Þurfa að hafa birgðir fyrir helgina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2016 09:00 Vísir/Stöð 2 Mikið hefur gengið á birgðir Blóðbankans í sumar. Framundan er stærsta ferðahelgi ársins og vilja starfsmenn bankans vera undir það búnir ef þörf er á blóði. Á myndinni hér að ofan sést hvernig birgðarstaðan er hjá Blóðbankanum í dag. Helstu flokkarnir sem þörf er á eru O og A flokkar sem eru algengustu blóðflokkarnir á Íslandi en þeir flokkar nýtast best ef upp koma slys og í aðgerðum. Einnig er þörf á blóði í flokknum O- sem er neyðarblóð en það nýtist þeim sem vita ekki í hvaða blóðflokki þeir eru. Til að anna eftirspurn þarf 13.000 blóðgjafir á ári en á bak við þær eru 8000 blóðgjafar. „Við þurfum að jafnaði 70 blóðgjafir á dag til þess að anna eftirspurn heilbrigiðskerfisins á Íslandi og við förum yfir lagerstöðuna á hverjum morgni. Og athugum hvað vantar inní og höfum samband við blóðgjafana í samræmi við það en stundum þurfum við aðstoð,“ Segir Vigdís Jóhannsdóttir, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum.Starfsfólk Blóðbankans vinnur stöðugt að því að finna nýja blóðgjafa. „Við erum að reyna að fara í skólana á veturna með Blóðbankabílinn og fá nýja blóðgjafa. Við þurfum svona 2000 á ári til að viðhalda blóðgjafahópnum því það eru alltaf einhverjir sem detta út,“ segir Vigdís. Fyrir þá sem eru vanir þá tekur blóðgjöf ekki nema um 30 mínútur í hvert skipti.Afhverju gefur þú blóð? „Bara ef maður þyrfti á því að halda sjálfur, þá væri gott að eiga smá byrgðir,“ segir Heiðar Már Guðlaugsson, blóðgjafi. „Ég byrjaði þegar pabbi þurfti reglulega að fá blóðgjafir síðustu árin sem hann lifði. Ég byrjaði á að gefa honum og hélt áfram,“ segir Guðrún Hannesardóttir, blóðgjafi. „Maður sá á fréttunum í gær að það var einhver skortur, þá lætur maður vaða.“Hvað varð til þess að þú gafst blóð í fyrsta skipti?„Ég hafði nú gefið þetta á framhaldskólaárunum og svo datt þetta niður í mörg mörg ár svo var einhver sem ýtti við mér aftur fyrir 4 til 5 árum síðan,“ segir Kristinn Guðnason, blóðgjafi.Mundir þú hvetja aðra til þess að gera það sama og þú? „Já, hiklaust. Alla!“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20 Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35 Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Mikið hefur gengið á birgðir Blóðbankans í sumar. Framundan er stærsta ferðahelgi ársins og vilja starfsmenn bankans vera undir það búnir ef þörf er á blóði. Á myndinni hér að ofan sést hvernig birgðarstaðan er hjá Blóðbankanum í dag. Helstu flokkarnir sem þörf er á eru O og A flokkar sem eru algengustu blóðflokkarnir á Íslandi en þeir flokkar nýtast best ef upp koma slys og í aðgerðum. Einnig er þörf á blóði í flokknum O- sem er neyðarblóð en það nýtist þeim sem vita ekki í hvaða blóðflokki þeir eru. Til að anna eftirspurn þarf 13.000 blóðgjafir á ári en á bak við þær eru 8000 blóðgjafar. „Við þurfum að jafnaði 70 blóðgjafir á dag til þess að anna eftirspurn heilbrigiðskerfisins á Íslandi og við förum yfir lagerstöðuna á hverjum morgni. Og athugum hvað vantar inní og höfum samband við blóðgjafana í samræmi við það en stundum þurfum við aðstoð,“ Segir Vigdís Jóhannsdóttir, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum.Starfsfólk Blóðbankans vinnur stöðugt að því að finna nýja blóðgjafa. „Við erum að reyna að fara í skólana á veturna með Blóðbankabílinn og fá nýja blóðgjafa. Við þurfum svona 2000 á ári til að viðhalda blóðgjafahópnum því það eru alltaf einhverjir sem detta út,“ segir Vigdís. Fyrir þá sem eru vanir þá tekur blóðgjöf ekki nema um 30 mínútur í hvert skipti.Afhverju gefur þú blóð? „Bara ef maður þyrfti á því að halda sjálfur, þá væri gott að eiga smá byrgðir,“ segir Heiðar Már Guðlaugsson, blóðgjafi. „Ég byrjaði þegar pabbi þurfti reglulega að fá blóðgjafir síðustu árin sem hann lifði. Ég byrjaði á að gefa honum og hélt áfram,“ segir Guðrún Hannesardóttir, blóðgjafi. „Maður sá á fréttunum í gær að það var einhver skortur, þá lætur maður vaða.“Hvað varð til þess að þú gafst blóð í fyrsta skipti?„Ég hafði nú gefið þetta á framhaldskólaárunum og svo datt þetta niður í mörg mörg ár svo var einhver sem ýtti við mér aftur fyrir 4 til 5 árum síðan,“ segir Kristinn Guðnason, blóðgjafi.Mundir þú hvetja aðra til þess að gera það sama og þú? „Já, hiklaust. Alla!“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20 Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35 Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20
Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35
Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00