Íslenski boltinn

Markakóngur 1. deildar til Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin skoraði 20 mörk í 1. deildinni í fyrra.
Björgvin skoraði 20 mörk í 1. deildinni í fyrra. vísir/valli
Valur hefur fengið framherjann Björgvin Stefánsson á láni frá Haukum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Haukum.

Lánssamningurinn gildir út tímabilið en Valur á forkaupsrétt á honum eftir það.

Björgvin var markakóngur 1. deildar á síðasta tímabili þegar hann skoraði 20 mörk í 22 leikjum. Hann hefur alls skorað 37 mörk í 93 deildar- og bikarleikjum fyrir Hauka og BÍ/Bolungarvík.

Björgvin er þriðji framherjinn sem Valsmenn fá í vetur en áður voru Danirnir Nicolaj Hansen og Rolf Toft komnir. Þeim er ætlað að fylla skarð landa þeirra, Patrick Pedersen, sem var markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra.

Valsmenn unnu FH í Meistarakeppni KSÍ í gær en Hansen fór meiddur af velli í leiknum og óvíst er hvort hann verði klár fyrir sunnudaginn þegar Valur tekur á móti Fjölni í 1. umferð Pepsi-deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×