Körfubolti

Foreldrarnir gáfust upp og fóru en sjá mikið eftir því núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Admon Gilder.
Admon Gilder. Vísir/Getty
Admon Gilder er á fyrsta ári í Texas A&M háskólanum og strákurinn skoraði risastóra körfu í ótrúlegri endurkomu skólaliðsins í leik á móti Northern Iowa í NCAA-úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltanum.

Northern Iowa var 12 stigum yfir þegar aðeins 33 sekúndur voru eftir en liði Texas A&M tókst að koma sér í framlengingu og tryggði sér síðan sigur í framlengingu númer tvö.

Umræddur Admon Gilder kórónaði endurkomuna með því að sela boltanum og jafna metin rétt áður en leiktíminn rann út. Málið var að foreldrar hans voru í stúkunni en þau voru fyrir löngu búnir að gefast upp og voru farin úr salnum þegar endurkoman ógurlega hófst.

Admon Gilder sagði frá seinheppni foreldranna í viðtali við Dallas Morning News:  „Þau fóru þegar það var rétt um mínúta eftir af leiknum. Svo heyrðu þau að ég hefði jafnað metin og þau horfðu á framlenginguna í bílnum á leiðinni heim til Dallas," sagði Admon Gilder.

„Þau báðu mig afsökunar á því að hafa misst af þessu en sögðu að þau elskuðu mig jafnmikið samt sem áður," bærri Admon Gilder við en foreldrarnir voru að drífa sig heim því þau áttu bæði að mæta í vinnu daginn eftir. Mamma hans vinnur á tannlæknastofu en pabbinn í flugskóla.

Admon Gilder sagði síðan að foreldrar hans hefði lofað honum að fara ekki á næsta leik fyrr en að klukkan er runnin út.

Það er hægt að sjá myndband með þessum ótrúlega endakafla leiksins hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×