Körfubolti

Pabbi Durants sagði honum að vera eigingjarn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Durant-feðgarnir.
Durant-feðgarnir. vísir/getty
„Vertu eigingjarn.“ Þetta voru ráðleggingarnar sem körfuboltamaðurinn Kevin Durant fékk frá pabba sínum, Wayne Pratt, þegar hann velti fyrir sér næstu skrefum á ferlinum.

Samningur Durants við Oklahoma City Thunder rann út í sumar og hann tók þá umdeildu ákvörðun að ganga til liðs við Golden State Warriors.

Sjá einnig: Stórkostlegt rifrildi í Oklahoma um Durant

Stuðningsmenn Oklahoma eru ósáttir við stjórstjörnuna og þá hafa gamlir refir eins og Charles Barkley gagnrýnt hann fyrir að ganga í raðir liðsins sem setti met með því að vinna 73 deildarleiki í vetur.

Pabbi Durants hvatti hann til að setja sjálfan sig í fyrsta sæti þegar kom að því að velja næsta áfangastað á ferlinum.

„Vertu einu sinni eigingjarn og hugsaðu um sjálfan þig. Það var það eina sem ég gat sagt honum,“ sagði Pratt við son sinn.

Sjá einnig: Ummerki um Durant fjarlægð á heimavelli Oklahoma | Myndband

„Þetta var erfitt fyrir hann en stundum þarftu að vera eigingjarn og taka ákvarðanir sem eru sjálfum þér fyrir bestu.

„Hann sýndi karlmennsku. Við mamma hans höfum tekið flestar ákvarðanir fyrir hann en nú var tími til kominn fyrir hann að sýna karlmennsku og taka rökrétta ákvörðun sjálfur.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×