Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2016 14:07 Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum segir að hann hafi tapað í sextán forkosningum í ríkjum þar sem mikill ójöfnuður ríkir vegna þess að „fátækir kjósa ekki.“ „Það er bara staðreynd,“ sagði Sanders í viðtali við fréttastofu NBC aðspurður um ósigra sína í þeim ríkjum þar sem mikill munur er á milli þeirra sem ríkastir eru og þeirra sem fátækastir eru. „Þetta er sorglegur raunveruleiki Bandaríkjanna í dag og þetta er eitthvað sem við þurfum að breyta,“ sagði Sanders. Sanders hefur byggt kosningaherferð sína á loforði um að draga úr ójöfnuði í Bandaríkjunum. Hefur hann hlotið mikinn stuðning frá grasrótarhópum þar í landi sem berjast fyrir sömu markmiðum. Fær hann mjög mikið af litlum framlögum í kosningasjóði sína frá slíkum hópum. Magnið er hinsvegar svo mikið að hann er farinn að safna hærri upphæðum í hverjum mánuði en Hillary Clinton, helsti andstæðingur Sanders. Þrátt fyrir það hefur Clinton unnið sigra í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem meðaltekjur eru hvað lægstar. Sanders útskýrir það með tilliti til þess að fátækt fólk sé síður líklegra til þess að kjósa í kosningum. „Í Bandaríkjunum er ein lægsta kjörsókn allra ríkja í heiminum,“ sagði Sanders. „Okkur hefur tekist vel að ná til ungs fólks en í síðustu kosningum, árið 2014, tóku 80 prósent af þeim teljast undir fátæktarmörkum ekki þátt í kosningunum.“ Sanders segir að ef það takist að fá fátæka til þess að taka þátt í kosningum myndi það gjörbreyta hinu pólitíska landslagi. „Ef okkur tekst að auka kjörsókn fátækra og ungs fólks, ef við náum 75 prósent kjörsókn í þessum hópum, munum við gjörbreyta Bandaríkjunum,“ sagði Sanders. Róðurinn er orðinn þungur fyrir Sanders eftir sigur Hillary Clinton í forkosningunum í New York ríki. Framundan eru forkosningar í fimm ríkjum þann 26. apríl, þar á meðal í Pennsylvaníu-ríki þar sem 189 kjörmenn eru í boði. Þarf Sanders nauðsynlega á sigri að halda ætli hann að sigra Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrata-flokksins. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum segir að hann hafi tapað í sextán forkosningum í ríkjum þar sem mikill ójöfnuður ríkir vegna þess að „fátækir kjósa ekki.“ „Það er bara staðreynd,“ sagði Sanders í viðtali við fréttastofu NBC aðspurður um ósigra sína í þeim ríkjum þar sem mikill munur er á milli þeirra sem ríkastir eru og þeirra sem fátækastir eru. „Þetta er sorglegur raunveruleiki Bandaríkjanna í dag og þetta er eitthvað sem við þurfum að breyta,“ sagði Sanders. Sanders hefur byggt kosningaherferð sína á loforði um að draga úr ójöfnuði í Bandaríkjunum. Hefur hann hlotið mikinn stuðning frá grasrótarhópum þar í landi sem berjast fyrir sömu markmiðum. Fær hann mjög mikið af litlum framlögum í kosningasjóði sína frá slíkum hópum. Magnið er hinsvegar svo mikið að hann er farinn að safna hærri upphæðum í hverjum mánuði en Hillary Clinton, helsti andstæðingur Sanders. Þrátt fyrir það hefur Clinton unnið sigra í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem meðaltekjur eru hvað lægstar. Sanders útskýrir það með tilliti til þess að fátækt fólk sé síður líklegra til þess að kjósa í kosningum. „Í Bandaríkjunum er ein lægsta kjörsókn allra ríkja í heiminum,“ sagði Sanders. „Okkur hefur tekist vel að ná til ungs fólks en í síðustu kosningum, árið 2014, tóku 80 prósent af þeim teljast undir fátæktarmörkum ekki þátt í kosningunum.“ Sanders segir að ef það takist að fá fátæka til þess að taka þátt í kosningum myndi það gjörbreyta hinu pólitíska landslagi. „Ef okkur tekst að auka kjörsókn fátækra og ungs fólks, ef við náum 75 prósent kjörsókn í þessum hópum, munum við gjörbreyta Bandaríkjunum,“ sagði Sanders. Róðurinn er orðinn þungur fyrir Sanders eftir sigur Hillary Clinton í forkosningunum í New York ríki. Framundan eru forkosningar í fimm ríkjum þann 26. apríl, þar á meðal í Pennsylvaníu-ríki þar sem 189 kjörmenn eru í boði. Þarf Sanders nauðsynlega á sigri að halda ætli hann að sigra Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrata-flokksins.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira