Er betra að veifa röngu tré en öngu? Erna Bjarnadóttir skrifar 28. apríl 2016 07:00 Þann 20. apríl sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna, og Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðing um mögulega lækkun verðs á tilteknum matvælum við afnám tolla. Efni greinarinnar er slíkt að gera verður alvarlegar athugasemdir við það. Greinarhöfundar leggja upp með að bera saman verð á nokkrum vörutegundum út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 við það sem myndi gerast væri innflutningur þeirra tollfrjáls. Svo vill til að úr innflutningsskýrslum Hagstofu Íslands má lesa innkaupsverð á sambærilegum vörum komnum á hafnarbakka í Reykjavík auk þess sem íslenska tollskráin er aðgengileg á vef tollstjóra. Þar má með einföldum hætti sjá hver raunverulegur tollur er og bera saman við niðurstöður þeirra félaga.Útreikningar sem standast ekki skoðun Notast er við tolla á vörur sem koma frá ESB en almennt er þar 18% verðtollur en mismunandi magntollur. Fyrir nautalund er reiknað með tolli samkvæmt opnum tollkvóta. Innkaupsverð er meðal cif-verð á kg fyrstu tvo mánuði ársins samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Meðfylgjandi tafla sýnir þennan samanburð fyrir þær vörur sem Jóhannes og Guðjón birta í sinni grein og hægt er að finna nokkuð nákvæmlega sambærilegar vörur í innflutningi. Því miður var ekki hægt að aðgreina beikon frá öðrum vörum né heldur eru fluttar inn svínakótelettur þessa fyrstu tvo mánuði. Sama vandamál á við ost. Þá er innflutningur á hráum eggjum ekki leyfður vegna heilbrigðiskrafna.Niðurstaðan er í stuttu máli sú að greinarhöfundar halda því fram að verð á þessum vörum myndi lækka meira og í sumum tilfellum mun meira en nemur tollum á þessar vörur í dag. Undantekning er heill kjúklingur. En þess ber að geta varðandi verð á innfluttum vörum að í öllum tilfellum er um frystar afurðir að ræða en í grein þeirra Jóhannesar og Guðjóns er verð á íslenskum vörum greinilega miðað við ferskar afurðir. Allir vita að ferskur kjúklingur er dýrari en frystur, bæði heill og bringur. Þá er ekkert tekið fram um vatnsinnihald.Rangar fullyrðingar um lækkun matarverðs Það er mat OECD að enginn markaðsstuðningur sé við kindakjötsframleiðslu á Íslandi, með öðrum orðum engin virk tollvernd. Fullyrðingar um að ná megi fram verulegri verðlækkun með afnámi tollverndar eiga sér því ekki stoð í raunveruleikanum. Þessu til stuðnings má einnig benda á að innfluttar matvörur sem ekki bera tolla eru samkvæmt verðsamanburði Eurostat einna dýrastar hér á landi samanborið við önnur Evrópulönd, s.s. ávextir og kornmeti.Hver er álagning innflutningsaðila? Standist fullyrðingar Jóhannesar og Guðjóns um verðmun á innfluttum og innlendum afurðum er niðurstaðan augljós. Tollverndin sem í gildi er er svo lág að þessar vörur ættu að vera fluttar inn nú þegar í stórum stíl. Væri þá ekki sæmra að beina spjótum sínum að innflutningsaðilum og spyrja hvort þeir geti ekki nú þegar boðið innfluttar vörur á hagstæðara verði í stað þessa að hjala í kjöltu þeirra? Virk umræða um matvælaverð er af hinu góða og í raun nauðsynleg. Það er hins vegar ekki boðlegt að bera fram villandi og rangar upplýsingar eins og gert er í umræddri grein. Það er nefnilega ekki þannig að betra sé að veifa röngu tré en öngu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Þann 20. apríl sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna, og Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðing um mögulega lækkun verðs á tilteknum matvælum við afnám tolla. Efni greinarinnar er slíkt að gera verður alvarlegar athugasemdir við það. Greinarhöfundar leggja upp með að bera saman verð á nokkrum vörutegundum út úr búð (Bónus) í febrúar 2016 við það sem myndi gerast væri innflutningur þeirra tollfrjáls. Svo vill til að úr innflutningsskýrslum Hagstofu Íslands má lesa innkaupsverð á sambærilegum vörum komnum á hafnarbakka í Reykjavík auk þess sem íslenska tollskráin er aðgengileg á vef tollstjóra. Þar má með einföldum hætti sjá hver raunverulegur tollur er og bera saman við niðurstöður þeirra félaga.Útreikningar sem standast ekki skoðun Notast er við tolla á vörur sem koma frá ESB en almennt er þar 18% verðtollur en mismunandi magntollur. Fyrir nautalund er reiknað með tolli samkvæmt opnum tollkvóta. Innkaupsverð er meðal cif-verð á kg fyrstu tvo mánuði ársins samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Meðfylgjandi tafla sýnir þennan samanburð fyrir þær vörur sem Jóhannes og Guðjón birta í sinni grein og hægt er að finna nokkuð nákvæmlega sambærilegar vörur í innflutningi. Því miður var ekki hægt að aðgreina beikon frá öðrum vörum né heldur eru fluttar inn svínakótelettur þessa fyrstu tvo mánuði. Sama vandamál á við ost. Þá er innflutningur á hráum eggjum ekki leyfður vegna heilbrigðiskrafna.Niðurstaðan er í stuttu máli sú að greinarhöfundar halda því fram að verð á þessum vörum myndi lækka meira og í sumum tilfellum mun meira en nemur tollum á þessar vörur í dag. Undantekning er heill kjúklingur. En þess ber að geta varðandi verð á innfluttum vörum að í öllum tilfellum er um frystar afurðir að ræða en í grein þeirra Jóhannesar og Guðjóns er verð á íslenskum vörum greinilega miðað við ferskar afurðir. Allir vita að ferskur kjúklingur er dýrari en frystur, bæði heill og bringur. Þá er ekkert tekið fram um vatnsinnihald.Rangar fullyrðingar um lækkun matarverðs Það er mat OECD að enginn markaðsstuðningur sé við kindakjötsframleiðslu á Íslandi, með öðrum orðum engin virk tollvernd. Fullyrðingar um að ná megi fram verulegri verðlækkun með afnámi tollverndar eiga sér því ekki stoð í raunveruleikanum. Þessu til stuðnings má einnig benda á að innfluttar matvörur sem ekki bera tolla eru samkvæmt verðsamanburði Eurostat einna dýrastar hér á landi samanborið við önnur Evrópulönd, s.s. ávextir og kornmeti.Hver er álagning innflutningsaðila? Standist fullyrðingar Jóhannesar og Guðjóns um verðmun á innfluttum og innlendum afurðum er niðurstaðan augljós. Tollverndin sem í gildi er er svo lág að þessar vörur ættu að vera fluttar inn nú þegar í stórum stíl. Væri þá ekki sæmra að beina spjótum sínum að innflutningsaðilum og spyrja hvort þeir geti ekki nú þegar boðið innfluttar vörur á hagstæðara verði í stað þessa að hjala í kjöltu þeirra? Virk umræða um matvælaverð er af hinu góða og í raun nauðsynleg. Það er hins vegar ekki boðlegt að bera fram villandi og rangar upplýsingar eins og gert er í umræddri grein. Það er nefnilega ekki þannig að betra sé að veifa röngu tré en öngu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun