Vonbrigði með fjögurra ára samgönguáætlun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2016 20:30 Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur lýst yfir vonbrigðum með fjögurra ára samgönguáætlun sem nú liggur til umsagnar. Formaður nefndarinnar segir að að ekki sé hægt að lenda flugvél á suðvesturhorni landsins í stífri suðvestanátt eftir að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað. Flugvellirnir á Egilsstöðum og Akureyri gegna þýðingamiklu hlutverki sem varaflugvellir og með sívaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli þarf að huga betur að getu þeirra til að sinna hlutverki sem slíkir en þar er einungis pláss fyrir fjórar farþegaþotur á hvorum velli. Brýnt sé að stækka flughlöðin þessum flugvöllum, til að fyrirbyggja að háskalegt ástand geti skapast. „Við höfum búið við langvarandi niðurskurð á flugmálaáætlun og ástandið orðið óviðunandi. Verkefnalistinn liggur fyrir hjá Isavia þar sem menn hafa af mikilli fyrirhyggjusemi kortlagt til næstu 15 ára viðhald flugvallanna,“ Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Og það eru margvísleg verkefni sem bíða. „Það má nefna aðflugsbúnað á flugvellinum á Húsavík og sömuleiðis er orðið mjög aðkallandi að stækka flugvélastæðin bæði á Akureyri og á Egilsstöðum og við áttum raunar nýverið fund með fulltrúum Innanríkisráðuneytisins og þar er ríkur skilningur á stöðunni en það hefur strandað á fjárveitingarvaldinu,” segir Ingvar. Innanríkisráðuneytið veitti Isavia 50 milljón króna framlag síðasta vor svo hægt væri að flytja efni úr Vaðlaheiðargöngum á Akureyrarflugvöll til stækkunar flughlaðsins, en ríkið hefur ekki tryggt fjármagn til að Ijúka þeim framkvæmdunum. Þá gagnýnir félagið einnig þá stöðu sem er kominn upp eftir neyðarbrautinni á Reykjavíkuflugvelli var lokað eftir dóm Hæstaréttar. Var það skilningur félagsins að neyðarbrautinni yrði ekki lokað nema að braut með sömu stefnu á Keflavíkurflugvelli yrði opnuð. „Það hefur alltaf legið fyrir að ef til þess kæmi að braut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli yrði lokað þá yrði það ekki gert nema það væri búið að opna braut á Keflavíkurflugvelli sem hefur sömu stefnu og hefur staðið lokuð í hartnær 20 ár,“ segir Ingvar. Ingvar segir að þar sem uppbygging varaflugvalla á landinu hafi ekki verið í takt við þá fjölgun sem hefur orðið í flugi gætu flugrekendur þurft að bera þann kostnað á eldsneyti til þess að nota flugvelli í Skotlandi sem varaflugvelli. Ingvar segir jafnframt að með loknun neyðarbrautarinnar í Reykjavík sé ekkert sem hafi tekið við. „Það liggur fyrir að í Keflavík eru hvössustu vindhviðurnar suðaustan- og suðvestanáttir. Við þekkjm þetta bara á eigin skinni hvernig suðvertanáttin getur verið. Staðan er sú núna á suðvesturlandi að það er ekki hægt að lenda flugvél á suðvesturlandi í stífri suðvestanátt,“ segir Ingvar Fréttir af flugi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Sjá meira
Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur lýst yfir vonbrigðum með fjögurra ára samgönguáætlun sem nú liggur til umsagnar. Formaður nefndarinnar segir að að ekki sé hægt að lenda flugvél á suðvesturhorni landsins í stífri suðvestanátt eftir að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað. Flugvellirnir á Egilsstöðum og Akureyri gegna þýðingamiklu hlutverki sem varaflugvellir og með sívaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli þarf að huga betur að getu þeirra til að sinna hlutverki sem slíkir en þar er einungis pláss fyrir fjórar farþegaþotur á hvorum velli. Brýnt sé að stækka flughlöðin þessum flugvöllum, til að fyrirbyggja að háskalegt ástand geti skapast. „Við höfum búið við langvarandi niðurskurð á flugmálaáætlun og ástandið orðið óviðunandi. Verkefnalistinn liggur fyrir hjá Isavia þar sem menn hafa af mikilli fyrirhyggjusemi kortlagt til næstu 15 ára viðhald flugvallanna,“ Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Og það eru margvísleg verkefni sem bíða. „Það má nefna aðflugsbúnað á flugvellinum á Húsavík og sömuleiðis er orðið mjög aðkallandi að stækka flugvélastæðin bæði á Akureyri og á Egilsstöðum og við áttum raunar nýverið fund með fulltrúum Innanríkisráðuneytisins og þar er ríkur skilningur á stöðunni en það hefur strandað á fjárveitingarvaldinu,” segir Ingvar. Innanríkisráðuneytið veitti Isavia 50 milljón króna framlag síðasta vor svo hægt væri að flytja efni úr Vaðlaheiðargöngum á Akureyrarflugvöll til stækkunar flughlaðsins, en ríkið hefur ekki tryggt fjármagn til að Ijúka þeim framkvæmdunum. Þá gagnýnir félagið einnig þá stöðu sem er kominn upp eftir neyðarbrautinni á Reykjavíkuflugvelli var lokað eftir dóm Hæstaréttar. Var það skilningur félagsins að neyðarbrautinni yrði ekki lokað nema að braut með sömu stefnu á Keflavíkurflugvelli yrði opnuð. „Það hefur alltaf legið fyrir að ef til þess kæmi að braut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli yrði lokað þá yrði það ekki gert nema það væri búið að opna braut á Keflavíkurflugvelli sem hefur sömu stefnu og hefur staðið lokuð í hartnær 20 ár,“ segir Ingvar. Ingvar segir að þar sem uppbygging varaflugvalla á landinu hafi ekki verið í takt við þá fjölgun sem hefur orðið í flugi gætu flugrekendur þurft að bera þann kostnað á eldsneyti til þess að nota flugvelli í Skotlandi sem varaflugvelli. Ingvar segir jafnframt að með loknun neyðarbrautarinnar í Reykjavík sé ekkert sem hafi tekið við. „Það liggur fyrir að í Keflavík eru hvössustu vindhviðurnar suðaustan- og suðvestanáttir. Við þekkjm þetta bara á eigin skinni hvernig suðvertanáttin getur verið. Staðan er sú núna á suðvesturlandi að það er ekki hægt að lenda flugvél á suðvesturlandi í stífri suðvestanátt,“ segir Ingvar
Fréttir af flugi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Sjá meira