Fjórtán tíma málþóf á þingi vegna árásarinnar í Orlando Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2016 10:30 Chris Murphy. Vísir/Getty Öldungadeildarþingmaðurinn og Demókratinn Chris Murphy leiddi í gær tæplega fimmtán klukkustunda málþóf á öldungadeildarþingi Bandaríkjanna. Með málþófi sínu vildi Murphy fá í gegn að kosið yrði um frumvarp um hert lög varðandi byssueign. Að mestu talaði Murphy fyrir nánast tómum þingsal en aðrir þingmenn Demókrata fluttu einnig ræður. Byssur af gerðinni AR-15 hafa verið notaðar í tíu mannskæðar skotárásir frá árinu 2011.Vísir/GraphicNews Tilefnið er skotárásin á skemmtistaðinn Pulse í Orlando um helgina. 49 voru myrtir og 53 særðir, þar af nokkrir alvarlega. Frumvarpið sem Murphy vill að kosið verði um felur í sér umfangsmeiri bakgrunnskannanir byssukaupenda og að ólöglegt væri að selja skotvopn til grunaðra hryðjuverkamanna. Þegar Murphy steig úr pontu sagðist hann hafa fengið vilyrði Repúblikana um að kosið yrði um tillögur hans, en ólíklegt er að þær verði samþykktar á öldungaþinginu þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Murphy er þingmaður frá Connecticut þar sem Sandy Hook fjöldamorðið var framið árið 2012. 20 börn og sex kennarar voru skotin til bana af árásarmanni. Þingmaðurinn sagði að hann gæti ekki horft í augu ættingja þeirra barna sem voru myrt og sagt þeim að síðan þá hefði þingheimur ekkert brugðist við til að draga úr aðgengi fólks að kraftmiklum skotvopnum. Þingmaðurinn endaði málþóf sitt á að fjalla um ungan dreng sem var myrtur í Sandy Hook en myndband af þeim hluta má sjá hér að neðan. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir 200 hommar brustu í söng fyrir fórnarlömbin í Orlando út á götu í London Þúsundir manna mættu á minningarathöfn fyrir fórnarlömbin í Orlando sem haldin var í hjarta Lundúna í gær. 14. júní 2016 10:44 Eiginkona Mateen reyndi af tala hann ofan af árásinni á Pulse Kona árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando hefur sagt fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni. 14. júní 2016 16:55 Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Mateen réðst að skemmtistaðnum Pulse sem er sérstaklega fyrir samkynhneigða. Hann var kúnni þar sjálfur. 14. júní 2016 08:45 Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Eiginkona Mateen mögulega ákærð Noor Salman vissi af áætlunum eiginmanns síns um að skjóta fjölda fólks til bana. 15. júní 2016 10:21 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn og Demókratinn Chris Murphy leiddi í gær tæplega fimmtán klukkustunda málþóf á öldungadeildarþingi Bandaríkjanna. Með málþófi sínu vildi Murphy fá í gegn að kosið yrði um frumvarp um hert lög varðandi byssueign. Að mestu talaði Murphy fyrir nánast tómum þingsal en aðrir þingmenn Demókrata fluttu einnig ræður. Byssur af gerðinni AR-15 hafa verið notaðar í tíu mannskæðar skotárásir frá árinu 2011.Vísir/GraphicNews Tilefnið er skotárásin á skemmtistaðinn Pulse í Orlando um helgina. 49 voru myrtir og 53 særðir, þar af nokkrir alvarlega. Frumvarpið sem Murphy vill að kosið verði um felur í sér umfangsmeiri bakgrunnskannanir byssukaupenda og að ólöglegt væri að selja skotvopn til grunaðra hryðjuverkamanna. Þegar Murphy steig úr pontu sagðist hann hafa fengið vilyrði Repúblikana um að kosið yrði um tillögur hans, en ólíklegt er að þær verði samþykktar á öldungaþinginu þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Murphy er þingmaður frá Connecticut þar sem Sandy Hook fjöldamorðið var framið árið 2012. 20 börn og sex kennarar voru skotin til bana af árásarmanni. Þingmaðurinn sagði að hann gæti ekki horft í augu ættingja þeirra barna sem voru myrt og sagt þeim að síðan þá hefði þingheimur ekkert brugðist við til að draga úr aðgengi fólks að kraftmiklum skotvopnum. Þingmaðurinn endaði málþóf sitt á að fjalla um ungan dreng sem var myrtur í Sandy Hook en myndband af þeim hluta má sjá hér að neðan.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir 200 hommar brustu í söng fyrir fórnarlömbin í Orlando út á götu í London Þúsundir manna mættu á minningarathöfn fyrir fórnarlömbin í Orlando sem haldin var í hjarta Lundúna í gær. 14. júní 2016 10:44 Eiginkona Mateen reyndi af tala hann ofan af árásinni á Pulse Kona árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando hefur sagt fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni. 14. júní 2016 16:55 Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Mateen réðst að skemmtistaðnum Pulse sem er sérstaklega fyrir samkynhneigða. Hann var kúnni þar sjálfur. 14. júní 2016 08:45 Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. 14. júní 2016 07:00 Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40 Eiginkona Mateen mögulega ákærð Noor Salman vissi af áætlunum eiginmanns síns um að skjóta fjölda fólks til bana. 15. júní 2016 10:21 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
200 hommar brustu í söng fyrir fórnarlömbin í Orlando út á götu í London Þúsundir manna mættu á minningarathöfn fyrir fórnarlömbin í Orlando sem haldin var í hjarta Lundúna í gær. 14. júní 2016 10:44
Eiginkona Mateen reyndi af tala hann ofan af árásinni á Pulse Kona árásarmannsins sem skaut 49 manns til bana á skemmtistaðnum Pulse í Orlando hefur sagt fulltrúum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún hafi reynt að tala eiginmann sinn ofan af árásinni. 14. júní 2016 16:55
Fastakúnnar á Pulse segja Mateen hafa stundað staðinn og notað app fyrir samkynhneigða Mateen réðst að skemmtistaðnum Pulse sem er sérstaklega fyrir samkynhneigða. Hann var kúnni þar sjálfur. 14. júní 2016 08:45
Frambjóðendur rökræða um hvernig skilgreina skuli árásina Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa deilt um skilgreiningar á skotárásinni í Orlandó á sunnudag. 14. júní 2016 07:00
Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Omar Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. 13. júní 2016 16:40
Eiginkona Mateen mögulega ákærð Noor Salman vissi af áætlunum eiginmanns síns um að skjóta fjölda fólks til bana. 15. júní 2016 10:21