Körfubolti

CSKA meistari eftir framlengingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Victor Khryapa lyftir titlinum á loft.
Victor Khryapa lyftir titlinum á loft. vísir/getty
CSKA Mosckva sigraði Fenerbache í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í körfubolta í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en leikið var í Stuttgart í Þýskalandi.

Moskva byrjaði betur og leiddi 22-20 eftir fyrsta leikhlutann og átti frábæran annan leikhluta. Þeir unnu hann með 18 stiga mun og voru 20 stigum yfir í hálfleik, 50-30.

Þegar þriðji leikhlutinn var búinn leiddu Rússarnir með þrettán stiga mun, 69-53 og flestir héldu að eftirleikurinn yrði auðveldur en það varð svo alls ekki raunin.

Tyrkirnir komu gífurlega öflugir inn í hann og náðu að tryggja sér framlengingu, en lokatölur urðu 83-83.

Í henni reyndust Moskva þó sterkari, en þeir skoruðu átján stig gegn einungis 13 frá Fenerbache. Lokatölur 101-96.

Nando De Colo var stigahæstur hjá meisturunum með 22 stig, en hjá Fenerbache var Bobby Dixon stigahæstur með sautján stig.

Í leiknum um bronsið vann Lokomotiv Kuban Krasnodar tíu stiga sigur, 85-75, á Laboral Kutxa Vitoria Gasteiz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×