Svimi, höfuðverkur og súrefnisskortur Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 25. ágúst 2016 07:00 Áhafnir flugvéla Icelandair fengu póst á dögunum þar sem greint var frá auknum veikindum meðal starfsmanna. Flugliðar hafa veikst um borð en að sögn flugliða sem Fréttablaðið ræddi við lýsa veikindin sér í svima og höfuðverk. vísir/björgvin Flugliðar Icelandair sem Fréttablaðið ræddi við segja mikinn mun á að fljúga með nýjustu vél félagsins, Boeing 767, og eldri vélum í flugflota þess, þar sem ekki er eins mikill hávaði um borð í nýju vélinni og loftið er mun betra. Undanfarið hefur verið fjallað um aukin veikindi áhafna fyrirtækisins. Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri félagsins, sendi á dögunum bréf til starfsmanna þar sem hann greindi frá því að fyrirtækið hefði gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna aukinna veikinda starfsfólks. Þá sagði Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair, í samtali við fréttastofu að veikindi flugliða hefðu verið þekkt vandamál hjá fyrirtækinu í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist undanfarna mánuði. Icelandair hefur meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Fréttablaðið hafði samband við um þrjátíu flugliða félagsins. Sumir neituðu að tjá sig um málið en þeir sem tjáðu sig vildu ekki koma fram undir nafni. Þó nokkrir flugliðar sögðust ekki hafa heyrt neitt meira af málinu en það sem kom fram í umræddu bréfi og höfðu ekki fengið neinar frekari upplýsingar. Þeir flugliðar kannast ekki við veikindi né óþægindi um borð. Aðspurðir um einkenni veikindanna sögðu nokkrir að um væri að ræða svima, höfuðverk og súrefnisskort. Ein flugfreyja talaði um að starfsumhverfið væri krefjandi og að margir nýliðar áttuðu sig ekki almennilega á vinnuaðstæðunum fyrr en þeir kynntust vinnuumhverfinu af eigin raun. Einnig sagði hún dagsformið skipta miklu máli þar sem ekki væri æskilegt að mæta til vinnu slappur eða illa fyrir kallaður. Aðrir vildu meina að það væru ekki einungis nýliðar sem fyndu fyrir óþægindum heldur hefðu reyndir starfsmenn orðið veikir um borð. Önnur flugfreyja var á því að áhrif vegna slappleika gætu margfaldast í háloftunum. Hún útskýrði að ómögulegt væri að komast veikur heim eftir að vélin væri komin í loftið. Hún telur því mikilvægt að hlusta á líkama sinn og fara ekki í flug illa upplagður. Ein þeirra flugfreyja sem Fréttablaðið ræddi við veiktist um borð. Hún fann fyrir miklum óþægindum sem lýstu sér í höfuðverk, svima og súrefnisskorti. Yfirflugfreyja vélarinnar kom henni til aðstoðar og gaf henni súrefni. Henni leið strax betur í kjölfarið. Hún hefur haldið áfram störfum sínum sem flugfreyja og leggur áherslu á að eldri flugliðar hjá félaginu hvetji nýliða til að láta vita ef veikindi eða óþægindi komi upp um borð. Þá virðast aukin veikindi starfsfólks Icelandair ekki hafa haft áhrif á farþega. Einn flugliðanna sagði ástæðuna líklega vera að allt annað væri að vera farþegi í flugvél en að vinna um borð. Farþegar finni síður fyrir einkennum. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Flugliðar Icelandair sem Fréttablaðið ræddi við segja mikinn mun á að fljúga með nýjustu vél félagsins, Boeing 767, og eldri vélum í flugflota þess, þar sem ekki er eins mikill hávaði um borð í nýju vélinni og loftið er mun betra. Undanfarið hefur verið fjallað um aukin veikindi áhafna fyrirtækisins. Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri félagsins, sendi á dögunum bréf til starfsmanna þar sem hann greindi frá því að fyrirtækið hefði gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna aukinna veikinda starfsfólks. Þá sagði Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair, í samtali við fréttastofu að veikindi flugliða hefðu verið þekkt vandamál hjá fyrirtækinu í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist undanfarna mánuði. Icelandair hefur meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Fréttablaðið hafði samband við um þrjátíu flugliða félagsins. Sumir neituðu að tjá sig um málið en þeir sem tjáðu sig vildu ekki koma fram undir nafni. Þó nokkrir flugliðar sögðust ekki hafa heyrt neitt meira af málinu en það sem kom fram í umræddu bréfi og höfðu ekki fengið neinar frekari upplýsingar. Þeir flugliðar kannast ekki við veikindi né óþægindi um borð. Aðspurðir um einkenni veikindanna sögðu nokkrir að um væri að ræða svima, höfuðverk og súrefnisskort. Ein flugfreyja talaði um að starfsumhverfið væri krefjandi og að margir nýliðar áttuðu sig ekki almennilega á vinnuaðstæðunum fyrr en þeir kynntust vinnuumhverfinu af eigin raun. Einnig sagði hún dagsformið skipta miklu máli þar sem ekki væri æskilegt að mæta til vinnu slappur eða illa fyrir kallaður. Aðrir vildu meina að það væru ekki einungis nýliðar sem fyndu fyrir óþægindum heldur hefðu reyndir starfsmenn orðið veikir um borð. Önnur flugfreyja var á því að áhrif vegna slappleika gætu margfaldast í háloftunum. Hún útskýrði að ómögulegt væri að komast veikur heim eftir að vélin væri komin í loftið. Hún telur því mikilvægt að hlusta á líkama sinn og fara ekki í flug illa upplagður. Ein þeirra flugfreyja sem Fréttablaðið ræddi við veiktist um borð. Hún fann fyrir miklum óþægindum sem lýstu sér í höfuðverk, svima og súrefnisskorti. Yfirflugfreyja vélarinnar kom henni til aðstoðar og gaf henni súrefni. Henni leið strax betur í kjölfarið. Hún hefur haldið áfram störfum sínum sem flugfreyja og leggur áherslu á að eldri flugliðar hjá félaginu hvetji nýliða til að láta vita ef veikindi eða óþægindi komi upp um borð. Þá virðast aukin veikindi starfsfólks Icelandair ekki hafa haft áhrif á farþega. Einn flugliðanna sagði ástæðuna líklega vera að allt annað væri að vera farþegi í flugvél en að vinna um borð. Farþegar finni síður fyrir einkennum. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent