eru á leið yfir landið. Hefur ýmsum þótt þær vera ansi margar yfir höfuðborgarsvæðinu en Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, fyrirtækisins sem stýrir flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu, segir þetta stafa af hagstæðum vindaskilyrðum yfir suðvesturhorni landsins. „Flugvélarnar eru þarna í meðvindi og eru á leið frá Evrópu til Norður-Ameríku. Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland,“ segir Guðni en allt að 8-9 farþegaþotur voru yfir suðvesturhorni landsins fyrir skemmstu. Guðni segir margar þeirra vera frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines. Íslenska flugstjórnarsvæðið er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heimi. Árið 2015 flugu 145.891 flugvél, sem er 11,5% fleiri en árið áður, rúma 209 milljónir kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Vegalengdin er 1,4 AU, en 1 Au, stjarnfræðieining, er fjarlægðin frá jörðinni til sólar. Um 64% umferðarinnar var á vesturleið og 36% á austurleið sem stafar af ríkjandi vindáttum á svæðinu. Mikill hluti þessarar umferðar er á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en um íslenska svæðið fer um 25% þeirrar flugumferðar. Algengasta leiðin innan flugstjórnarsvæðisins var sem fyrr frá London til Los Angeles en 2.581 ferðir voru farnar þá leið á árinu. 2.232 ferðir voru farnar frá London til Keflavíkur og 2.186 frá Keflavík til London. Þau sjö flugfélög sem flugu oftast um íslenska svæðið í fyrra eru Icelandair, United Airlines, Delta, Emirates, Lufthansa, British Airways og SAS.Sjá nánar á vef Isavia. Fréttir af flugi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af því fallega veðri sem hefur verið í dag. Heiðskírt og logn, sem sagt afbragðs veður til útivistar. Því fylgir að margir hafa horft til himins og séð þar rákir eftir flugvélar sem eru á leið yfir landið. Hefur ýmsum þótt þær vera ansi margar yfir höfuðborgarsvæðinu en Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, fyrirtækisins sem stýrir flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu, segir þetta stafa af hagstæðum vindaskilyrðum yfir suðvesturhorni landsins. „Flugvélarnar eru þarna í meðvindi og eru á leið frá Evrópu til Norður-Ameríku. Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland,“ segir Guðni en allt að 8-9 farþegaþotur voru yfir suðvesturhorni landsins fyrir skemmstu. Guðni segir margar þeirra vera frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines. Íslenska flugstjórnarsvæðið er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heimi. Árið 2015 flugu 145.891 flugvél, sem er 11,5% fleiri en árið áður, rúma 209 milljónir kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Vegalengdin er 1,4 AU, en 1 Au, stjarnfræðieining, er fjarlægðin frá jörðinni til sólar. Um 64% umferðarinnar var á vesturleið og 36% á austurleið sem stafar af ríkjandi vindáttum á svæðinu. Mikill hluti þessarar umferðar er á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en um íslenska svæðið fer um 25% þeirrar flugumferðar. Algengasta leiðin innan flugstjórnarsvæðisins var sem fyrr frá London til Los Angeles en 2.581 ferðir voru farnar þá leið á árinu. 2.232 ferðir voru farnar frá London til Keflavíkur og 2.186 frá Keflavík til London. Þau sjö flugfélög sem flugu oftast um íslenska svæðið í fyrra eru Icelandair, United Airlines, Delta, Emirates, Lufthansa, British Airways og SAS.Sjá nánar á vef Isavia.
Fréttir af flugi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira