Sáu 580 seli í selatalningu ársins Atli Ísleifsson skrifar 25. júlí 2016 15:44 Selatalningin fór fram í tíunda skiptið í ár. Vísir/Vilhelm Alls sáust 580 selir í selatalningunni sem fram fór í tíunda skipti þann 21. júlí síðastliðinn. Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 100 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra, en fjöldinn er meiri en síðustu tvö ár, en þó minni en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Í tilkynningu frá Selasetri Íslands kemur fram að setrið vilji þakka öllum þeim 57 innlendu og erlendu sjálfboðaliðum sem þátt tóku í talningunni í ár. „Þau 10 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 760 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir eða yfir 1.000 selir bæði árin en árið 2012 sáust aðeins 422 selir. Í ár sáust alls 580 selir sem er meira en síðustu tvö ár, en þó minna en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Það er mikilvægt að taka fram að þessar tölur eiga aðeins við um fjölda sela á Vatnsnesi og Heggstaðarnesi á þeim tíma sem Selatalningin mikla fer fram. Þrátt fyrir að fækkun virðist eiga sér stað eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á fjölda þeirra sela sem sjást hvert sinn. Veður hefur mikil áhrif en líkt og við mennirnir kjósa selir helst að liggja á þurru í vindlitlu, heitu og sólríku veðri. Í ár var þokukennt, létt úrkoma, um 9 gráðu hiti og nokkur vindur en í slíkum aðstæðum getur verið ákjósanlegra fyrir suma seli að svamla um í sjónum frekar en að liggja á landi. Vinsamlegast athugið að Selatalningin mikla tekur aðeins til Vatnsness og Heggstaðarness. Selasetur Íslands stendur nú fyrir stofnstærðarmati landsela á Íslandi sem er framkvæmd með því að telja seli á allri strandlengju Íslands úr flugvél. Síðasta skiptið sem slík talning fór fram var árið 2011 þar sem stofnstærð landsela var metin um 11-12.000 dýr.“ Fréttir af flugi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Sjá meira
Alls sáust 580 selir í selatalningunni sem fram fór í tíunda skipti þann 21. júlí síðastliðinn. Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu sela á um 100 kílómetra strandlengju Vatnsness og Heggstaðarness á Norðurlandi vestra, en fjöldinn er meiri en síðustu tvö ár, en þó minni en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Í tilkynningu frá Selasetri Íslands kemur fram að setrið vilji þakka öllum þeim 57 innlendu og erlendu sjálfboðaliðum sem þátt tóku í talningunni í ár. „Þau 10 ár sem Selatalningin mikla hefur farið fram hafa sést að meðaltali 760 selir hvert sinn. Árin 2008 og 2009 sáust flestir selir eða yfir 1.000 selir bæði árin en árið 2012 sáust aðeins 422 selir. Í ár sáust alls 580 selir sem er meira en síðustu tvö ár, en þó minna en árlegt meðaltal hefur gefið til kynna. Það er mikilvægt að taka fram að þessar tölur eiga aðeins við um fjölda sela á Vatnsnesi og Heggstaðarnesi á þeim tíma sem Selatalningin mikla fer fram. Þrátt fyrir að fækkun virðist eiga sér stað eru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á fjölda þeirra sela sem sjást hvert sinn. Veður hefur mikil áhrif en líkt og við mennirnir kjósa selir helst að liggja á þurru í vindlitlu, heitu og sólríku veðri. Í ár var þokukennt, létt úrkoma, um 9 gráðu hiti og nokkur vindur en í slíkum aðstæðum getur verið ákjósanlegra fyrir suma seli að svamla um í sjónum frekar en að liggja á landi. Vinsamlegast athugið að Selatalningin mikla tekur aðeins til Vatnsness og Heggstaðarness. Selasetur Íslands stendur nú fyrir stofnstærðarmati landsela á Íslandi sem er framkvæmd með því að telja seli á allri strandlengju Íslands úr flugvél. Síðasta skiptið sem slík talning fór fram var árið 2011 þar sem stofnstærð landsela var metin um 11-12.000 dýr.“
Fréttir af flugi Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Sjá meira