NBA: Golden State komið áfram í úrslit Vesturdeildarinnar | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Stephen Curry og félagar hans í Golden State Warriors eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar eftir sigur í fimmta leiknum í nótt og Toronto Raptors er aðeins einum sigri frá úrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur á Miami.Klay Thompson skoraði 33 stig og Stephen Curry var með 29 stig og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 125-121 heimasigur á Portland Trail Blazers og þar með einvígið 4-1. Skvettubræðurnir skoruðu saman ellefu þriggja stiga körfur í leiknum og það úr aðeins tuttugu skotum, Klay Thompson hitti úr 6 af 9 og Stephen Curry setti niður 5 af 11. Í sameiningu skoruðu þeir 62 stig. Stephen Curry missti af fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og þá var gott fyrir Golden State að hafa Klay Thompson. Thompson ætlar síðan ekki að gefa neitt eftir þegar Curry er kominn en Klay hitti úr 13 af 17 skotum sínum í nótt. "Hittni Klay var ótrúleg í kvöld," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State eftir leikinn. Thompson varð líka fyrsti leikmaðurinn til að hitti úr fimm þriggja stiga skotum eða meira í sjö leikjum í röð og þetta var hans fjórði 30 stiga leikur í þessari úrslitakeppni. Stephen Curry skoraði þriggja stiga körfu rétt fyrir lok þriðja leikhlutans sem kom Golden State yfir í 93-91. Portland var skrefinu á undan fram að því með 30-27 forystu eftir fyrsta leikhlutann og fimm stigum yfir í hálfleik, 63-58. Þetta var þó ekki alveg slysalaust hjá Golden State því miðherjinn Andrew Bogut fór meiddur af velli og Draymond Green, sem var með 13 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar, þurfti að láta teipa sig aftur í fjórða leikhlutanum. Damian Lillard skoraði 28 stig fyrir Portland og CJ McCollum bætti við 27 stigum. Portland stóð vissulega í Golden State þrátt fyrir að vinna bara einn leik en liðið var yfir í mun fleiri mínútur í einvíginu (137-95).DeMar DeRozan og Kyle Lowry hafa ekki verið að finna sig að undanförnu en þeir fundu sig í nótt þegar Toronto Raptors vann 99-91 heimasigur á Miami Heat og komst yfir í 3-2 í einvíginu. DeMar DeRozan skoraði 34 stig í leiknum og Kyle Lowry var með 25 stig. Þeir voru komnir með 19 stig saman í fyrsta leikhlutanum og þessi 59 stig eru það mesta sem þeir hafa skorað í sameiningu í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 20 stig fyrir Miami og þeir Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 13 stig. Toronto-liðið náði mest 20 stiga forystu í fyrri hálfleik og var þrettán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Miami náði hinsvegar að minnka muninn í eitt stig, 88-87, þegar 1:54 var eftir af leiknum. Tvö víti frá DeMar DeRozan og þristur frá Kyle Lowry sáu til þess að Toronto var komið í 93-87 forystu þegar 52 sekúndur voru eftir og DeRozan landaði síðan sigrinum með því að setja niður öll fjögur vítaskot sín á lokamínútunni.-- Staðan í einvígunum --Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 3-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 4-1 Portland Trail Blazers (Golden State komið áfram) San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Stephen Curry og félagar hans í Golden State Warriors eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar eftir sigur í fimmta leiknum í nótt og Toronto Raptors er aðeins einum sigri frá úrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur á Miami.Klay Thompson skoraði 33 stig og Stephen Curry var með 29 stig og 11 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 125-121 heimasigur á Portland Trail Blazers og þar með einvígið 4-1. Skvettubræðurnir skoruðu saman ellefu þriggja stiga körfur í leiknum og það úr aðeins tuttugu skotum, Klay Thompson hitti úr 6 af 9 og Stephen Curry setti niður 5 af 11. Í sameiningu skoruðu þeir 62 stig. Stephen Curry missti af fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og þá var gott fyrir Golden State að hafa Klay Thompson. Thompson ætlar síðan ekki að gefa neitt eftir þegar Curry er kominn en Klay hitti úr 13 af 17 skotum sínum í nótt. "Hittni Klay var ótrúleg í kvöld," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State eftir leikinn. Thompson varð líka fyrsti leikmaðurinn til að hitti úr fimm þriggja stiga skotum eða meira í sjö leikjum í röð og þetta var hans fjórði 30 stiga leikur í þessari úrslitakeppni. Stephen Curry skoraði þriggja stiga körfu rétt fyrir lok þriðja leikhlutans sem kom Golden State yfir í 93-91. Portland var skrefinu á undan fram að því með 30-27 forystu eftir fyrsta leikhlutann og fimm stigum yfir í hálfleik, 63-58. Þetta var þó ekki alveg slysalaust hjá Golden State því miðherjinn Andrew Bogut fór meiddur af velli og Draymond Green, sem var með 13 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar, þurfti að láta teipa sig aftur í fjórða leikhlutanum. Damian Lillard skoraði 28 stig fyrir Portland og CJ McCollum bætti við 27 stigum. Portland stóð vissulega í Golden State þrátt fyrir að vinna bara einn leik en liðið var yfir í mun fleiri mínútur í einvíginu (137-95).DeMar DeRozan og Kyle Lowry hafa ekki verið að finna sig að undanförnu en þeir fundu sig í nótt þegar Toronto Raptors vann 99-91 heimasigur á Miami Heat og komst yfir í 3-2 í einvíginu. DeMar DeRozan skoraði 34 stig í leiknum og Kyle Lowry var með 25 stig. Þeir voru komnir með 19 stig saman í fyrsta leikhlutanum og þessi 59 stig eru það mesta sem þeir hafa skorað í sameiningu í úrslitakeppninni. Dwyane Wade skoraði 20 stig fyrir Miami og þeir Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 13 stig. Toronto-liðið náði mest 20 stiga forystu í fyrri hálfleik og var þrettán stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Miami náði hinsvegar að minnka muninn í eitt stig, 88-87, þegar 1:54 var eftir af leiknum. Tvö víti frá DeMar DeRozan og þristur frá Kyle Lowry sáu til þess að Toronto var komið í 93-87 forystu þegar 52 sekúndur voru eftir og DeRozan landaði síðan sigrinum með því að setja niður öll fjögur vítaskot sín á lokamínútunni.-- Staðan í einvígunum --Undanúrslit Austurdeildar: Cleveland Cavaliers 4-0 Atlanta Hawks (Cleveland komið áfram) Toronto Raptors 3-2 Miami HeatUndanúrslit Vesturdeildar: Golden State Warriors 4-1 Portland Trail Blazers (Golden State komið áfram) San Antonio Spurs 2-3 Oklahoma City Thunder
NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum