Einelti eða einsýni? Árni Páll Árnason skrifar 28. júlí 2016 06:00 Ögmundur Jónasson kom Mjólkursamsölunni til varnar í blaðinu í vikunni og ásakaði Samkeppniseftirlitið og gagnrýnendur um einelti í garð MS. Allt það sem Ögmundur telur MS til tekna er óumdeilt. Bændur eiga þetta samlag í félagslegri eigu og ekkert athugavert við það. Samþjöppun í afurðakerfinu hefur vissulega dregið úr kostnaði, þótt samkeppni milli afurðastöðva hefði mögulega líka getað gert það. Um það verður því miður aldrei fullyrt. Þegar mjólkurbúinu í Borgarnesi var lokað lá fyrir tilboð einkaaðila á drykkjarvörumarkaði um kaup á búinu. Eigum við að velta fyrir okkur hvað samkeppni á vinnslustigi hefði getað þýtt í hækkuðu afurðaverði til bænda? Til að koma samþjöppuninni á var MS veitt undanþága frá samkeppnislögum, sem átti að vera tímabundin. Í skjóli þessarar undanþágu – sem nú á að gera varanlega – hefur MS hins vegar forðast að laga hið sameinaða fyrirtæki að eðlilegum starfsháttum á markaði og misnotað undanþáguna til að beita mismunun í verðlagningu til skyldra og óskyldra aðila. Það er ekki í samræmi við hagsmuni bænda að draga úr nýsköpun og vöruþróun í mjólkuriðnaði með því að drepa skipulega alla samkeppni af MS. Það kann hins vegar að vera stjórnendum MS í hag. Einsýni þeirra í markaðshegðun er vandamálið. Afstaða VG í afurðamálum bænda er mér viðvarandi undrunarefni, þar sem flokkurinn tekur ávallt sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni. Ögmundur má passa sig að verða ekki óviljandi varðhundur fyrir óforskammaða fákeppnishunda í réttmætri löngun til að koma bændum til varnar. Misnotkun markaðsráðandi stöðu er aldrei nauðsynleg afleiðing félagslegs rekstrar. Hún er ofbeldi og á ávallt að fordæma sem slíka. Að gefa slíkri markaðshegðun gæðastimpil sem „úrræði samvinnu- og jafnaðarsamfélagsins“ er fullkomlega út í hött. Við í Samfylkingunni höfum alltaf verið andsnúin því að eitthvað annað gildi um mjólkuriðnaðinn en almennar samkeppnisreglur. Sprotarnir sem hafa náð að verða til við hlið MS hafa sýnt frumkvæði í vöruþróun, en verið svo kæfðir. Eftir stendur mjólkuriðnaður þar sem vöruframboð er fáránlega einhæft og vöruþróun lítil. Vegna skorts á samkeppni er MS gríðarlega aftarlega á merinni þegar kemur að t.d. sykurinnihaldi í afurðum og vann – allavega til skamms tíma – skyr ekki einu sinni úr þeim skyrgerlum sem hefðbundin framleiðsluaðferð kveður á um. „Ég á þetta, ég má þetta“ gætu verið einkunnarorð stjórnenda MS. Það þarf ekki að nota bestu fáanlegu náttúruleg bragðefni, ekki draga úr sykurmagni og ekki nota skyrgerla til að búa til skyr. Það er enda hægt að henda öllu í okkur – við eigum ekkert val. Bændur hefðu af því mikinn hag að samkeppnisaðilar fengju að þrífast við hlið MS og bjóða fjölbreyttari vörur. Þá myndi mjólkurneysla væntanlega aukast og bændur njóta vel. Þetta kerfi hefur gengið sér til húðar og það munu líka gera þeir stjórnmálaflokkar sem ætla að standa um það vörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson kom Mjólkursamsölunni til varnar í blaðinu í vikunni og ásakaði Samkeppniseftirlitið og gagnrýnendur um einelti í garð MS. Allt það sem Ögmundur telur MS til tekna er óumdeilt. Bændur eiga þetta samlag í félagslegri eigu og ekkert athugavert við það. Samþjöppun í afurðakerfinu hefur vissulega dregið úr kostnaði, þótt samkeppni milli afurðastöðva hefði mögulega líka getað gert það. Um það verður því miður aldrei fullyrt. Þegar mjólkurbúinu í Borgarnesi var lokað lá fyrir tilboð einkaaðila á drykkjarvörumarkaði um kaup á búinu. Eigum við að velta fyrir okkur hvað samkeppni á vinnslustigi hefði getað þýtt í hækkuðu afurðaverði til bænda? Til að koma samþjöppuninni á var MS veitt undanþága frá samkeppnislögum, sem átti að vera tímabundin. Í skjóli þessarar undanþágu – sem nú á að gera varanlega – hefur MS hins vegar forðast að laga hið sameinaða fyrirtæki að eðlilegum starfsháttum á markaði og misnotað undanþáguna til að beita mismunun í verðlagningu til skyldra og óskyldra aðila. Það er ekki í samræmi við hagsmuni bænda að draga úr nýsköpun og vöruþróun í mjólkuriðnaði með því að drepa skipulega alla samkeppni af MS. Það kann hins vegar að vera stjórnendum MS í hag. Einsýni þeirra í markaðshegðun er vandamálið. Afstaða VG í afurðamálum bænda er mér viðvarandi undrunarefni, þar sem flokkurinn tekur ávallt sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni. Ögmundur má passa sig að verða ekki óviljandi varðhundur fyrir óforskammaða fákeppnishunda í réttmætri löngun til að koma bændum til varnar. Misnotkun markaðsráðandi stöðu er aldrei nauðsynleg afleiðing félagslegs rekstrar. Hún er ofbeldi og á ávallt að fordæma sem slíka. Að gefa slíkri markaðshegðun gæðastimpil sem „úrræði samvinnu- og jafnaðarsamfélagsins“ er fullkomlega út í hött. Við í Samfylkingunni höfum alltaf verið andsnúin því að eitthvað annað gildi um mjólkuriðnaðinn en almennar samkeppnisreglur. Sprotarnir sem hafa náð að verða til við hlið MS hafa sýnt frumkvæði í vöruþróun, en verið svo kæfðir. Eftir stendur mjólkuriðnaður þar sem vöruframboð er fáránlega einhæft og vöruþróun lítil. Vegna skorts á samkeppni er MS gríðarlega aftarlega á merinni þegar kemur að t.d. sykurinnihaldi í afurðum og vann – allavega til skamms tíma – skyr ekki einu sinni úr þeim skyrgerlum sem hefðbundin framleiðsluaðferð kveður á um. „Ég á þetta, ég má þetta“ gætu verið einkunnarorð stjórnenda MS. Það þarf ekki að nota bestu fáanlegu náttúruleg bragðefni, ekki draga úr sykurmagni og ekki nota skyrgerla til að búa til skyr. Það er enda hægt að henda öllu í okkur – við eigum ekkert val. Bændur hefðu af því mikinn hag að samkeppnisaðilar fengju að þrífast við hlið MS og bjóða fjölbreyttari vörur. Þá myndi mjólkurneysla væntanlega aukast og bændur njóta vel. Þetta kerfi hefur gengið sér til húðar og það munu líka gera þeir stjórnmálaflokkar sem ætla að standa um það vörð.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun