Körfubolti

Var ekki valinn í eitt af liðum ársins í NBA og missti af þremur milljörðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Davis endaði tímabilið í jakkafötum.
Anthony Davis endaði tímabilið í jakkafötum. Vísir/Getty
Stephen Curry hjá Golden State Warriors og LeBron James hjá Cleveland Cavaliers voru að sjálfsögðu valdir í lið ársins í NBA-deildinni en þrjú úrvalslið ársins voru tilkynnt í gær. ESPN sagði frá.

Með Stephen Curry og LeBron James í liði ársins voru þeir Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder, Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs og DeAndre Jordan hjá Los Angeles Clippers.

LeBron James hjá Cleveland Cavaliers var valinn í fyrsta lið ársins í tíunda sinn á þrettán árum og Stephen Curry fékk fullt hús alveg eins og þegar hann var kosinn bestur á dögunum.  

Í öðru liði ársins eru þeir Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder, DeMarcus Cousins hjá Sacramento Kings, Chris Paul hjá Los Angeles Clippers, Draymond Green hjá Golden State Warriors og Damian Lillard hjá Portland Trail Blazers.

Með því að komast í þetta lið þá fær Damian Lillard um það bil þrettán milljón dollara bónus á laun sín samanlagt næstu fimm árin en það er um 1,6 milljarður íslenskra króna.

Í þriðja liði ársins eru þeir Paul George hjá Indiana Pacers, LaMarcus Aldridge hjá San Antonio Spurs, Andre Drummond hjá Detroit Pistons, Klay Thompson hjá Golden State Warriors og Kyle Lowry hjá Toronto Raptors.

Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans komst ekki í eitt af úrvalsliðunum á þessu tímabili og það kostar hann 25 milljónir dollara bónus sem eru meira en þrír milljarðar í íslenskum krónum.

New Orleans Pelicans samdi þannig við Anthony Davis að hann gat fengið ríflegan bónus fyrir að ná einu að eftirtöldu: Valinn bestur í NBA, kosinn í byrjunarlið Stjörnuleiksins eða valinn í eitt af úrvalsliðum tímabilsins.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×