Körfubolti

LeBron James róar taugar allra hjá Cleveland Cavaliers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James með dóttur sinni.
LeBron James með dóttur sinni. Vísir/Getty
LeBron James hefur staðfest það við forráðamenn Cleveland Cavaliers að hann ætli að spila áfram með liðinu á komandi NBA-tímabili en ESPN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum.

LeBron James átti frábært tímabil með Cleveland og fór fyrir liðinu í úrslitakeppninni þar sem félagið varð NBA-meistari í fyrsta sinn.

LeBron James er nú í fríi með fjölskyldu sinni. Hann og fjölskyldan hefur verið bæði á Spáni og á Havæeyjum auk þess að eyða tíma í nýja húsinu sínu í Los Angeles. LeBron mun á komandi vikum hitta umboðsmann sinn og fara yfir nýjan samning en hann er ekki flýta sér að ganga frá hlutunum.

LeBron James hefur nokkra möguleika. Hann gefur gert eins árs samning eins og undanfarin tvö sumur en það myndi gefa honum 27,5 milljónir dollara í aðra hönd eða 3,3 milljarða íslenskra króna.

Velji LeBron James hinsvegar að geta margra ára samning við Cleveland Cavaliers þá á hann möguleika á því að fá 30,8 milljónir dollara á næsta tímabili eða meira 3,7 milljarða íslenskra króna. Með því að gera slíkan samning þá yrði James launahæsti leikmaður NBA-deildarinnar á næsta tímabili.

Cleveland Cavaliers á ekki bara eftir að ganga frá samningi við sinn besta mann, LeBron James, heldur er þjálfarinn Tyronn Lue líka með lausan samning. Lue var búinn að gera munnlegan samning þegar hann tók við á miðju tímabili en það var ekki gengið frá neinu. Hann hefur síðan væntanlega hækkað kröfurnar eftir að hann gerði Cleveland-liðið að NBA-meisturum.

Cleveland Cavaliers á líka eftir að semja við J.R. Smith en samkvæmt frétt ESPN þá eru miklar líkur á að sá samningur verði undirritaður á næstunni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×