Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2016 11:03 David Cameron Vísir/EPA Móðir Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, gaf honum 200 þúsund pund að gjöf, um 34 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir að faðir hans dó. Cameron hefur opinberað skattframtöl sín frá árunum 2009 til 2015 til að sýna fram á að hann sveik ekki undan skatti eftir að hafa verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa átt hlut í aflandsfélagi föður síns heitins, Ian Cameron. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að móðir hans lagði tvívegis inn á hann 100 þúsund pund ári eftir að hann erfði 300 þúsund pund frá föður sínum árið 2010. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, segir mörgum spurningum ósvarað eftir að Cameron opinberaði bókhald sitt. Segir Corbyn að mögulega sé tilefni til að skoða reglur um erfðaskatt í því samhengi en Corbyn hefur sjálfur gefið það út að hann ætli að opinbera skattframtöl sín fljótlega. David Cameron segist hafa opinberað skattframtöl sín til að sýna og sanna að hann hafi ekkert að fela. Lekinn á Panama-gögnunum leiddi í ljós að faðir hans átti aflandsfélagið Blairmore Holdings í skattaskjóli en það var lögmannsstofan alræmda, Mossack Fonseca, sem kom því á laggirnar fyrir hann. David Cameron viðurkenndi síðar að hafa átt hlut í félaginu ásamt eiginkonu sinni, Söru Cameron, sem þau síðar seldu með hagnaði. Við skoðun á skattframtölum Camerons kemur í ljós að hann og eiginkona hans högnuðust um 19 þúsund pund vegna sölunnar en af því gaf Cameron upp til skatts 9.500 pund. Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Móðir Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, gaf honum 200 þúsund pund að gjöf, um 34 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir að faðir hans dó. Cameron hefur opinberað skattframtöl sín frá árunum 2009 til 2015 til að sýna fram á að hann sveik ekki undan skatti eftir að hafa verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa átt hlut í aflandsfélagi föður síns heitins, Ian Cameron. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að móðir hans lagði tvívegis inn á hann 100 þúsund pund ári eftir að hann erfði 300 þúsund pund frá föður sínum árið 2010. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, segir mörgum spurningum ósvarað eftir að Cameron opinberaði bókhald sitt. Segir Corbyn að mögulega sé tilefni til að skoða reglur um erfðaskatt í því samhengi en Corbyn hefur sjálfur gefið það út að hann ætli að opinbera skattframtöl sín fljótlega. David Cameron segist hafa opinberað skattframtöl sín til að sýna og sanna að hann hafi ekkert að fela. Lekinn á Panama-gögnunum leiddi í ljós að faðir hans átti aflandsfélagið Blairmore Holdings í skattaskjóli en það var lögmannsstofan alræmda, Mossack Fonseca, sem kom því á laggirnar fyrir hann. David Cameron viðurkenndi síðar að hafa átt hlut í félaginu ásamt eiginkonu sinni, Söru Cameron, sem þau síðar seldu með hagnaði. Við skoðun á skattframtölum Camerons kemur í ljós að hann og eiginkona hans högnuðust um 19 þúsund pund vegna sölunnar en af því gaf Cameron upp til skatts 9.500 pund.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24
David Cameron opnar bókhaldið Birtir upplýsingar um fjármál sín aftur til ársins 2009. 9. apríl 2016 23:49
Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15