Leita stuðnings eystra við kaup á skrúfuþotu fyrir útsýnisflug Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. maí 2016 07:00 Flugfélag Austurlands vill kaupa skrúfuþotu af gerðinni Cessna Grand Caravan EX til verkefna í fjórðungnum. NORDICPHOTOS/AFP Flugfélag Austurlands sem var endurreist í fyrra vill hefja flug að nýju með liðsinni sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja í fjórðungnum. „Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að lítil fjögurra sæta flugvél yrði fyrir valinu og útsýnisflugi sinnt. Fljótlega varð ljóst að sú mikla vinna sem fer í stofnun flugfélags ætti með réttu að nýtast öflugri flugrekstri og leggur félagið nú upp með áætlanir um kaup á eins-hreyfils skrúfuþotu af gerðinni Cessna Grand Caravan EX,“ segir í erindi framkvæmdastjóra Flugfélags Austurlands, Kára Kárasonar, til bæjaryfirvalda í Fljótsdalshéraði. Kári segir í bréfinu að þar sem Flugfélag Austurlands þurfi öfluga flugvél vilji félagið kanna áhuga hagsmunaaðila á svæðinu á því að festa kaup á fyrrgreindri Cessna-vél sem taki níu farþega. Ekkert útsýnisflug sé á Austurlandi þótt fjórðungurinn bjóði upp á gríðarlega víðfeðmt og fallegt landsvæði. Ferðamannastraumur hafi náð nýjum hæðum, nýta þurfi fleiri gáttir inn í landið og ferðaþjónustan að dreifast betur.„Útsýnisflug er einn þáttur flugrekstrar sem nú virðist vænlegur kostur, en að auki verður leigu- og áætlunarflug raunhæfur möguleiki innan fjórðungsins þegar flugrekstur er kominn af stað,“ skrifar Kári og óskar eftir hugmyndum um hvernig flugvélin gæti nýst bæjarfélögum og fyrirtækjum í fjórðungnum. Kári kveðst hafa reynsluflogið áðurnefndri gerð af skrúfuþotu hér á landi. Fullkomin mælitæki vari flugmann við ef flughæð er ekki nægileg. „Reynsluflugið gekk mjög vel, vélin var prófuð í ísingarskilyrðum, ókyrrð og miklum vindi eins og gengur og gerist á Íslandi og leysti verk sitt af hendi með ágætum,“ lýsir Kári. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kveðst fagna frumkvæðinu. Í því geti falist fjölmörg tækifæri, jafnvel til innanlandsflugs bæði innan fjórðungs og utan. Sveitarfélagið telji sér þó ekki fært að leggja fjármuni í verkefnið að sinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maíÞægileg sæti klædd leðri eru ím skrúfuþotunni sem Flugfélag Austurlands vil kaupa.Mynd/Flugfélag Austurlands Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Flugfélag Austurlands sem var endurreist í fyrra vill hefja flug að nýju með liðsinni sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja í fjórðungnum. „Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að lítil fjögurra sæta flugvél yrði fyrir valinu og útsýnisflugi sinnt. Fljótlega varð ljóst að sú mikla vinna sem fer í stofnun flugfélags ætti með réttu að nýtast öflugri flugrekstri og leggur félagið nú upp með áætlanir um kaup á eins-hreyfils skrúfuþotu af gerðinni Cessna Grand Caravan EX,“ segir í erindi framkvæmdastjóra Flugfélags Austurlands, Kára Kárasonar, til bæjaryfirvalda í Fljótsdalshéraði. Kári segir í bréfinu að þar sem Flugfélag Austurlands þurfi öfluga flugvél vilji félagið kanna áhuga hagsmunaaðila á svæðinu á því að festa kaup á fyrrgreindri Cessna-vél sem taki níu farþega. Ekkert útsýnisflug sé á Austurlandi þótt fjórðungurinn bjóði upp á gríðarlega víðfeðmt og fallegt landsvæði. Ferðamannastraumur hafi náð nýjum hæðum, nýta þurfi fleiri gáttir inn í landið og ferðaþjónustan að dreifast betur.„Útsýnisflug er einn þáttur flugrekstrar sem nú virðist vænlegur kostur, en að auki verður leigu- og áætlunarflug raunhæfur möguleiki innan fjórðungsins þegar flugrekstur er kominn af stað,“ skrifar Kári og óskar eftir hugmyndum um hvernig flugvélin gæti nýst bæjarfélögum og fyrirtækjum í fjórðungnum. Kári kveðst hafa reynsluflogið áðurnefndri gerð af skrúfuþotu hér á landi. Fullkomin mælitæki vari flugmann við ef flughæð er ekki nægileg. „Reynsluflugið gekk mjög vel, vélin var prófuð í ísingarskilyrðum, ókyrrð og miklum vindi eins og gengur og gerist á Íslandi og leysti verk sitt af hendi með ágætum,“ lýsir Kári. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kveðst fagna frumkvæðinu. Í því geti falist fjölmörg tækifæri, jafnvel til innanlandsflugs bæði innan fjórðungs og utan. Sveitarfélagið telji sér þó ekki fært að leggja fjármuni í verkefnið að sinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maíÞægileg sæti klædd leðri eru ím skrúfuþotunni sem Flugfélag Austurlands vil kaupa.Mynd/Flugfélag Austurlands
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira