Faðir Lovísu Hrundar fékk fimm milljónir vegna tjóns síns Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. maí 2016 23:46 Lovísa Hrund lést þegar ölvaður ökumaður ók framan á bifreið hennar. Hún var aðeins 17 ára. Vísir Faðir Lovísu Hrundar Svavarsdóttir fékk í dag dæmdar fimm milljónir í miskabætur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir við fráfall dóttur sinnar. Lovísa Hrund lést í bílslysi fyrir þremur árum eftir að kona undir áhrifum áfengis ók á öfugan vegarhelming og beint framan á bifreið Lovísu Hrundar. Lovísa var á leið heim á Akranes frá Reykjavík þegar slysið varð. Hún var aðeins 17 ára gömul. Áfengismagn í blóði konunnar sem ók framan á bifreið hennar mældist 2,7 prómill en hún játaði brot sitt og var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í desember 2013.Sjá einnig: Faðir Lovísu ósáttur: „Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaður er ölvaður“ Dómurinn, sem kveðinn var upp af Héraðsdómi Reykjavíkur, taldi sýnt af mati matsmanna að faðir Lovísu Hrundar hefði hlotið óvenju mikinn miska í kjölfar þess að dóttir hans lést. Því var talið sanngjarnt að dæma honum fimm milljónir í miskabætur en hann hafði krafist tíu milljóna úr hendi konunnar sem sakfelld var og tryggingarfélags hennar.Óvinnufær vegna slyssins Maðurinn var sjómaður þegar slysið varð og þegar honum var tilkynnt um slysið og andlát dóttur hans var hann á sjó á Færeyjargrunni. Fékk hann áfall við tíðindin. Frá þessu er sagt í dóminum. „Var tekin ákvörðun um að sigla til Færeyja með stefnanda og sendi útgerðarfélag er stefnandi vann hjá flugvél til Færeyja til að sækja stefnanda. Kom stefnandi til Íslands tæpum sólarhring eftir slysið,“ segir í dóminum. Í janúar 2014 greiddi Vátryggingarfélag Íslands honum bætur upp á 2,5 milljónir vegna slyssins sem faðir Lovísu tók við með fyrirvara við fjárhæðina. Í kjölfarið voru fengnir matsmenn til að meta heilsutjón hans. „Helstu niðurstöður matsgerðarinnar eru þær að stefnandi hafi verið óvinnufær vegna slyssins tímabilið 6. apríl 2013 til 22. október 2013. Tímabil þjáninga, án rúmlegu, var metið það sama og tímabil óvinnufærni. Þá var varanlegur miski metinn 15 stig en matsmenn töldu ástand tjónþola hvað best jafnað við meðalalvarlega áfallastreitu sem teldist til 15 stiga miska samkvæmt danskri miskatöflu.“ Í dóminum er sérstaklega fjallað um hvernig slysið bar að og um sekt ökumannsins. Hún hafi mátt gera sér grein fyrir hættunni af ölvunarakstri og því tjóni sem af gæti hlotist, ekki aðeins líkams- eða manntjón heldur einnig tjón sem slíkt getur valdið aðstandendum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Faðir Lovísu Hrundar Svavarsdóttir fékk í dag dæmdar fimm milljónir í miskabætur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir við fráfall dóttur sinnar. Lovísa Hrund lést í bílslysi fyrir þremur árum eftir að kona undir áhrifum áfengis ók á öfugan vegarhelming og beint framan á bifreið Lovísu Hrundar. Lovísa var á leið heim á Akranes frá Reykjavík þegar slysið varð. Hún var aðeins 17 ára gömul. Áfengismagn í blóði konunnar sem ók framan á bifreið hennar mældist 2,7 prómill en hún játaði brot sitt og var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í desember 2013.Sjá einnig: Faðir Lovísu ósáttur: „Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaður er ölvaður“ Dómurinn, sem kveðinn var upp af Héraðsdómi Reykjavíkur, taldi sýnt af mati matsmanna að faðir Lovísu Hrundar hefði hlotið óvenju mikinn miska í kjölfar þess að dóttir hans lést. Því var talið sanngjarnt að dæma honum fimm milljónir í miskabætur en hann hafði krafist tíu milljóna úr hendi konunnar sem sakfelld var og tryggingarfélags hennar.Óvinnufær vegna slyssins Maðurinn var sjómaður þegar slysið varð og þegar honum var tilkynnt um slysið og andlát dóttur hans var hann á sjó á Færeyjargrunni. Fékk hann áfall við tíðindin. Frá þessu er sagt í dóminum. „Var tekin ákvörðun um að sigla til Færeyja með stefnanda og sendi útgerðarfélag er stefnandi vann hjá flugvél til Færeyja til að sækja stefnanda. Kom stefnandi til Íslands tæpum sólarhring eftir slysið,“ segir í dóminum. Í janúar 2014 greiddi Vátryggingarfélag Íslands honum bætur upp á 2,5 milljónir vegna slyssins sem faðir Lovísu tók við með fyrirvara við fjárhæðina. Í kjölfarið voru fengnir matsmenn til að meta heilsutjón hans. „Helstu niðurstöður matsgerðarinnar eru þær að stefnandi hafi verið óvinnufær vegna slyssins tímabilið 6. apríl 2013 til 22. október 2013. Tímabil þjáninga, án rúmlegu, var metið það sama og tímabil óvinnufærni. Þá var varanlegur miski metinn 15 stig en matsmenn töldu ástand tjónþola hvað best jafnað við meðalalvarlega áfallastreitu sem teldist til 15 stiga miska samkvæmt danskri miskatöflu.“ Í dóminum er sérstaklega fjallað um hvernig slysið bar að og um sekt ökumannsins. Hún hafi mátt gera sér grein fyrir hættunni af ölvunarakstri og því tjóni sem af gæti hlotist, ekki aðeins líkams- eða manntjón heldur einnig tjón sem slíkt getur valdið aðstandendum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28
Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. 10. október 2014 12:58