„Þetta lítur ekki út eins og barn" Birta Björnsdóttir skrifar 8. maí 2016 19:30 Cleane með dóttur sína, Duda. Fyrstu tilfelli hinnar svokölluðu Zika-veiru voru greind í Zika-frumskóginum í Úganda árið 1947. Í maí árið 2015 staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst þar í landi en í kjölfarið hefur hún breiðst út. Á dögunum var kynnt ný skýrsla UNICEF um stöðu mála í þessum efnum í Suður- og Mið-Ameríku. „Niðurstöður skýrslunnar eru að Zika-veiran nær núna nánast út um alla álfuna. Hún fyrirfinnst í um 20 ríkjum eða svæðum og er orðin verulega útbreidd um alla Rómönsku Ameríku og á Kyrrahafi," segir Stefán Ingi Stefánsson, yfirmaður fjáröflunar og samfélagslegrar ábyrgðar hjá UNICEF í Suður- og Mið-Ameríku. Í Brasilíu og Kólumbíu er faraldskúrfan komin lengst og áhrif veirunnar farin að koma fram. Það á ekki síst við um þau tilfelli þar sem barnshafandi konur hafa smitast af Zika-veirunni og eignast nú börn sem fæðast með smáhöfuð. „Við erum að boða aukna áherslu á stuðning við þær fjölskyldur jafnhliða því að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins, og koma í veg fyrir smit," segir Stefán. Stuðningurinn fer ekki bara fram með heilbriðgðisþjónustu fyrir þau börn sem fæðast með smáhöfuð. Fræðsla gegn fordómum er einnig mikilvæg. Brasilíska stúlkan Duda fættist með smáhöfuð. Hún verður alin upp af fósturmæðrum eftir að foreldrar hennar treystu sér ekki til að eiga hana. Fósturmæðurnar segja fræðslu um veiruna og afleiðingar hennar mikilvæga. „Fullt að fólki horfir skringilega á okkur þegar við erum með hana," segir Cleane, ein fósturmæðra Duda litlu. „Ég hef meira að segja heyrt fólk hvísla "Er þetta barn sem þær eru með? Þetta lítur ekki út eins og barn."" „Útbreiðsla veirunnar er ekki að hætta, hún heldur áfram að breiðast út. Áhrif smits hafa líka verið staðfest, til dæmis áhrif þess á taugakerfið og ófædd börn. Ýmislegt sem haldið var fram um veiruna í upphafi hefur reynst vera satt og rétt," segir Stefán. „Ég veit ekki hvort hægt sé að tala um alheimsfaraldur en veiran er sannarlega að breiðast út um alla Norður- og Suður-Ameríku. Samhliða því erum við svo sem betur fer búin að öðlast betri skilning á því hvernig er best að berjast við sjúkdóminn. Þetta er ekki sjúkdómur sem kemur til með að leggja samfélög á hliðina, en hefur auðvitað mikil áhrif á þau sem fyrir honum verða." Zíka Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
Fyrstu tilfelli hinnar svokölluðu Zika-veiru voru greind í Zika-frumskóginum í Úganda árið 1947. Í maí árið 2015 staðfestu yfirvöld í Brasilíu að veiran hefði greinst þar í landi en í kjölfarið hefur hún breiðst út. Á dögunum var kynnt ný skýrsla UNICEF um stöðu mála í þessum efnum í Suður- og Mið-Ameríku. „Niðurstöður skýrslunnar eru að Zika-veiran nær núna nánast út um alla álfuna. Hún fyrirfinnst í um 20 ríkjum eða svæðum og er orðin verulega útbreidd um alla Rómönsku Ameríku og á Kyrrahafi," segir Stefán Ingi Stefánsson, yfirmaður fjáröflunar og samfélagslegrar ábyrgðar hjá UNICEF í Suður- og Mið-Ameríku. Í Brasilíu og Kólumbíu er faraldskúrfan komin lengst og áhrif veirunnar farin að koma fram. Það á ekki síst við um þau tilfelli þar sem barnshafandi konur hafa smitast af Zika-veirunni og eignast nú börn sem fæðast með smáhöfuð. „Við erum að boða aukna áherslu á stuðning við þær fjölskyldur jafnhliða því að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins, og koma í veg fyrir smit," segir Stefán. Stuðningurinn fer ekki bara fram með heilbriðgðisþjónustu fyrir þau börn sem fæðast með smáhöfuð. Fræðsla gegn fordómum er einnig mikilvæg. Brasilíska stúlkan Duda fættist með smáhöfuð. Hún verður alin upp af fósturmæðrum eftir að foreldrar hennar treystu sér ekki til að eiga hana. Fósturmæðurnar segja fræðslu um veiruna og afleiðingar hennar mikilvæga. „Fullt að fólki horfir skringilega á okkur þegar við erum með hana," segir Cleane, ein fósturmæðra Duda litlu. „Ég hef meira að segja heyrt fólk hvísla "Er þetta barn sem þær eru með? Þetta lítur ekki út eins og barn."" „Útbreiðsla veirunnar er ekki að hætta, hún heldur áfram að breiðast út. Áhrif smits hafa líka verið staðfest, til dæmis áhrif þess á taugakerfið og ófædd börn. Ýmislegt sem haldið var fram um veiruna í upphafi hefur reynst vera satt og rétt," segir Stefán. „Ég veit ekki hvort hægt sé að tala um alheimsfaraldur en veiran er sannarlega að breiðast út um alla Norður- og Suður-Ameríku. Samhliða því erum við svo sem betur fer búin að öðlast betri skilning á því hvernig er best að berjast við sjúkdóminn. Þetta er ekki sjúkdómur sem kemur til með að leggja samfélög á hliðina, en hefur auðvitað mikil áhrif á þau sem fyrir honum verða."
Zíka Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira