Erlent

Segir rógsfrétt vera frá Trump

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ted Cruz, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum
Ted Cruz, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum
Bandaríska tímaritið The National Enquirer birti í gær umfjöllun þar sem öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz, sem sækist eftir útnefningu repúblikana til forsetaframboðs, er sakaður um að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni Heidi með fimm öðrum konum. Tímaritið hefur áður fjallað með sambærilegum hætti um golfarann Tiger Woods og stjórnmálamanninn Johns Edwards.

Cruz neitar ásökununum. „Umfjöllun National Enquirer er rusl. Þetta eru algjörar lygar. Þetta er lygaherferð gegn mér, runnin undan rifjum Donalds Trump og skósveina hans,“ sagði Cruz á blaðamannafundi í gær og kallaði Trump rottu. Tvær kvennanna sem tímaritið telur að Cruz hafi haldið við hafa einnig víðsað umfjölluninni á bug. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×