Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. apríl 2016 07:00 Hillary Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum að kvöldi forkosningadags í New York, þar sem hún sigraði með yfirburðum. Fréttablaðið/EPA Hillary Clinton og Donald Trump virðast nú nokkuð örugg orðin með útnefningu eftir úrslit forkosninganna í New York á þriðjudag. Donald Trump ber nú höfuð og herðar yfir aðra repúblikana og Sanders þyrfti að takast hið ómögulega ef hann ætti að komast fram úr Clinton úr því sem komið er. „Kapphlaupið um útnefningu er komið á lokasprettinn og sigur er í sjónmáli,“ sagði Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum. Hún sagði líka við stuðningsmenn Sanders að miklu meira sameini þau en sundraði. Sanders ætlar að hugsa sig eitthvað um, í ljósi niðurstöðunnar frá New York, áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann ætli að halda áfram baráttu sinni. Sigur er vart í sjónmáli lengur en hann hefur ítrekað sagt að hann sé ekki bara að berjast fyrir því að verða forseti heldur til að koma málstað sínum á framfæri, um að bylting þurfi að verða í bandarískum stjórnmálum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem CNN birti í gær, hefur bilið á milli Clinton og Sanders minnkað. Hún mælist þar með 50 prósenta fylgi en hann með 48 prósent. Enn eiga þó eftir að líða þó nokkrar vikur áður en forkosningunum lýkur, og strangt til tekið er enginn enn búinn að tryggja sér meirihluta á landsþingum flokkanna í júlí. Síðasti forkosningadagurinn er 7. júní og þar ganga kjósendur í hinu fjölmenna ríki Kaliforníu til atkvæða. Ekki er víst að niðurstaðan ráðist fyrr en þá, og jafnvel mögulegt að enginn hafi tryggt sér öruggan sigur á landsþingi. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton myndi sigra Trump í forsetakosningum, verði þau forsetaefni flokka sinna. Samkvæmt samantekt RealClearPolitics.com á könnunum síðustu vikurnar er Clinton spáð 48,8 prósenta fylgi en Trump 39,5 prósentum. Trump sló hins vegar að nokkru nýjan tón í sigurræðu sinni eftir forkosningarnar í New York. Aldrei þessu vant þótti hann frekar hófsamur í tali, og andstæðingum hans þykir það ekki góðs viti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Hillary Clinton og Donald Trump virðast nú nokkuð örugg orðin með útnefningu eftir úrslit forkosninganna í New York á þriðjudag. Donald Trump ber nú höfuð og herðar yfir aðra repúblikana og Sanders þyrfti að takast hið ómögulega ef hann ætti að komast fram úr Clinton úr því sem komið er. „Kapphlaupið um útnefningu er komið á lokasprettinn og sigur er í sjónmáli,“ sagði Clinton á fundi með stuðningsmönnum sínum. Hún sagði líka við stuðningsmenn Sanders að miklu meira sameini þau en sundraði. Sanders ætlar að hugsa sig eitthvað um, í ljósi niðurstöðunnar frá New York, áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann ætli að halda áfram baráttu sinni. Sigur er vart í sjónmáli lengur en hann hefur ítrekað sagt að hann sé ekki bara að berjast fyrir því að verða forseti heldur til að koma málstað sínum á framfæri, um að bylting þurfi að verða í bandarískum stjórnmálum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem CNN birti í gær, hefur bilið á milli Clinton og Sanders minnkað. Hún mælist þar með 50 prósenta fylgi en hann með 48 prósent. Enn eiga þó eftir að líða þó nokkrar vikur áður en forkosningunum lýkur, og strangt til tekið er enginn enn búinn að tryggja sér meirihluta á landsþingum flokkanna í júlí. Síðasti forkosningadagurinn er 7. júní og þar ganga kjósendur í hinu fjölmenna ríki Kaliforníu til atkvæða. Ekki er víst að niðurstaðan ráðist fyrr en þá, og jafnvel mögulegt að enginn hafi tryggt sér öruggan sigur á landsþingi. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton myndi sigra Trump í forsetakosningum, verði þau forsetaefni flokka sinna. Samkvæmt samantekt RealClearPolitics.com á könnunum síðustu vikurnar er Clinton spáð 48,8 prósenta fylgi en Trump 39,5 prósentum. Trump sló hins vegar að nokkru nýjan tón í sigurræðu sinni eftir forkosningarnar í New York. Aldrei þessu vant þótti hann frekar hófsamur í tali, og andstæðingum hans þykir það ekki góðs viti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira