Körfubolti

70 sigrar meistaranna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Curry í leiknum í nótt.
Curry í leiknum í nótt. vísir/getty
Golden State vann í nótt sinn 70. sigur á tímabilinu í NBA-deildinni með því að leggja San Antonio að velli, 112-101, í uppgjöri tveggja langbestu liða vesturdeildarinnar.

Golden State er því aðeins tveimur sigrum frá því að jafna met Chicago Bulls frá 1996 en þrír leikir eru eftir af tímabilinu. Þessi tvö lið eru nú þau einu í sögunni sem eiga minnst 70 sigra á einu tímabili.

Steph Curry skoraði 27 stig fyrir NBA-meistarana sem með sigrinum í nótt tryggðu sér heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Harrison Barnes bætti við 21 stigi og Draymond Green átján. Kawhi Leonard skoraði 23 stig fyrir San Antonio.

Houston kom sér í enn frekari vandræði með því að tapa á heimavelli fyrir Phoenix, 124-115. Þetta var annar sigur liðsins í röð sem er í níunda sæti vesturdeildarinnar, einum sigri á eftir Utah sem á þar að auki einn leik til góða.

James Harden skoraði 30 stig fyrir Houston en í fyrra fór liðið alla leið í úrslit vesturdeildarinnar.

Úrslit næturinnar:

Atlanta - Toronto 95-87

Miami - Chicago 106-98

Houston - Phoenix 115-124

Sacramento - Minnesota 97-105

Golden State - San Antonio 112-101

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×