Flogið undir löglegri flughæð á Þingvöllum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2016 07:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur ekki verið til vandræða á Þingvöllum. vísir/Vilhelm „Því miður kemur það óþægilega oft fyrir að þyrlur og smáflugvélar fljúga undir löglegri flughæð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður en undanfarið hafa borist kvartanir undan flugumferð yfir þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þyrlur og litlar flugvélar sem fari í ferðir með ferðamenn fljúgi undir löglegri flughæð og angri þannig gesti þjóðgarðsins. „Gestir hafa verið að kvarta og finnst vanta kyrrð og frið. Stundum er maður í augnhæð við einstaklingana í flugvélinni til dæmis þegar þeir fljúga hjá brúninni við Almannagjá.“ Ólafur útskýrir að engin sérlög séu til um flughæð yfir þjóðgarðinum heldur gilda almenn loftferðalög. Hann segir þjóðgarðinn eiga að vera lausan við svo mikla flugumferð. Málið hafi verið rætt í Þingvallanefnd og þá hvort ekki þurfi að herða reglurnar. „Í hvert einasta skipti sem flugvél eða þyrla fer of nálægt þá kærum við það til loftferðaeftirlitsins,“ segir Ólafur en bætir við að það geti þó verið snúið að ná niður númerum loftfaranna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og formaður FÍvísir/vilhelmÓlafur tekur það fram að þrátt fyrir þetta sé samstarfið við þyrlufyrirtækin gott að flestu leyti. „Við eigum gott samstarf en þessi mál koma þó oft upp,“ segir Ólafur, sem telur að það verði að bregðast við, sérstaklega í ljósi þess að slíkar ferðir séu að aukast í nútímaferðamennsku. „Við höfum litið svo á að það þurfi að vera pláss fyrir þennan þátt ferðamennskunnar en það þarf að finna leið til að þetta gangi upp.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia mega lítil loftför sem fljúga yfir samkomu fjölda manna ekki fara neðar en 1.000 fet. „Þetta er ekki hátt. Þúsund fet eru um 330 metrar sem er í hæð við hlíðar nærliggjandi fjalla. Mótbylgjur frá þyrlunum eru mjög þungar þegar flogið er yfir hóp fólks.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
„Því miður kemur það óþægilega oft fyrir að þyrlur og smáflugvélar fljúga undir löglegri flughæð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður en undanfarið hafa borist kvartanir undan flugumferð yfir þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þyrlur og litlar flugvélar sem fari í ferðir með ferðamenn fljúgi undir löglegri flughæð og angri þannig gesti þjóðgarðsins. „Gestir hafa verið að kvarta og finnst vanta kyrrð og frið. Stundum er maður í augnhæð við einstaklingana í flugvélinni til dæmis þegar þeir fljúga hjá brúninni við Almannagjá.“ Ólafur útskýrir að engin sérlög séu til um flughæð yfir þjóðgarðinum heldur gilda almenn loftferðalög. Hann segir þjóðgarðinn eiga að vera lausan við svo mikla flugumferð. Málið hafi verið rætt í Þingvallanefnd og þá hvort ekki þurfi að herða reglurnar. „Í hvert einasta skipti sem flugvél eða þyrla fer of nálægt þá kærum við það til loftferðaeftirlitsins,“ segir Ólafur en bætir við að það geti þó verið snúið að ná niður númerum loftfaranna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og formaður FÍvísir/vilhelmÓlafur tekur það fram að þrátt fyrir þetta sé samstarfið við þyrlufyrirtækin gott að flestu leyti. „Við eigum gott samstarf en þessi mál koma þó oft upp,“ segir Ólafur, sem telur að það verði að bregðast við, sérstaklega í ljósi þess að slíkar ferðir séu að aukast í nútímaferðamennsku. „Við höfum litið svo á að það þurfi að vera pláss fyrir þennan þátt ferðamennskunnar en það þarf að finna leið til að þetta gangi upp.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia mega lítil loftför sem fljúga yfir samkomu fjölda manna ekki fara neðar en 1.000 fet. „Þetta er ekki hátt. Þúsund fet eru um 330 metrar sem er í hæð við hlíðar nærliggjandi fjalla. Mótbylgjur frá þyrlunum eru mjög þungar þegar flogið er yfir hóp fólks.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira